Akademían er æf vegna orða Sigmundar Davíðs Jakob Bjarnar skrifar 22. febrúar 2016 11:13 Sigmundur Davíð er ekki hátt skrifaður innan háskólasamfélagsins þessa stundina, nema síður sé. „Þetta er svo yfirgengilegt að það er vart annað hægt en telja dagana til loka kjörtímabilsins,“ segir Gylfi Magnússon dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, á Facebooksíðu sinni.Tilefnið eru orð Sigmundur Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra þess efnis að hætt sé við því að ákvörðun HÍ um að leggja af nám á Laugarvatni muni „gera út af við sameinginar eða aukið samstarf HÍ við menntastofnanir á landsbyggðinni. Þetta mun væntanlega kalla á að fjárveitingum verður í auknum mæli beint til skóla á landsbyggðinni á þeirra eigin forsendum.“ Þessi orð féllu um helgina og hafa menntamenn innan akademíunnar og utan, prófessorar og doktorar sem alla jafna gæta orða sinna geta ekki leynt því hversu mjög þessi orð Sigmundar Davíðs fara fyrir brjóstið á þeim.Fletti upp orðinu popúlisti í slangurorðabókFlestir túlka þessi orð Sigmundar Davíðs sem hreinar og klárar hótanir. Meðal þeirra er Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, á Fb-síðu nafna síns: „Skrítið með svona, hefði ekki verið nær að forsætisráðherra hefði haft forgöngu um að veita einhverju fé til þess að hægt væri að reka þessa einingu? Bæta síðan við styrkjum til að nemendur geti verið á heimavist o.s.frv. fremur en koma með svona skrýtnar hótanir?“ Jón Atli Benediktsson rektor hefur svarað ummælum forsætisráðherra með grein sem Vísir birti og fjallaði um. En, menn innan akademíunnar, sem alla jafna eru orðvarir, spara sig hvergi. Þannig segir doktor Magni Þór Pálsson, enn af síðu Gylfa Magnússonar: „Fletti upp á orðinu „popúlisti“ í Slangurorðabókinni rétt í þessu. Þar var ekkert nema þessi mynd.“ Og Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir einfaldlega: „Hrifla endurfædd!“Minnir á stjórnarfar í alræðisríkjumMenn innan háskólasamfélagsins telja sem sagt hér um ákaflega alvarlegar yfirlýsingar að ræða. Eiríkur Rögnvaldsson er prófessor í íslenskri málfræði, og honum er ekki skemmt. Hann segist, á Facebooksíðu sinni, skilja vel að skiptar skoðanir séu um flutning náms frá Laugarvatni til Reykjavíkur. „En í lögum um opinbera háskóla segir: „Háskóli er sjálfstæð menntastofnun“ og „Stjórn háskóla er falin háskólaráði og rektor. Háskólaráð markar heildarstefnu í kennslu og rannsóknum og mótar skipulag háskóla“. Það er alvarlegt mál að hóta skertum fjárveitingum vegna einstakra ákvarðana háskólaráðs. Það minnir á stjórnarfar í alræðisríkjum.“ Magnús Karl Magnússon er prófessor í læknadeild og hann er einn margra sem fordæmir orð Sigmundar Davíðs; segir framkomu af þessu tagi hreinlega ekki ganga upp í lýðræðissamfélagi: „Forsætisráðherra er formaður Vísinda- og tækniráðs sem setur stefnu í vísindamálum þjóðarinnar. Nú hótar hann að svelta enn frekar háskóla á höfuðborgarsvæðinu þegar teknar eru rökstuddar ákvarðanir sem eru ekki ráðherranum að skapi. Slíkt gengur ekki í lýðræðissamfélagi.“ Þetta eru aðeins nokkur dæmi um orð sem hafa fallið meðal háskólafólks, þau eru talsvert fleiri þannig að víst má telja að forsætisráðherra sé ekki ofarlega skrifaður innan akademíunnar um þessar mundir. Tengdar fréttir Sigmundur segir ákvörðun háskólans kalla á að fjárveitingum verði beint til skóla á landsbyggðinni „Menntastofnanir eru á meðal mikilvægustu innviða samfélagsins og þeir innviðir þurfa að vera traustir um allt land,“ skrifar ráðherrann. 20. febrúar 2016 13:37 Rektor segir nemendafjöldann á Laugarvatni þurfa að þrefaldast til að námið beri sig „Háskólanum er sniðinn þröngur stakkur fjárhagslega vegna langvarandi undirfjármögnunar,“ skrifar Jón Atli Benediktsson rektor. 20. febrúar 2016 17:16 Sóknarfæri í íþrótta- og heilsufræði "Málefni íþrótta- og heilsufræðinnar hafa verið til ítarlegrar skoðunar innan Háskóla Íslands undanfarin misseri því lengi hefur verið ljóst að gera þyrfti breytingar á starfseminni vegna minnkandi aðsóknar í námið á Laugarvatni.“ 20. febrúar 2016 17:06 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
„Þetta er svo yfirgengilegt að það er vart annað hægt en telja dagana til loka kjörtímabilsins,“ segir Gylfi Magnússon dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, á Facebooksíðu sinni.Tilefnið eru orð Sigmundur Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra þess efnis að hætt sé við því að ákvörðun HÍ um að leggja af nám á Laugarvatni muni „gera út af við sameinginar eða aukið samstarf HÍ við menntastofnanir á landsbyggðinni. Þetta mun væntanlega kalla á að fjárveitingum verður í auknum mæli beint til skóla á landsbyggðinni á þeirra eigin forsendum.“ Þessi orð féllu um helgina og hafa menntamenn innan akademíunnar og utan, prófessorar og doktorar sem alla jafna gæta orða sinna geta ekki leynt því hversu mjög þessi orð Sigmundar Davíðs fara fyrir brjóstið á þeim.Fletti upp orðinu popúlisti í slangurorðabókFlestir túlka þessi orð Sigmundar Davíðs sem hreinar og klárar hótanir. Meðal þeirra er Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, á Fb-síðu nafna síns: „Skrítið með svona, hefði ekki verið nær að forsætisráðherra hefði haft forgöngu um að veita einhverju fé til þess að hægt væri að reka þessa einingu? Bæta síðan við styrkjum til að nemendur geti verið á heimavist o.s.frv. fremur en koma með svona skrýtnar hótanir?“ Jón Atli Benediktsson rektor hefur svarað ummælum forsætisráðherra með grein sem Vísir birti og fjallaði um. En, menn innan akademíunnar, sem alla jafna eru orðvarir, spara sig hvergi. Þannig segir doktor Magni Þór Pálsson, enn af síðu Gylfa Magnússonar: „Fletti upp á orðinu „popúlisti“ í Slangurorðabókinni rétt í þessu. Þar var ekkert nema þessi mynd.“ Og Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir einfaldlega: „Hrifla endurfædd!“Minnir á stjórnarfar í alræðisríkjumMenn innan háskólasamfélagsins telja sem sagt hér um ákaflega alvarlegar yfirlýsingar að ræða. Eiríkur Rögnvaldsson er prófessor í íslenskri málfræði, og honum er ekki skemmt. Hann segist, á Facebooksíðu sinni, skilja vel að skiptar skoðanir séu um flutning náms frá Laugarvatni til Reykjavíkur. „En í lögum um opinbera háskóla segir: „Háskóli er sjálfstæð menntastofnun“ og „Stjórn háskóla er falin háskólaráði og rektor. Háskólaráð markar heildarstefnu í kennslu og rannsóknum og mótar skipulag háskóla“. Það er alvarlegt mál að hóta skertum fjárveitingum vegna einstakra ákvarðana háskólaráðs. Það minnir á stjórnarfar í alræðisríkjum.“ Magnús Karl Magnússon er prófessor í læknadeild og hann er einn margra sem fordæmir orð Sigmundar Davíðs; segir framkomu af þessu tagi hreinlega ekki ganga upp í lýðræðissamfélagi: „Forsætisráðherra er formaður Vísinda- og tækniráðs sem setur stefnu í vísindamálum þjóðarinnar. Nú hótar hann að svelta enn frekar háskóla á höfuðborgarsvæðinu þegar teknar eru rökstuddar ákvarðanir sem eru ekki ráðherranum að skapi. Slíkt gengur ekki í lýðræðissamfélagi.“ Þetta eru aðeins nokkur dæmi um orð sem hafa fallið meðal háskólafólks, þau eru talsvert fleiri þannig að víst má telja að forsætisráðherra sé ekki ofarlega skrifaður innan akademíunnar um þessar mundir.
Tengdar fréttir Sigmundur segir ákvörðun háskólans kalla á að fjárveitingum verði beint til skóla á landsbyggðinni „Menntastofnanir eru á meðal mikilvægustu innviða samfélagsins og þeir innviðir þurfa að vera traustir um allt land,“ skrifar ráðherrann. 20. febrúar 2016 13:37 Rektor segir nemendafjöldann á Laugarvatni þurfa að þrefaldast til að námið beri sig „Háskólanum er sniðinn þröngur stakkur fjárhagslega vegna langvarandi undirfjármögnunar,“ skrifar Jón Atli Benediktsson rektor. 20. febrúar 2016 17:16 Sóknarfæri í íþrótta- og heilsufræði "Málefni íþrótta- og heilsufræðinnar hafa verið til ítarlegrar skoðunar innan Háskóla Íslands undanfarin misseri því lengi hefur verið ljóst að gera þyrfti breytingar á starfseminni vegna minnkandi aðsóknar í námið á Laugarvatni.“ 20. febrúar 2016 17:06 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Sigmundur segir ákvörðun háskólans kalla á að fjárveitingum verði beint til skóla á landsbyggðinni „Menntastofnanir eru á meðal mikilvægustu innviða samfélagsins og þeir innviðir þurfa að vera traustir um allt land,“ skrifar ráðherrann. 20. febrúar 2016 13:37
Rektor segir nemendafjöldann á Laugarvatni þurfa að þrefaldast til að námið beri sig „Háskólanum er sniðinn þröngur stakkur fjárhagslega vegna langvarandi undirfjármögnunar,“ skrifar Jón Atli Benediktsson rektor. 20. febrúar 2016 17:16
Sóknarfæri í íþrótta- og heilsufræði "Málefni íþrótta- og heilsufræðinnar hafa verið til ítarlegrar skoðunar innan Háskóla Íslands undanfarin misseri því lengi hefur verið ljóst að gera þyrfti breytingar á starfseminni vegna minnkandi aðsóknar í námið á Laugarvatni.“ 20. febrúar 2016 17:06