Lífið

Hákarl komst inn í búr hjá kafara

Samúel Karl Ólason skrifar
Hákarlinn fór inn um hlið búrsins en út um toppinn á því.
Hákarlinn fór inn um hlið búrsins en út um toppinn á því.
Kafari sem hafði áhuga á að ná góðu myndefni af hvíthákörlum við strendur Mexíkó komst í hann krappann dögunum. Hákarl sem hafði verið laðaður að með stóru stykki úr túnfiski braut sér leið inn í búr kafarans þar sem hann reyndi að komast aftur út með miklum látum.

Starfsmenn ferðafyrirtækisins sem sá um köfunarferðina reyndu að ná kafaranum út með því að opna hlera sem er efst á búrinu. Kafarinn kom þó ekki þar út, heldur hákarlinn.

Skömmu seinna kom kafarinn upp úr búrinu, ómeiddur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×