Viðskipti innlent

Afkoma Icelandair umfram væntingar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgólfur Jóhannsson segir að mikil aukning farþega í millilandaflugi og góð nýting hótela skýri bætta afkomu.
Björgólfur Jóhannsson segir að mikil aukning farþega í millilandaflugi og góð nýting hótela skýri bætta afkomu. vísir/gva
„Afkoma á fyrsta ársfjórðungi var umfram áætlanir okkar og töluvert umfram afkomu fyrsta ársfjórðungs 2014. Helstu skýringar eru mikil aukning farþega í millilandaflugi og góð nýting bæði í fluginu og á hótelum félagsins,“ segir Björgólfur Jóhannsson. Engu að síður var tap á rekstrinum á tímabilinu.

Reikningar félagsins fyrir tímabilið 1. Janúar til 31. Mars var birt í Kauphöll Íslands fyrir stundu. Samkvæmt uppgjörinu var EBITDA neikvæð um 2,3 milljónir USD en var neikvæð um 13,3 milljónir USD á fyrsta ársfjórðungi 2014. Flutningatekjur jukust um 6 prósent en heildartekjur drógust saman um 3 prósent. Tap félagsins eftir skatta nam 14,5 milljónum dala.

Viðskipti með bréf félagsins námu 270 milljónum króna í dag og hækkuðu bréf félagsins um 0,47 prósent. Gengi bréfa er nú 21,35 krónur á hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×