MIĐVIKUDAGUR 1. MARS NÝJAST 10:30

Örţreyttur Grímur sleikir sólina eftir álag undanfarinna vikna

LÍFIĐ

Annar fanganna strauk í fyrra frá Kvíabryggju

 
Innlent
10:14 15. FEBRÚAR 2016
Mennirnir eru í kringum tvítugt.
Mennirnir eru í kringum tvítugt. VÍSIR/RÓBERT REYNISSON

Annar fanganna sem slapp frá Sogni í gærkvöldi strauk í fyrra frá Kvíabryggju. Báðir mennirnir eru hvor sínum megin við tvítugt og ekki hættulegir, að sögn Páls Winkel fangelsismálastjóra. Gefin hefur verið út handtökuskipun og tekin verður ákvörðun síðar í dag um hvort lýst verði eftir þeim með nafni og mynd.

„Lögreglan var látin vita í gærkvöldi um leið og þetta átti sér stað og svo gefin út handtökubeiðni. Við metum svo framhaldið þegar líður á daginn,“ segir Páll.

Fangelsið að Sogni er skilgreint sem opið fangelsi þannig að engar girðingar eða múrar afmarka það. Fangar sem þar vistast þurfa því að hegða sér á ábyrgan hátt og bera virðingu fyrir þeim reglum sem þar gilda. „Menn hreinlega ganga út ef þeir vilja. Opnu fangelsin eru þannig að það eru engir rimlar og þar eru skýrar reglur. En þetta gerist sjaldan þar sem menn vilja jú vistast við eins frjálsar aðstæður og hægt er,“ segir Páll.

Þá segir hann jafnframt að þar sem ekki sé um hættulega menn að ræða verði þeir ekki nafngreindir að svo stöddu.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Annar fanganna strauk í fyrra frá Kvíabryggju
Fara efst