Viðskipti innlent

Evran án aðildar að ESB

Björn Rúnar stingur upp á nýrri leið hvað varðar gjaldmiðil þjóðarinnar í viðamikilli grein í miðopnu blaðsins.
Björn Rúnar stingur upp á nýrri leið hvað varðar gjaldmiðil þjóðarinnar í viðamikilli grein í miðopnu blaðsins.

Peningalaust hagkerfi þar sem evran væri viðmiðunargjaldmiðill kann að vera leið sem hentar hér á landi, segir Björn Rúnar Guðmundsson, sérfræðingur greiningardeildar Landsbankans. Hann stingur upp á því að hugað verði að vænleika þessarar leiðar, en með henni yrði tekið hér upp myntráð og vaxtaákvarðanir yrðu hér áfram sjálfstæðar að því marki að ákvörðunarvaldið lægi hjá Seðlabanka Íslands.

„Engin þjóð hefur enn sem komið er tekið upp peningalaust kerfi þó svo að fræðilega hafi þessi hugmynd verið á reiki innan hagfræðinnar í heila öld,“ segir Björn Rúnar í grein sinni um framtíðarskipan gjaldeyrismála hér. Hann telur þó að með aukinni tæknivæðingu og rafrænum greiðslum sé bara tímaspursmál hvenær skrefið verði tekið til fulls.

Björn Rúnar segir að þótt „dollaravæðing“ hafi fengið á sig óorð í Argentínu og myntráð hafi á margan hátt þótt gamaldags kunni millivegurinn að henta hér.

Umræða um framtíð krónunnar sem gjaldmiðils hefur verið áberandi á árinu og forsvarsmenn fyrirtækja bent á að hún standi í raun í vegi fyrir erlendri fjárfestingu hér og að með jafn óstöðugan gjaldmiðil sé strik sett í allar rekstraráætlanir fyrirtækja sem viðskipti eiga við útlönd.

Sjá úttekt.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×