Innlent

Alþingi ræði hnignun í lífríki Lagarfljóts

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Fiskgengd í Lagarfljóti er á undanhaldi.
Fiskgengd í Lagarfljóti er á undanhaldi.
„Það er of snemmt að fara á límingunum,“ segir Jósef Valgarð Þorvaldsson, formaður Veiðifélags Lagarfljóts, sem bíður með fullyrðingar um ástand fljótsins þar til „gruggskýrslan“ um lífríki þess kemur fram.

„En það gefur augaleið að ef bætt er við gruggi þá eykst það,“ segir Jósef sem kveður einboðið að Landsvirkjun þurfi að koma að fiskræktarstarfi á vatnasviði fljótsins.

Í kjölfar frétta af örri hnignun lífríkis Lagarfljóts í gær óskaði Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, eftir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd þingsins.

„Ég tel mjög mikilvægt að við lærum af reynslunni af Kárahnjúkavirkjun og látum náttúruna njóta vafans,“ segir Álfheiður sem vill að til fundarins komi fulltrúar Landsvirkjunar og Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, auk sérfræðinga Náttúrufræðistofnunar og Umhverfisstofnunar.

Pétur Elíasson, formaður Félags landeigenda við Lagarfljót, segir Landsvirkjun ekkert samráð hafa við landeigendur sem orðið hafi fyrir skaða. „Það hefur verið valtað skelfilega yfir okkur. Þeim finnst það vera sitt einkamál en það er lágmark að við fáum að vita hvað þeir ætla að gera í mótvægisaðgerðum, bæði fyrir vatnshæðina og lífríkið.“

Mynd/Úr einkasafni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×