Alræði lýðræðisins? Hildur Jónsdóttir skrifar 2. ágúst 2011 06:00 Fyrir liggur í borgarráði að taka fyrir tillögu mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um hertar reglur um aðkomu trúar og lífsskoðunarfélaga að skólum Reykjavíkurborgar. Nokkur umræða hefur átt sér stað um þessi mál og á að afgreiða endanlega núna í byrjun ágúst. Sem foreldri fjögurra skólabarna er mér nokkuð brugðið að ekki hafi verið leitað álits skólasamfélagsins sjálfs. Sem virkt foreldri innan þess vil ég benda á að skv. lögum skal sérhver skóli á landinu hafa skólaráð. Innan skólaráðs sitja fulltrúar allra í skólasamfélaginu: foreldar, kennarar og nemendur ásamt fulltrúa grenndarsamfélags. Þetta ráð á að geta haft áhrif á þá skólastefnu sem hver og einn skóli telur að eigi að gilda innan skólans. Á þessum tímum sem við lifum þar sem umræða um almennt og borgaralegt lýðræði er hávær þykir mér einkennileg þróun hjá Reykjavíkurborg að ætla að taka slíkar ákvarðanir í trássi við skoðun skólasamfélagsins. Við viljum lifa í lýðræðslegu samfélagi þar sem lýðræðið virkar að sönnu. Eða ætlum við að láta yfirvöld ákveða allt fyrir okkur og börn okkar? Að setja slíkar hömlur á skólastarf sem Reykjavíkurborg stingur upp á tel ég beinlínis hættulegt og minna á fyrri tíma einræðisstefnur sem ætluðu sér leynt og ljóst að útrýma öllum skoðunum nema sinni eigin. Þar á meðal má nefna Hitler, sem fjarlægði fermingarfræðslu úr skólanum vegna þess að hún stangaðist á við hans eigin hugmyndafræði. Ég vænti þess að íslenskt samfélag sé ekki svo illa statt að það meini skólasamfélaginu sjálfu að ráða fram úr þeim málum sem upp koma. Það ætti að vera til umræðu í skólunum en ekki hjá yfirvaldinu hvort ekki megi hengja upp auglýsingar um trúarlegar uppákomur eða dreifa Nýja Testamentinu innan skólans. Að hampa einni heimsmynd á sama tíma og önnur er tortryggð og litin hornauga er mjög á skjön við þá fjölmenningu sem er á Íslandi. Þessari tillögu vil ég því mótmæla harðlega. Ég legg til að við látum þetta mál algerlega falla niður og væntum þess í stað fjörugrar umræðu innan skólans, í skólarráðum landsins og búumst við meiri fjölbreytni innan skólasamfélagsins þar sem foreldrar, kennarar og börnin taka virkari þátt í þróun skólans en ekki yfirvöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Fyrir liggur í borgarráði að taka fyrir tillögu mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um hertar reglur um aðkomu trúar og lífsskoðunarfélaga að skólum Reykjavíkurborgar. Nokkur umræða hefur átt sér stað um þessi mál og á að afgreiða endanlega núna í byrjun ágúst. Sem foreldri fjögurra skólabarna er mér nokkuð brugðið að ekki hafi verið leitað álits skólasamfélagsins sjálfs. Sem virkt foreldri innan þess vil ég benda á að skv. lögum skal sérhver skóli á landinu hafa skólaráð. Innan skólaráðs sitja fulltrúar allra í skólasamfélaginu: foreldar, kennarar og nemendur ásamt fulltrúa grenndarsamfélags. Þetta ráð á að geta haft áhrif á þá skólastefnu sem hver og einn skóli telur að eigi að gilda innan skólans. Á þessum tímum sem við lifum þar sem umræða um almennt og borgaralegt lýðræði er hávær þykir mér einkennileg þróun hjá Reykjavíkurborg að ætla að taka slíkar ákvarðanir í trássi við skoðun skólasamfélagsins. Við viljum lifa í lýðræðslegu samfélagi þar sem lýðræðið virkar að sönnu. Eða ætlum við að láta yfirvöld ákveða allt fyrir okkur og börn okkar? Að setja slíkar hömlur á skólastarf sem Reykjavíkurborg stingur upp á tel ég beinlínis hættulegt og minna á fyrri tíma einræðisstefnur sem ætluðu sér leynt og ljóst að útrýma öllum skoðunum nema sinni eigin. Þar á meðal má nefna Hitler, sem fjarlægði fermingarfræðslu úr skólanum vegna þess að hún stangaðist á við hans eigin hugmyndafræði. Ég vænti þess að íslenskt samfélag sé ekki svo illa statt að það meini skólasamfélaginu sjálfu að ráða fram úr þeim málum sem upp koma. Það ætti að vera til umræðu í skólunum en ekki hjá yfirvaldinu hvort ekki megi hengja upp auglýsingar um trúarlegar uppákomur eða dreifa Nýja Testamentinu innan skólans. Að hampa einni heimsmynd á sama tíma og önnur er tortryggð og litin hornauga er mjög á skjön við þá fjölmenningu sem er á Íslandi. Þessari tillögu vil ég því mótmæla harðlega. Ég legg til að við látum þetta mál algerlega falla niður og væntum þess í stað fjörugrar umræðu innan skólans, í skólarráðum landsins og búumst við meiri fjölbreytni innan skólasamfélagsins þar sem foreldrar, kennarar og börnin taka virkari þátt í þróun skólans en ekki yfirvöld.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun