Allverulega langt sund í annað hrun Þórgnýr Albert Einarsson skrifar 25. ágúst 2015 07:00 Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB. Rauðar tölur blöstu við á skjáum kauphalla víða um heim í gær á degi sem fjölmiðlar innan lands sem utan kölluðu svartan mánudag. Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands lækkaði um 2,52 prósent eftir að mikil lækkun hlutabréfamarkaða í Kína smitaði út frá sér. Kauphöllin í Sjanghæ lækkaði um 8,49 prósent og var dagurinn sá svartasti, eða öllu heldur rauðasti, í kauphöllinni frá árinu 2007. Rauðar tölur eru gjarnan notaðar til að tákna verðlækkun hlutabréfa og lækkun vísitalna. Sjanghæ-vísitalan hafði hækkað um nærri sjötíu prósent frá áramótum en er sú lækkun nær öll gengin til baka í kjölfar mikils falls síðustu mánaða. Fallið í gær dró dilk á eftir sér og smitaði verulega út frá sér til annarra landa. Hlutabréfavísitölur helstu viðskiptavelda heimsins féllu, þó mismikið. Sérfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka segir fréttirnar ekki góðar fyrir fyrirtæki á borð við Marel, sem sækja á Asíumarkað. Hann segir menn þó of upptekna af einstökum dögum og gleymi því að hlutabréf séu langtímafjárfesting. Aðspurður um framhaldið segir hann allverulega langt sund í annað hrun. „Í samhengi íslenska markaðarins er þetta ekki nema lítið brot af þeim hækkunum sem hafa átt sér stað það sem af er ári,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, en eftir gærdaginn nemur hækkun Úrvalsvísitölu kauphallarinnar nítján prósentum á árinu.Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands„Þetta er svolítið svakalegur dagur. Þetta eru meiriháttar lækkanir í Kína og svo sjáum við áhrifin og vigtina sem Kína hefur í viðbrögðum annarra markaða,“ segir Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka. „Þetta er einn stakur dagur, við höfum stundum séð virkilega svarta daga í kauphöllum heimsins og það sem er spennandi að sjá er annars vegar hvernig markaðurinn bregst við á morgun og hins vegar hvernig opinberir aðilar bregðast við.“ „Lækkunin í dag er í rauninni bara Ísland að fylgja erlendum mörkuðum og er engin ástæða til að halda að þetta sé fyrirboði hruns,“ bætir Björn við sem segist þó ekki ætla að draga úr því hve slæmur gærdagurinn var. Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Rauðar tölur blöstu við á skjáum kauphalla víða um heim í gær á degi sem fjölmiðlar innan lands sem utan kölluðu svartan mánudag. Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands lækkaði um 2,52 prósent eftir að mikil lækkun hlutabréfamarkaða í Kína smitaði út frá sér. Kauphöllin í Sjanghæ lækkaði um 8,49 prósent og var dagurinn sá svartasti, eða öllu heldur rauðasti, í kauphöllinni frá árinu 2007. Rauðar tölur eru gjarnan notaðar til að tákna verðlækkun hlutabréfa og lækkun vísitalna. Sjanghæ-vísitalan hafði hækkað um nærri sjötíu prósent frá áramótum en er sú lækkun nær öll gengin til baka í kjölfar mikils falls síðustu mánaða. Fallið í gær dró dilk á eftir sér og smitaði verulega út frá sér til annarra landa. Hlutabréfavísitölur helstu viðskiptavelda heimsins féllu, þó mismikið. Sérfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka segir fréttirnar ekki góðar fyrir fyrirtæki á borð við Marel, sem sækja á Asíumarkað. Hann segir menn þó of upptekna af einstökum dögum og gleymi því að hlutabréf séu langtímafjárfesting. Aðspurður um framhaldið segir hann allverulega langt sund í annað hrun. „Í samhengi íslenska markaðarins er þetta ekki nema lítið brot af þeim hækkunum sem hafa átt sér stað það sem af er ári,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, en eftir gærdaginn nemur hækkun Úrvalsvísitölu kauphallarinnar nítján prósentum á árinu.Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands„Þetta er svolítið svakalegur dagur. Þetta eru meiriháttar lækkanir í Kína og svo sjáum við áhrifin og vigtina sem Kína hefur í viðbrögðum annarra markaða,“ segir Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka. „Þetta er einn stakur dagur, við höfum stundum séð virkilega svarta daga í kauphöllum heimsins og það sem er spennandi að sjá er annars vegar hvernig markaðurinn bregst við á morgun og hins vegar hvernig opinberir aðilar bregðast við.“ „Lækkunin í dag er í rauninni bara Ísland að fylgja erlendum mörkuðum og er engin ástæða til að halda að þetta sé fyrirboði hruns,“ bætir Björn við sem segist þó ekki ætla að draga úr því hve slæmur gærdagurinn var.
Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun