Afar fáir að störfum í kynferðisbrotadeild Snærós Sindradóttir skrifar 17. október 2016 06:45 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að tuttugu nýir lögreglumenn hafi verið ráðnir inn í almennu deildina nýverið. Það skapi rými til að fjölga í öðrum deildum. vísir/stefán Aðeins fjórir lögreglumenn sinna rannsóknum í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana vegna langvarandi manneklu og veikinda. Fyrir skömmu bættust sumarleyfi starfsmanna ofan á veikindin og þá voru tveir rannsakendur að störfum. Tæplega 200 ný mál hafa komið á borð deildarinnar frá áramótum.Fréttablaðið óskaði eftir upplýsingum um hversu mörgum málum væri ólokið á borði kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en án árangurs. Þó fengust tölur um ný mál á þessu ári sem sýna svart á hvítu miklar annir hjá deildinni. „Það voru 36 brot tilkynnt í júlí sem er sumarleyfistími og þá fáum við engan mannskap,“ segir Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildarinnar. Árni Þór segir að deildin, sem sé aðeins skipuð sex rannsakendum þegar fullmannað er í allar stöður, verði of fáliðuð þegar forföll verða. „Við höfum reynt að styrkja þessa deild og vonum að það gangi eftir. Þetta er langvarandi niðurskurður sem á við lögregluna í heild og vonandi verður tekið á.“ Ef rýnt er í tölur um nýtilkynnt mál til lögreglu sést að langflest brotin eru tilkynnt strax í kjölfar þess að þau eru framin. Í júlí höfðu þrjátíu mál af 36 komið upp þann mánuðinn en sex tilkynntra mála voru eldri. Júní var líka mjög erilsamur mánuður hjá kynferðisbrotadeildinni en þá var tilkynnt um 27 mál í heildina, þar af 24 sem voru nýskeð. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að allt kapp sé lagt á að fjölga starfsfólki lögreglunnar. Nýlega hafi tuttugu manns verið ráðnir inn í almennu deildina og verið sé að reyna að færa fólk á milli deilda til að fjölga í kynferðisbrotadeildinni. „Við erum að reyna að fá fleira fólk en það er hörgull á lögreglumönnum vegna þess að það útskrifuðust bara sextán úr Lögregluskólanum núna. Það vantar á alla staði. Við viljum gjarnan gera betur og viljum að kynferðisbrotadeildin njóti forgangs. En það eru ekki allir sem passa inn í kynferðisbrotadeildina. Við viljum fá reynt og gott fólk þarna inn og erum að vinna í því.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lögreglumenn segjast ekki geta tryggt öryggi líkt og staðan er nú Lögreglumenn á Norðurlandi vestra lýsa yfir áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. 8. október 2016 14:05 Lögreglumenn sækja í önnur störf vegna álags Frá árinu 2007 hefur lögreglumönnum á landinu fækkað um hundrað. Samtímis hefur fólki fjölgað á landinu. Rannsóknarlögreglumaður telur að málaflokkurinn sé löngu komin yfir þolmörk og lögreglumenn muni leita annað. 12. október 2016 06:00 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Aðeins fjórir lögreglumenn sinna rannsóknum í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana vegna langvarandi manneklu og veikinda. Fyrir skömmu bættust sumarleyfi starfsmanna ofan á veikindin og þá voru tveir rannsakendur að störfum. Tæplega 200 ný mál hafa komið á borð deildarinnar frá áramótum.Fréttablaðið óskaði eftir upplýsingum um hversu mörgum málum væri ólokið á borði kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en án árangurs. Þó fengust tölur um ný mál á þessu ári sem sýna svart á hvítu miklar annir hjá deildinni. „Það voru 36 brot tilkynnt í júlí sem er sumarleyfistími og þá fáum við engan mannskap,“ segir Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildarinnar. Árni Þór segir að deildin, sem sé aðeins skipuð sex rannsakendum þegar fullmannað er í allar stöður, verði of fáliðuð þegar forföll verða. „Við höfum reynt að styrkja þessa deild og vonum að það gangi eftir. Þetta er langvarandi niðurskurður sem á við lögregluna í heild og vonandi verður tekið á.“ Ef rýnt er í tölur um nýtilkynnt mál til lögreglu sést að langflest brotin eru tilkynnt strax í kjölfar þess að þau eru framin. Í júlí höfðu þrjátíu mál af 36 komið upp þann mánuðinn en sex tilkynntra mála voru eldri. Júní var líka mjög erilsamur mánuður hjá kynferðisbrotadeildinni en þá var tilkynnt um 27 mál í heildina, þar af 24 sem voru nýskeð. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að allt kapp sé lagt á að fjölga starfsfólki lögreglunnar. Nýlega hafi tuttugu manns verið ráðnir inn í almennu deildina og verið sé að reyna að færa fólk á milli deilda til að fjölga í kynferðisbrotadeildinni. „Við erum að reyna að fá fleira fólk en það er hörgull á lögreglumönnum vegna þess að það útskrifuðust bara sextán úr Lögregluskólanum núna. Það vantar á alla staði. Við viljum gjarnan gera betur og viljum að kynferðisbrotadeildin njóti forgangs. En það eru ekki allir sem passa inn í kynferðisbrotadeildina. Við viljum fá reynt og gott fólk þarna inn og erum að vinna í því.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lögreglumenn segjast ekki geta tryggt öryggi líkt og staðan er nú Lögreglumenn á Norðurlandi vestra lýsa yfir áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. 8. október 2016 14:05 Lögreglumenn sækja í önnur störf vegna álags Frá árinu 2007 hefur lögreglumönnum á landinu fækkað um hundrað. Samtímis hefur fólki fjölgað á landinu. Rannsóknarlögreglumaður telur að málaflokkurinn sé löngu komin yfir þolmörk og lögreglumenn muni leita annað. 12. október 2016 06:00 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Lögreglumenn segjast ekki geta tryggt öryggi líkt og staðan er nú Lögreglumenn á Norðurlandi vestra lýsa yfir áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. 8. október 2016 14:05
Lögreglumenn sækja í önnur störf vegna álags Frá árinu 2007 hefur lögreglumönnum á landinu fækkað um hundrað. Samtímis hefur fólki fjölgað á landinu. Rannsóknarlögreglumaður telur að málaflokkurinn sé löngu komin yfir þolmörk og lögreglumenn muni leita annað. 12. október 2016 06:00