Viðskipti innlent

Árskýrsla Marel birt rafrænt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Með góðan meðvind á markaðnum og einbeitta nálgun á markaðinn náði Marel mettekjum og sölu á seinni hluta síðasta árs, segir Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, í ársskýrslu félagsins sem kom út í dag. Skýrslan er að þessu sinni rafræn og gagnvirk.

Árni Oddur segir í skýrslunni að tekjur fyrirtækisins hafi vaxið um 7,7 prósent og aðlöguð EBIT hafi verið 49 milljónir evra.

Það eru ekki mjög mörg fyrirtæki sem eru byrjuð að birta ársskýrslurnar rafrænt. Landsvirkjun gerði það í fyrra og hlaut vefverðlaun SVEF fyrir. Hér má sjá ársskýrslu Marel.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×