Aldraðir eiga að geta lifað með reisn Björgvin Guðmundsson skrifar 8. desember 2016 07:00 Ný ríkisstjórn verður að bæta kjör aldraðra og öryrkja verulega til viðbótar við þá litlu breytingu, sem samþykkt var á Alþingi áður en því var slitið fyrir kosningar. Þær breytingar, sem Alþingi samþykkti, byggðust á gömlum kröfum frá 2015 en þær eru löngu orðnar úreltar. Auk þess samþykkti Alþingi, að lífeyrisfólk ætti að fá hækkanir í tveimur áföngum, 2017 0g 2018. Það er allt of seint. Aldraðir og öryrkjar þurfa að fá sínar kjarabætur strax. Þegar þeir hafa aðeins um 200 þúsund kr. á mánuði eftir skatt er ekki unnt að bíða i mörg ár eftir kjarabótum. Þessar upphæðir duga ekki fyrir framfærslukostnaði.Þurfa 400 þús. fyrir skatt – 321 þúsund eftir skatt Staðan núna er þessi: Aldraðir og öryrkjar, sem aðeins hafa lífeyri frá TR, hafa aðeins 185 þúsund á mánuði eftir skatt, giftir en einhleypir hafa 207 þúsund kr. eftir skatt. Þessar upphæðir hækka í 195 þúsund kr. eftir skatt um áramót fyrir gifta og í 227 þúsund á mánuði eftir skatt fyrir einhleypa. Þetta eru svo lágar upphæðir, að þær duga ekki til framfærslu. Samkvæmt neyslukönnun Hagstofu er meðaltalsneysla einhleypinga 321 þúsund kr. á mánuði, án skatta. Þessi upphæð er lágmark fyrir lífeyrisþega; samsvarar 400 þúsund krónum á mánuði fyrir skatt.Draga þarf meira úr skerðingum Ný ríkisstjórn þarf að hækka lífeyrinn í þessa upphæð. Auk þess þarf að draga meira úr skerðingum tryggingalífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni. Að mínu mati og Félags eldri borgara í Reykjavík á að afnema skerðingar lífeyris TR vegna lífeyrissjóða og vegna tekna af vinnu og fjármagni í tveimur til þremur áföngum. Það er óeðlilegt að skerða lífeyri eldri borgara hjá almannatryggingum vegna þess að hann fái greiðslur úr lífeyrissjóði. Almannatryggingarnar eiga að vera viðbót við lífeyrissjóðinn. Þetta verður að leiðrétta. Það þolir enga bið. Aðrar skerðingar á einnig að afnema. Með nýjum lögum um almannatryggingar var skerðing aukin vegna atvinnutekna; frítekjumark lækkað úr 109 þúsund kr. á mánuði í 25 þúsund kr. Það er afturför. Margir eldri borgarar, sem hafa verið á vinnumarkaðnum, hafa stigið fram og skýrt frá því að þeir geti ekki haldið áfram vinnu eftir þessa miklu skerðingu. Vonandi hefur ný ríkisstjórn meiri skilning á kjörum eldri borgara en fráfarandi ríkisstjórn. Það er kominn tími til þess að stórbæta kjör aldraðra og öryrkja. Það á að hætta smáskammtalækningum og bæta kjörin það myndarlega, að aldraðir og öryrkjar geti lifað með reisn. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn verður að bæta kjör aldraðra og öryrkja verulega til viðbótar við þá litlu breytingu, sem samþykkt var á Alþingi áður en því var slitið fyrir kosningar. Þær breytingar, sem Alþingi samþykkti, byggðust á gömlum kröfum frá 2015 en þær eru löngu orðnar úreltar. Auk þess samþykkti Alþingi, að lífeyrisfólk ætti að fá hækkanir í tveimur áföngum, 2017 0g 2018. Það er allt of seint. Aldraðir og öryrkjar þurfa að fá sínar kjarabætur strax. Þegar þeir hafa aðeins um 200 þúsund kr. á mánuði eftir skatt er ekki unnt að bíða i mörg ár eftir kjarabótum. Þessar upphæðir duga ekki fyrir framfærslukostnaði.Þurfa 400 þús. fyrir skatt – 321 þúsund eftir skatt Staðan núna er þessi: Aldraðir og öryrkjar, sem aðeins hafa lífeyri frá TR, hafa aðeins 185 þúsund á mánuði eftir skatt, giftir en einhleypir hafa 207 þúsund kr. eftir skatt. Þessar upphæðir hækka í 195 þúsund kr. eftir skatt um áramót fyrir gifta og í 227 þúsund á mánuði eftir skatt fyrir einhleypa. Þetta eru svo lágar upphæðir, að þær duga ekki til framfærslu. Samkvæmt neyslukönnun Hagstofu er meðaltalsneysla einhleypinga 321 þúsund kr. á mánuði, án skatta. Þessi upphæð er lágmark fyrir lífeyrisþega; samsvarar 400 þúsund krónum á mánuði fyrir skatt.Draga þarf meira úr skerðingum Ný ríkisstjórn þarf að hækka lífeyrinn í þessa upphæð. Auk þess þarf að draga meira úr skerðingum tryggingalífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni. Að mínu mati og Félags eldri borgara í Reykjavík á að afnema skerðingar lífeyris TR vegna lífeyrissjóða og vegna tekna af vinnu og fjármagni í tveimur til þremur áföngum. Það er óeðlilegt að skerða lífeyri eldri borgara hjá almannatryggingum vegna þess að hann fái greiðslur úr lífeyrissjóði. Almannatryggingarnar eiga að vera viðbót við lífeyrissjóðinn. Þetta verður að leiðrétta. Það þolir enga bið. Aðrar skerðingar á einnig að afnema. Með nýjum lögum um almannatryggingar var skerðing aukin vegna atvinnutekna; frítekjumark lækkað úr 109 þúsund kr. á mánuði í 25 þúsund kr. Það er afturför. Margir eldri borgarar, sem hafa verið á vinnumarkaðnum, hafa stigið fram og skýrt frá því að þeir geti ekki haldið áfram vinnu eftir þessa miklu skerðingu. Vonandi hefur ný ríkisstjórn meiri skilning á kjörum eldri borgara en fráfarandi ríkisstjórn. Það er kominn tími til þess að stórbæta kjör aldraðra og öryrkja. Það á að hætta smáskammtalækningum og bæta kjörin það myndarlega, að aldraðir og öryrkjar geti lifað með reisn. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar