Erlent

Afturkalla viðvörun vegna mögulegs ebólusmits í Berlín

Atli Ísleifsson skrifar
Konan hafði nýverið komið til Þýskalands frá heimalandi sínu þar sem hún hafði verið í samskiptum við ebólusmitaða.
Konan hafði nýverið komið til Þýskalands frá heimalandi sínu þar sem hún hafði verið í samskiptum við ebólusmitaða. Vísir/AFP
Þýsk yfirvöld hafa afturkallað viðvörun eftir að grunur um tilfelli af ebólu kom upp í Berlín fyrr í dag.

Berliner Morgenpost greindi síðdegis frá því að sérfræðingar á sjúkrahúsinu geri ráð fyrir að konan sé með magasýningu, en blóð konunnar verður engu að síður rannsakað til að mögulegt sé að útiloka ebólusýkingu.

Þrítug kona frá Vestur-Afríku hné niður á miðstöð fyrir atvinnuleitendur í hverfinu Prenzlauer Berg um hádegisbil. Konan hafði nýverið komið til Þýskalands frá heimalandi sínu þar sem hún hafði verið í samskiptum við ebólusmitaða.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×