Viðskipti innlent

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins gegn Já felld úr gildi

ingvar haraldsson skrifar
Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já.
Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já. vísir/valli
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Já sé ekki skylt að veita samkeppnisaðilum aðgang að gagnagrunni félagsins undir kostnaðarverði.

Áfrýjunarnefndin hefur því fellt úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá 7. nóvember þess efnis.

Nefndin telur að ósannað sé að háttsemi Já hafi falið í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Auk þess hefur ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að sekta Já verið felld niður, en áður hafði Samkeppniseftirlitið sektað Já um 50 milljónir króna.

 

Niðurstaðan er í tilkynningu frá Já sögð vera fordæmisgefandi og hefur því áhrif á starfskilyrði allra íslenskra fyrirtækja sem sinna upplýsingaþjónustu og hafa fjárfest í uppbyggingu gagnagrunna hérlendis.

 

„Við fögnum þessari niðurstöðu, enda var ákvörðun Samkeppniseftirlitsins einsdæmi í Evrópu. Áður hafði Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála staðfest að það væri hlutverk símafyrirtækjanna, ekki Já, að selja símanúmeraupplýsingar í heildsölu“  segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já, í tilkynningu frá fyrirtækinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×