Afstaða Ásmundar samræmist ekki stefnu flokksins Hjörtur Hjartarson skrifar 13. janúar 2015 19:42 Afstaða Ásmundar Friðrikssonar samræmist ekki stefnu Sjálfstæðisflokksins, segir þingflokksformaður Sjálfstæðismanna. Hún segist þó virða rétt þingmannsins til að tjá skoðanir sínar. Ásmundur velti fyrir sér hvort ekki væri rétt að athuga bakgrunn þeirra 1500 múslima sem búa hér á landi.Ásmundur, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins spurði einnig á Facebook síðu sinni hvort ekki væri rétt að kanna hvort þeir múslimar sem hér búa hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna í Afghanistan eða Sýrlandi. Þar með leggur hann í raun til að teknar verða upp forvirkar rannsóknir, eitthvað sem samræmist ekki íslenskum lögum. „Auðvitað í hjarta mínu átti ég við það að við eigum að verja okkur fyrir öllum öfgahópum, sama hvaða trúarbrögð þeir aðhyllast og hvers litarháttar þeir hafa,“ segir Ásmundur. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata segir það hinsvegar á enga hátt betra. „Það að brjóta á öllum frekar en að brjóta á einum er ekki endilega góð málsvörn að mínu mati,“ segir Helgi.„Er ekki óvarlega talað eins og þú gerðir í gær?“„Jújú, það getur verið að það hafi verið óvarlega talað, ég er búinn að taka undir það. En ég segi, tökum umræðuna og verum ekki svona feimin við það,“ segir Ásmundur.„Erum við ekki búin að missa tök á umræðunni nú þegar?“„Ég hef nú bara reynt að vera sallarólegur yfir þessu og bara staðið við það sem ég sagði.“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Ríkharðsdóttir er ósammála Ásmundi og segir orð hans ekki samræmast stefnu flokksins „Í þessu tilfelli held ég að þingmaðurinn hafi komist óheppilega að orði. Ég er ekki sammála honum í því sem hann leggur þarna til. En ég bið fólk samt um að virða tjáningafrelsið.“Eigum við að bera virðingu fyrir því þegar fólk talar um að brjóta mannréttindi?„Nei, ég er ekki heldur að tala um það að við eigum að taka þannig til orða. Við verðum samt að virða það þó við séum ósammála ýmsu af því sem fram kemur, þá verðum við að virða tjáningafrelsið,“ segir Ragnheiður. Rúmlega þrjú hundruð manns hafa látið sér líka við Facebook síðu öfgasamtakanna PEGIDA á Íslandi. Hreyfingin er þýsk að uppruna og berst gegn meintum íslömskum áhrifum í Evrópu. Helgi Hrafn segir þetta og orð Ásmundar akkúrat það sem hryðjuverkamennirnir í Frakklandi vildu. „Þeir vildu gera múslimum erfiðara að búa í friði í vestrænum löndum. Þeir vildu fá nákvæmlega þessa umræðu, þessa togstreitu. Og það syrgir mig að sjá hana verða að veruleika,“ segir Helgi Hrafn. Sérðu eftir þessari færslu?„Nei, ég sé ekkert eftir færslunni,“ segir Ásmundur. Tengdar fréttir „Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14 Ungir sjálfstæðismenn vilja að Ásmundur biðji múslíma afsökunar Segja virkilega óviðeigandi og til umhugsunar að maður sem á sæti á æðstu stofnun Íslendinga láti ummæli sem þessi falla. 13. janúar 2015 12:37 Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira
Afstaða Ásmundar Friðrikssonar samræmist ekki stefnu Sjálfstæðisflokksins, segir þingflokksformaður Sjálfstæðismanna. Hún segist þó virða rétt þingmannsins til að tjá skoðanir sínar. Ásmundur velti fyrir sér hvort ekki væri rétt að athuga bakgrunn þeirra 1500 múslima sem búa hér á landi.Ásmundur, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins spurði einnig á Facebook síðu sinni hvort ekki væri rétt að kanna hvort þeir múslimar sem hér búa hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna í Afghanistan eða Sýrlandi. Þar með leggur hann í raun til að teknar verða upp forvirkar rannsóknir, eitthvað sem samræmist ekki íslenskum lögum. „Auðvitað í hjarta mínu átti ég við það að við eigum að verja okkur fyrir öllum öfgahópum, sama hvaða trúarbrögð þeir aðhyllast og hvers litarháttar þeir hafa,“ segir Ásmundur. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata segir það hinsvegar á enga hátt betra. „Það að brjóta á öllum frekar en að brjóta á einum er ekki endilega góð málsvörn að mínu mati,“ segir Helgi.„Er ekki óvarlega talað eins og þú gerðir í gær?“„Jújú, það getur verið að það hafi verið óvarlega talað, ég er búinn að taka undir það. En ég segi, tökum umræðuna og verum ekki svona feimin við það,“ segir Ásmundur.„Erum við ekki búin að missa tök á umræðunni nú þegar?“„Ég hef nú bara reynt að vera sallarólegur yfir þessu og bara staðið við það sem ég sagði.“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Ríkharðsdóttir er ósammála Ásmundi og segir orð hans ekki samræmast stefnu flokksins „Í þessu tilfelli held ég að þingmaðurinn hafi komist óheppilega að orði. Ég er ekki sammála honum í því sem hann leggur þarna til. En ég bið fólk samt um að virða tjáningafrelsið.“Eigum við að bera virðingu fyrir því þegar fólk talar um að brjóta mannréttindi?„Nei, ég er ekki heldur að tala um það að við eigum að taka þannig til orða. Við verðum samt að virða það þó við séum ósammála ýmsu af því sem fram kemur, þá verðum við að virða tjáningafrelsið,“ segir Ragnheiður. Rúmlega þrjú hundruð manns hafa látið sér líka við Facebook síðu öfgasamtakanna PEGIDA á Íslandi. Hreyfingin er þýsk að uppruna og berst gegn meintum íslömskum áhrifum í Evrópu. Helgi Hrafn segir þetta og orð Ásmundar akkúrat það sem hryðjuverkamennirnir í Frakklandi vildu. „Þeir vildu gera múslimum erfiðara að búa í friði í vestrænum löndum. Þeir vildu fá nákvæmlega þessa umræðu, þessa togstreitu. Og það syrgir mig að sjá hana verða að veruleika,“ segir Helgi Hrafn. Sérðu eftir þessari færslu?„Nei, ég sé ekkert eftir færslunni,“ segir Ásmundur.
Tengdar fréttir „Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14 Ungir sjálfstæðismenn vilja að Ásmundur biðji múslíma afsökunar Segja virkilega óviðeigandi og til umhugsunar að maður sem á sæti á æðstu stofnun Íslendinga láti ummæli sem þessi falla. 13. janúar 2015 12:37 Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira
„Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14
Ungir sjálfstæðismenn vilja að Ásmundur biðji múslíma afsökunar Segja virkilega óviðeigandi og til umhugsunar að maður sem á sæti á æðstu stofnun Íslendinga láti ummæli sem þessi falla. 13. janúar 2015 12:37
Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12