Álftir og gæsir gleypa í sig uppskeruna Jakob Bjarnar skrifar 14. október 2014 12:49 Álft yfir akri og Jón Páll Lorange. Fuglinn veldur gríðarlegu tjóni á kornökrum víða um land. Nýtt stafrænt matskerfi bænda á tjóni á kornökrum af völdum gæsa og álfta leiðir í ljós að fuglarnir valda miklu tjóni og sumstaðar altjóni. Allir þessir fuglastofnar eru í örum vexti og verða upplýsingarnar notaðar til að móta aðgerðir til að sporna við vandanum. Bændasamtökin í samstarfi við Umhverfisstofnun vinna að þessu og hafa nú þegar borist 110 tjónaskýrslur, að sögn Jóns Baldurs Lorange, verkefnisstjóra hjá Bændasamtökunum. „Við erum farin að sjá að þarna er greinilega um verulegt tjón að ræða hjá mörgum bændum. Það fer að vísu eftir svæðum á landinu. En, miðað við þessa skráningu sem er að koma inn er allt frá því að vera minniháttar tjón vegna bælingar og áts gæsa og álfta, yfir í að vera verulegt og jafnvel algjört tjón. Hundrað prósent. Þær gersamlega taka alla uppskeruna.“Hvernig farið þið að því að meta þetta svona nákvæmlega? „Bændur senda inn rafrænar tjónaskýrslur. Sem við settum upp í samvinnu við umhverfisstofnun og umhverfisráðuneytið. Þar eru gefnar upp nákvæmar upplýsingar um spildur, bændur verða að skrá inn tún sín, og við erum með það rafrænt miðlægt skráðar inn í kerfi sem heitir Jörð. Þar eru stafræn túnkort merkt við og þar kemur til dæmis fram hvaða ræktun er á túnunum og stærð á spildum og svo framvegis. Við erum líka að sjá hversu margir hektarar þetta eru þannig að það er hægt að meta tjónið. Svo skrá bændur inn tímabilið; hve mikið tjón er, hvort þetta er bæling eða át, hvaða fuglar þetta eru; álftir, grágæs, heiðargæs og svo framvegis og svo hvaða forvarnir bændur hafa reynt að nota,“ segir Jón Baldur. Í ráði er að halda þessu áfram á næsta ári til að móta aðferðir til forvarna og hugsanlegra skaðabóta í framtíðinni. Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira
Nýtt stafrænt matskerfi bænda á tjóni á kornökrum af völdum gæsa og álfta leiðir í ljós að fuglarnir valda miklu tjóni og sumstaðar altjóni. Allir þessir fuglastofnar eru í örum vexti og verða upplýsingarnar notaðar til að móta aðgerðir til að sporna við vandanum. Bændasamtökin í samstarfi við Umhverfisstofnun vinna að þessu og hafa nú þegar borist 110 tjónaskýrslur, að sögn Jóns Baldurs Lorange, verkefnisstjóra hjá Bændasamtökunum. „Við erum farin að sjá að þarna er greinilega um verulegt tjón að ræða hjá mörgum bændum. Það fer að vísu eftir svæðum á landinu. En, miðað við þessa skráningu sem er að koma inn er allt frá því að vera minniháttar tjón vegna bælingar og áts gæsa og álfta, yfir í að vera verulegt og jafnvel algjört tjón. Hundrað prósent. Þær gersamlega taka alla uppskeruna.“Hvernig farið þið að því að meta þetta svona nákvæmlega? „Bændur senda inn rafrænar tjónaskýrslur. Sem við settum upp í samvinnu við umhverfisstofnun og umhverfisráðuneytið. Þar eru gefnar upp nákvæmar upplýsingar um spildur, bændur verða að skrá inn tún sín, og við erum með það rafrænt miðlægt skráðar inn í kerfi sem heitir Jörð. Þar eru stafræn túnkort merkt við og þar kemur til dæmis fram hvaða ræktun er á túnunum og stærð á spildum og svo framvegis. Við erum líka að sjá hversu margir hektarar þetta eru þannig að það er hægt að meta tjónið. Svo skrá bændur inn tímabilið; hve mikið tjón er, hvort þetta er bæling eða át, hvaða fuglar þetta eru; álftir, grágæs, heiðargæs og svo framvegis og svo hvaða forvarnir bændur hafa reynt að nota,“ segir Jón Baldur. Í ráði er að halda þessu áfram á næsta ári til að móta aðferðir til forvarna og hugsanlegra skaðabóta í framtíðinni.
Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira