Viðskipti erlent

Apple tekur fram úr Samsung sem söluhæsti snjallsímaframleiðandinn

ingvar haraldsson skrifar
Sala á iPhone símum hefur aukist verulega að undanförnu.
Sala á iPhone símum hefur aukist verulega að undanförnu. vísir/epa
Apple hefur tekið fram úr Samsung sem söluhæsti snjallsímaframleiðandinn ef marka má niðurstöðu greiningarfyrirtækisins Grantner.

Samkvæmt skýrslu Granter seldi Apple 74,8 milljón snjallsíma á síðasta ársfjórðungi ársins 2014 samanborið við Samsung sem seldi 73 milljónir snjallsíma á ársfjórðungnum.

Þetta eru talsverð umskipti því á sama ársfjórðungi árið 2013 seldi Samsung 83,3 milljónir snjallsíma en Apple seldi 50,2 milljónir iPhone síma. Því hefur sala á iPhone símum aukist um helming á milli ára á meðan sala á Samsung símum hefur dregist saman um 13 prósent.

Breytinga gæti þó aftur verið að vænta á þessum markaði á næstunni því Samsung mun setja nýja snjallsíma á markað þann 10. apríl næstkomandi, bæði Galaxy S6 og S6 Edge. Því spáir miðilinn The Verge að fyrirtækin gætu aftur átt sætaskipti á öðrum ársfjórðungi þessa árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×