Erlent

Annar hvíthákarl festist í búri kafara

Samúel Karl Ólason skrifar
Kafarar komust í hann krappann nærri eyjunni Guadalupe við strendur Mexíkó á dögunum. Þar var hópur ferðamanna að kafa í búri á hákarlaslóðum og freistaði hópurinn þess að ná góðum myndum af hvíthákörlum.

Návígi þeirra við einn hákarl var þó meira en þau reiknuðu með þar sem hann skellti sér inn í búrið til þeirra. Þetta er í annað sinn á nokkrum dögum sem hákarl endar í búri ferðamanna við eyjunna.

Sjá einnig: Hákarl komst inn í búr hjá kafara.

Í fyrstu kom hárkarlinn að búrinu og starfsmaður ferðafyrirtækisins sem sér um ferðirnar ýtti honum í burtu. Þá kom hann aftur og beit í slönguna sem dælir lofti til þeirra kafara sem eru í búrinu.

Starfsmaðurinn þurfti því að bregðast hratt við og koma í veg fyrir að loftdælikerfið missti þrýsting. Á meðan hann var að því tókst hákarlinum að synda inn í búrið þar sem hann sat fastur.

Á endanum tókst þó að losa hákarlinn með því að binda reipi um sporð hans. Engan sakaði í atvikinu, sem var fangað með myndavélum úr öðru búri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×