Innlent

Ákærður fyrir hótanir gegn lögreglustjóra

Sveinn Arnarsson skrifar
Páley Borgþórsdóttir
Páley Borgþórsdóttir
Maður hefur verið ákærður fyrir að hóta Páleyju Bergþórsdóttur, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, barsmíðum og öðrum lögreglumanni á vakt þann 7. september 2015 lífláti.

Einnig hafði hann umrætt kvöld brotið gegn valdstjórninni með því að taka lögreglumanninn hálstaki og ná honum niður í jörðina þannig að áverkar hlutust af.

Þegar á lögreglustöðina kom á ákærði að hafa sagst vita hvar lögreglumennirnir ættu heima og að hann ætti vini sem þeir ættu að vita hvers væru megnugir.

Verði maðurinn fundinn sekur getur hann átt yfir höfði sér fangelsisdóm. Refsiramminn veitir heimild til að fangelsa menn í sex ár fyrir slík brot.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×