Viðskipti innlent

Ágúst nýr formaður FLE

Atli Ísleifsson skrifar
H. Ágúst Jóhannesson með embættiskeðjuna góðu.
H. Ágúst Jóhannesson með embættiskeðjuna góðu. FLE
H. Ágúst Jóhannesson, endurskoðandi hjá KPMG, var kosinn nýr formaður Félags löggiltra endurskoðenda á aðalfundi félagsins í síðasta mánuði.

Í tilkynningu frá félaginu segir að Ágúst sé fæddur árið 1960 í Reykjavík og fékk löggildingu sem endurskoðandi árið 1999.

„Hann hefur starfað hjá BDO Endurskoðun ehf, Ernst & Young og sem löggiltur endurskoðandi hjá KPMG frá 1999 og meðeigandi frá 2001. Ágúst hefur gegnt embætti varaformanns hjá félaginu síðastliðin tvö starfsár. Félagið óskar honum til hamingju með stöðuna og býður hann velkominn til starfa, um leið og Margréti Pétursdóttur, fráfarandi formanni eru færðar þakkir fyrir gott framlag hennar til félagins undanfarin ár.

Á ársþingi NRF, Norræna endurskoðendasambandinu sem haldið var í Þrándheimi í ágúst síðastliðinn tók Ísland við formennsku sambandsins. Ágúst er því líka formaður NRF næstu tvö árin.

Bryndís Björk Guðjónsdóttir endurskoðandi hjá PwC er nýr varaformaður félagsins. Aðrir í stjórn félagsins eru Guðni Þór Gunnarsson, Sif Einarsdóttir og Anna Kristín Traustadóttir. Úr stjórn gekk Ljósbrá Baldursdóttir hjá PwC og er henni sömuleiðis færðar þakkir fyrir vinnu hennar í þágu félagsins,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×