Ég er alveg þokkalega hress 24. ágúst 2004 00:01 "Ég hafði aldrei komið til Evrópu áður en ég kom til Íslands," segir Julianna Rose Mauriello sem leikur Sollu stirðu í sjónvarpsþáttunum um Latabæ eða Stephanie í Lazytown eins og persónan kallast á bandarísku sjónvarpsstöðinni Nick Junior þar sem þættirnir eru sýndir um þessar mundir. "Það var snjór þegar ég kom til landsins í janúar en þá var líka snjór í New York þar sem ég bý og það sem ég tók fyrst eftir á Íslandi var tungumálið, sem mér fannst hljóma mjög erfitt." Julianna elur nú manninn að mestu í stúdíói í Garðabænum þar sem unnið verður að upptökum á Lazytown þar til í lok desember. "Hanna Maja, sem sér um hár og förðun í Latabæ, er að kenna mér íslenskuna og ég stefni á að læra hana vel áður en ég fer aftur til Bandaríkjanna," segir Julianna. "Orðið "svona" var það fyrsta sem ég lærði því fyrsta daginn minn voru Magnús Scheving og Hanna Maja að tala um gervið mitt. Þau stóðu fyrir framan mig, böðuðu út höndunum og endurtóku í sífellu, svona, svona og svona og að lokum varð ég að fá að vita hvað orðið þýddi. Julianna hefur greinilega eytt drjúgum tíma í förðunarherberginu því hún er farin að skilja íslenskuna ansi vel. "Þegar fólk spyr mig núna hvað ég segi gott í dag þá svara ég: "Ég er alveg þokkalega hress," segir Julianna sem er ekki viss um hvort blaðamaður vilji skrifa nýjasta orðið sem bæst hefur í orðaforðann. "Ég lærði síðast orðið rassgat. Ég segi það alltaf við hundinn minn því mér er sagt að það geti líka þýtt að hann sé algjört krútt." Hundinn fékk Julianna í afmælisgjöf á Íslandi. "Hundurinn heitir Audrey Hepburn því Audrey er fyrirmyndin mín og uppáhaldsleikkona," segir Julianna. "Ég átti afmæli í maí en mig langaði ekki í neitt sérstakt í afmælisgjöf en mig langaði mikið í hund. Eldri systir mín var stödd á landinu og hún sagði mér að ég ætti ekki að gera mér of miklar vonir. Á afmælisdaginn fórum við mamma svo út að borða með öllu samstarfsfólkinu í Latabæ og ég fékk hamborgara sem er uppáhaldið mitt. Svo stóð Magnús Scheving allt í einu upp og hélt ræðu og sagði að það sem hópurinn ætlaði að gefa mér í afmælisgjöf hefði aldrei stigið fæti inn fyrir stúdíóið fyrr. Þá vissi ég að þau ætluðu að gefa mér hund." Þótt Julianna hafi fengið hamborgara á afmælinu segist hún ekki borða jafnmikla óhöllustu og Siggi sæti í Latabæ. "Ég borða einstaka sinnum nammi. En ég reyni oftast að borða hollt og æfi reglulega og dansa mikið," en á Íslandi hefur Julianna verið mjög ánægð með ballettíma sem hún hefur sótt hjá Guðbjörgu Björgvinsdóttur í Klassíska Listdansskólanum. Samhliða venjulegu grunnskólanámi í Bandaríkjunum hefur Julianna stundað nám í Professional Performance Art School þar sem hún leggur stund á leiklist, söng og dans en Julianna hóf ferilinn á Broadway. "Ég er með umboðsmann og fékk hlutverk í söngleiknum Oklahoma eftir að hafa farið í prufur. Svo var ég líka í söngleik sem heitir Gypsy og mér finnst mjög gaman að vera á sviði og í sjónvarpi," en aðspurð um framtíðardraumana segir Julianna vonast til að leika í bíómyndum síðar meir. Það er ekki ólíklegt að sá draumur rætist því skólafélagar, vinir og fjölskylda eru nú þegar farin að fylgjast með Julianna í bandarísku sjónvarpi. "Ég sakna oft vina minna og fjölskyldu en mamma, sem er með mér hér á Íslandi, hefur hjálpað mér mjög mikið. Hún styður mig í vinnunni og þegar ég sakna fólksins heima. Þau horfa nú á mig í sjónvarpinu og voru ótrúlega spennt þegar Latibær var frumsýndur. Vinir mínir dýrka þáttinn og ég hef fengið mörg email frá þeim þar sem þau lýsa ánægju sinni. Þau segjast æfa sig á morgnana fyrir framan sjónvarpið og dansi og teygi sig heima í stofu." Þegar Julianna fer aftur heim má hún vænta þess að vera þekkt meðal jafnaldra sinna í Bandaríkjunum en hún segist ekki verða vör við að fólk hér á landi þekki hana í sjón. "Það verður ábyggilega skrýtið að koma aftur heim en ég er líka mjög spennt yfir því. Á Menningarnótt fór ég með Stefáni Karli og fjölskyldunni hans að sjá flugeldasýninguna niður í bæ. Það var ótrúlega gaman að sjá flugeldana en allir krakkarnir bentu á Stefán Karl og kölluðu, Glanni glæpur, Glanni glæpur! Mér fannst það mjög fyndið." Menning Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira
"Ég hafði aldrei komið til Evrópu áður en ég kom til Íslands," segir Julianna Rose Mauriello sem leikur Sollu stirðu í sjónvarpsþáttunum um Latabæ eða Stephanie í Lazytown eins og persónan kallast á bandarísku sjónvarpsstöðinni Nick Junior þar sem þættirnir eru sýndir um þessar mundir. "Það var snjór þegar ég kom til landsins í janúar en þá var líka snjór í New York þar sem ég bý og það sem ég tók fyrst eftir á Íslandi var tungumálið, sem mér fannst hljóma mjög erfitt." Julianna elur nú manninn að mestu í stúdíói í Garðabænum þar sem unnið verður að upptökum á Lazytown þar til í lok desember. "Hanna Maja, sem sér um hár og förðun í Latabæ, er að kenna mér íslenskuna og ég stefni á að læra hana vel áður en ég fer aftur til Bandaríkjanna," segir Julianna. "Orðið "svona" var það fyrsta sem ég lærði því fyrsta daginn minn voru Magnús Scheving og Hanna Maja að tala um gervið mitt. Þau stóðu fyrir framan mig, böðuðu út höndunum og endurtóku í sífellu, svona, svona og svona og að lokum varð ég að fá að vita hvað orðið þýddi. Julianna hefur greinilega eytt drjúgum tíma í förðunarherberginu því hún er farin að skilja íslenskuna ansi vel. "Þegar fólk spyr mig núna hvað ég segi gott í dag þá svara ég: "Ég er alveg þokkalega hress," segir Julianna sem er ekki viss um hvort blaðamaður vilji skrifa nýjasta orðið sem bæst hefur í orðaforðann. "Ég lærði síðast orðið rassgat. Ég segi það alltaf við hundinn minn því mér er sagt að það geti líka þýtt að hann sé algjört krútt." Hundinn fékk Julianna í afmælisgjöf á Íslandi. "Hundurinn heitir Audrey Hepburn því Audrey er fyrirmyndin mín og uppáhaldsleikkona," segir Julianna. "Ég átti afmæli í maí en mig langaði ekki í neitt sérstakt í afmælisgjöf en mig langaði mikið í hund. Eldri systir mín var stödd á landinu og hún sagði mér að ég ætti ekki að gera mér of miklar vonir. Á afmælisdaginn fórum við mamma svo út að borða með öllu samstarfsfólkinu í Latabæ og ég fékk hamborgara sem er uppáhaldið mitt. Svo stóð Magnús Scheving allt í einu upp og hélt ræðu og sagði að það sem hópurinn ætlaði að gefa mér í afmælisgjöf hefði aldrei stigið fæti inn fyrir stúdíóið fyrr. Þá vissi ég að þau ætluðu að gefa mér hund." Þótt Julianna hafi fengið hamborgara á afmælinu segist hún ekki borða jafnmikla óhöllustu og Siggi sæti í Latabæ. "Ég borða einstaka sinnum nammi. En ég reyni oftast að borða hollt og æfi reglulega og dansa mikið," en á Íslandi hefur Julianna verið mjög ánægð með ballettíma sem hún hefur sótt hjá Guðbjörgu Björgvinsdóttur í Klassíska Listdansskólanum. Samhliða venjulegu grunnskólanámi í Bandaríkjunum hefur Julianna stundað nám í Professional Performance Art School þar sem hún leggur stund á leiklist, söng og dans en Julianna hóf ferilinn á Broadway. "Ég er með umboðsmann og fékk hlutverk í söngleiknum Oklahoma eftir að hafa farið í prufur. Svo var ég líka í söngleik sem heitir Gypsy og mér finnst mjög gaman að vera á sviði og í sjónvarpi," en aðspurð um framtíðardraumana segir Julianna vonast til að leika í bíómyndum síðar meir. Það er ekki ólíklegt að sá draumur rætist því skólafélagar, vinir og fjölskylda eru nú þegar farin að fylgjast með Julianna í bandarísku sjónvarpi. "Ég sakna oft vina minna og fjölskyldu en mamma, sem er með mér hér á Íslandi, hefur hjálpað mér mjög mikið. Hún styður mig í vinnunni og þegar ég sakna fólksins heima. Þau horfa nú á mig í sjónvarpinu og voru ótrúlega spennt þegar Latibær var frumsýndur. Vinir mínir dýrka þáttinn og ég hef fengið mörg email frá þeim þar sem þau lýsa ánægju sinni. Þau segjast æfa sig á morgnana fyrir framan sjónvarpið og dansi og teygi sig heima í stofu." Þegar Julianna fer aftur heim má hún vænta þess að vera þekkt meðal jafnaldra sinna í Bandaríkjunum en hún segist ekki verða vör við að fólk hér á landi þekki hana í sjón. "Það verður ábyggilega skrýtið að koma aftur heim en ég er líka mjög spennt yfir því. Á Menningarnótt fór ég með Stefáni Karli og fjölskyldunni hans að sjá flugeldasýninguna niður í bæ. Það var ótrúlega gaman að sjá flugeldana en allir krakkarnir bentu á Stefán Karl og kölluðu, Glanni glæpur, Glanni glæpur! Mér fannst það mjög fyndið."
Menning Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira