Viðskipti innlent

Alcoa semur við Boeing

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Alcoa hefur undirritað langtímasamning við bandaríska flugvélaframleiðandann Boeing um framleiðslu á margvíslegum íhlutum og álplötum í flugvélar Boeing.

Samningurinn er metinn á um einn milljarð Bandaríkjadala að því er fram kemur á heimasíðu Alcoa. Samningurinn er sá stærsti sem fyrirtækin hafa gert til þessa og felur hann einnig í sér umtalsvert samstarf um þróun á nýju, háþróuðu og léttara málmblendi í flugvélar Boeing.

„Samstarf Alcoa og Boeing er nú tryggt næstu 35 árin og við munum halda áfram samstarfi um þróun á nýjum og framúrskarandi tæknilausnum fyrir flugvélaiðnaðinn,“ segir Klaus Kleinfeld, forstjóri og stjórnarformaður Alcoa, um samninginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×