Innlent

Skautasvell á Ingólfstorgi í desember

Samsett mynd.
Samsett mynd.

Skautasvell verður opnað á Ingólfstorgi þann 7. desember og verður opið til mánaðarloka. Það er Tryggingamiðstöðin, sem er með höfuðstöðvar sínar við Aðalstræti, sem setur svellið upp í samvinnu við borgina og er það gert vegna 50 ára afmælis félagsins sem einmitt verður haldið hátíðlegt þann 7. desember næstkomandi. Með þesu vill Tryggingamiðstöðin hvetja höfuðborgarbúa og landsmenn til að njóta góðrar samveru og hollrar útivistar. Eina skilyrði sem fyrirtækið setur við notkun á svellinu er að fyllsta öryggis sé gætt. Öllum er frjálst að koma með eigin skauta og hjálm en jafnframt verður boðið upp á leigu á skautum og hjálmum við svellið fyrir þá sem ekki eiga slíkt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×