Allverulega langt sund í annað hrun Þórgnýr Albert Einarsson skrifar 25. ágúst 2015 07:00 Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB. Rauðar tölur blöstu við á skjáum kauphalla víða um heim í gær á degi sem fjölmiðlar innan lands sem utan kölluðu svartan mánudag. Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands lækkaði um 2,52 prósent eftir að mikil lækkun hlutabréfamarkaða í Kína smitaði út frá sér. Kauphöllin í Sjanghæ lækkaði um 8,49 prósent og var dagurinn sá svartasti, eða öllu heldur rauðasti, í kauphöllinni frá árinu 2007. Rauðar tölur eru gjarnan notaðar til að tákna verðlækkun hlutabréfa og lækkun vísitalna. Sjanghæ-vísitalan hafði hækkað um nærri sjötíu prósent frá áramótum en er sú lækkun nær öll gengin til baka í kjölfar mikils falls síðustu mánaða. Fallið í gær dró dilk á eftir sér og smitaði verulega út frá sér til annarra landa. Hlutabréfavísitölur helstu viðskiptavelda heimsins féllu, þó mismikið. Sérfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka segir fréttirnar ekki góðar fyrir fyrirtæki á borð við Marel, sem sækja á Asíumarkað. Hann segir menn þó of upptekna af einstökum dögum og gleymi því að hlutabréf séu langtímafjárfesting. Aðspurður um framhaldið segir hann allverulega langt sund í annað hrun. „Í samhengi íslenska markaðarins er þetta ekki nema lítið brot af þeim hækkunum sem hafa átt sér stað það sem af er ári,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, en eftir gærdaginn nemur hækkun Úrvalsvísitölu kauphallarinnar nítján prósentum á árinu.Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands„Þetta er svolítið svakalegur dagur. Þetta eru meiriháttar lækkanir í Kína og svo sjáum við áhrifin og vigtina sem Kína hefur í viðbrögðum annarra markaða,“ segir Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka. „Þetta er einn stakur dagur, við höfum stundum séð virkilega svarta daga í kauphöllum heimsins og það sem er spennandi að sjá er annars vegar hvernig markaðurinn bregst við á morgun og hins vegar hvernig opinberir aðilar bregðast við.“ „Lækkunin í dag er í rauninni bara Ísland að fylgja erlendum mörkuðum og er engin ástæða til að halda að þetta sé fyrirboði hruns,“ bætir Björn við sem segist þó ekki ætla að draga úr því hve slæmur gærdagurinn var. Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Sjá meira
Rauðar tölur blöstu við á skjáum kauphalla víða um heim í gær á degi sem fjölmiðlar innan lands sem utan kölluðu svartan mánudag. Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands lækkaði um 2,52 prósent eftir að mikil lækkun hlutabréfamarkaða í Kína smitaði út frá sér. Kauphöllin í Sjanghæ lækkaði um 8,49 prósent og var dagurinn sá svartasti, eða öllu heldur rauðasti, í kauphöllinni frá árinu 2007. Rauðar tölur eru gjarnan notaðar til að tákna verðlækkun hlutabréfa og lækkun vísitalna. Sjanghæ-vísitalan hafði hækkað um nærri sjötíu prósent frá áramótum en er sú lækkun nær öll gengin til baka í kjölfar mikils falls síðustu mánaða. Fallið í gær dró dilk á eftir sér og smitaði verulega út frá sér til annarra landa. Hlutabréfavísitölur helstu viðskiptavelda heimsins féllu, þó mismikið. Sérfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka segir fréttirnar ekki góðar fyrir fyrirtæki á borð við Marel, sem sækja á Asíumarkað. Hann segir menn þó of upptekna af einstökum dögum og gleymi því að hlutabréf séu langtímafjárfesting. Aðspurður um framhaldið segir hann allverulega langt sund í annað hrun. „Í samhengi íslenska markaðarins er þetta ekki nema lítið brot af þeim hækkunum sem hafa átt sér stað það sem af er ári,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, en eftir gærdaginn nemur hækkun Úrvalsvísitölu kauphallarinnar nítján prósentum á árinu.Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands„Þetta er svolítið svakalegur dagur. Þetta eru meiriháttar lækkanir í Kína og svo sjáum við áhrifin og vigtina sem Kína hefur í viðbrögðum annarra markaða,“ segir Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka. „Þetta er einn stakur dagur, við höfum stundum séð virkilega svarta daga í kauphöllum heimsins og það sem er spennandi að sjá er annars vegar hvernig markaðurinn bregst við á morgun og hins vegar hvernig opinberir aðilar bregðast við.“ „Lækkunin í dag er í rauninni bara Ísland að fylgja erlendum mörkuðum og er engin ástæða til að halda að þetta sé fyrirboði hruns,“ bætir Björn við sem segist þó ekki ætla að draga úr því hve slæmur gærdagurinn var.
Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Sjá meira