Innlent

Álit Eftirlitsstofnunar EFTA engin endanleg niðurstaða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stefán Már segir álit ESA enga þýðingu hafa umfram lagaálit Lagastofnunar HÍ. Mynd/ Stefán.
Stefán Már segir álit ESA enga þýðingu hafa umfram lagaálit Lagastofnunar HÍ. Mynd/ Stefán.
Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, gerir ráð fyrir því að neyðarlögin fari fyrir EFTA dómstólinn og Mannréttindadómstól Evrópu.

Eftirlitsstofnun EFTA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forgangur sem innistæðum var veittur með neyðarlögunum fái staðist og að íslensk stjórnvöld höfðu rétt til að verja bankakerfið og almannaöryggi. Með öðrum orðum er tekið undir sjónarmið íslenskra stjórnvalda við setningu neyðarlaganna. Stefán Már segir að niðurstaðan sé í takti við lagaálit sem hafi verið skrifuð á vegum Lagastofnunar Háskóla Íslands á síðari hluta ársins 2008. Stefán Már tók þátt í að skrifa það álit. Hann segir að álit Eftirlitsstofnunar EFTA ekki hafa neina þýðingu umfram það álit

„Þetta er ekki dómstóll. Þetta er bara eftirlitsstofnun. Þetta er bara lögfræðiálit," segir Stefán Már. Hann segir að dómstólar gætu komist að allt annarri niðurstöðu. „Það er svo sem ágætt að þeir skuli vera sammála okkur en þetta er langt því frá að vera niðurstaða," segir Stefán Már.




Tengdar fréttir

Eftirlitsstofnun EFTA segir neyðarlögin halda

Eftirlitsstofnun EFTA fellst á sjónarmið íslenskra stjórnvalda varðandi lögmæti neyðarlaganna sem sett voru þann 6. október í fyrra. Tekið er fram að forgangur sem innistæðum var veittur fær staðist, að íslensk stjórnvöld höfðu rétt til að verja bankakerfið og almannaöryggi. Ekki er fjallað um hugsanlega mismunun milli innlendra og erlendra innistæðueigenda.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×