Aðstandendur Extreme Chill: Lögregla hélt hátíðargestum í heljagreipum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. ágúst 2015 19:38 Lögreglan hélt uppi markvissu eftirliti á hátíðinni. Vísir/Vilhelm Skipuleggjendur og aðstandendur Extreme Chill Festival sem haldin var um helgina á Hellissandi eru mjög ósáttir við vinnubrögð lögreglunnar og saka hana um að hafa haldið „hátíðargestum í heljargreipum“. Í yfirlýsingu frá aðstandendum Extreme Chill Festival kemur fram megn óánægja með vinnubrögð lögreglunnar. „Í ár hélt lögreglan hátíðargestum okkar í heljargreipum frá því að þeir komu á svæðið, og fór að okkar mati offari. Við tókum á móti fjölda fólks í áfalli í anddyri hátíðarsvæðisins sem treysti sér ekki aftur á tjaldsvæðið sökum ágangs og valdníðslu lögreglumanna að þeirra sögn.“ Líkt og fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi komu 29 fíkniefnamál upp um helgina hjá Lögreglunni á Vesturlandi. Jafnframt segir að flest þeirra hafi verið tengd gestum tónleikanna Extreme Chill Festival.Segja að lögreglunni hafi verið boðið á svæðið Í yfirlýsingunni segir að lögreglunni hafi verið boðið inn á svæðið af aðstandendum hátíðarinnar en að hún hafi haft meiri áhuga á því hvað væri á seyði innan veggja félagsheimilsins Rastar á Hellisandi. „Lögregla mætti á hátíðarsvæðið seint á laugardagskvöld og var boðið inn af aðstandendum til þess að kynna sér hvað þar færi fram en vildu ekki þiggja boðið heldur frekar gægjast inn um glugga félagsheimilisins þar sem gestir sátu við borð og á gólfum félagsheimilisins við kertaljós og ilm reykkelsa að njóta ljúfra tóna og lifandi myndlistar á veggjum félagsheimilisins.“Sjá einnig: 29 fíkniefnamál á 200 manna hátíð. Telja skipuleggjendur að þau fíkniefnabrot sem lögreglan hafi talað um í yfirlýsingu sinni hafi ekki verið framin á tónleikasvæði hátíðarinnar. „Þessi aðför lögreglunnar að hátíðinni kom okkur algjörlega í opna skjöldu og erum við miður okkar og í áfalli vegna þessa. Þess má geta að fíkniefnabrot sem getið er í fjölmiðlum voru framin á tjaldsvæði bæjarfélagsins en ekki á hátíðarsvæðinu.“ Hyggjast aðstandendur hátíðarinnar leita réttar síns vegna þessa máls og hafa leitað til Snarrótarinnar, samtaka um borgaraleg réttindi, um aðstoð. „Í skoðun eru nokkur myndbrot sem tekin voru á tjaldsvæðinu þar sem hugsanlega ólöglegar aðgerðir lögreglu voru teknar upp af hátíðargestum og hafa aðstandendur hátíðarinnar fengið formann Snarrótarinnar, samtök um borgaraleg réttindin í lið með sér til að skoða einstaka atvik og mun einnig leita eftir lögfræðiáliti til að meta hvort málið verður tekið lengra.“ Yfirlýsing frá aðstandendum Extreme Chill Festival í heild sinni:„Vegna fréttaflutnings fjölmiðla í dag 10.ágúst af "Extreme Chill Festival" sem haldin var 7.-9.ágúst s.l. langar okkur aðstandendum hátíðarinnar að koma á framfæri okkar hlið og upplifun af viðbrögðum lögreglu á tónlistarhátíð okkar í félagsheimilinu Röst á Hellissandi s.l. helgi. Hátíðin sem hefur verið haldin frá árinu 2009 hefur alltaf farið fram í góðri samvinnu við bæjarfélagið og lögreglu fram að þessu. Aldrei hafa komið fram ofbeldismál eða önnur lögreglumál á hátíðinni sem er lítil 200 manna raftónlistarhátíð þar sem koma fram 25 framúrskarandi listamenn á sínu sviði bæði erlendir og innlendir. Í ár hélt lögreglan hátíðargestum okkar í heljargreipum frá því að þeir komu á svæðið, og fór að okkar mati offari. Við tókum á móti fjölda fólks í áfalli í anddyri hátíðarsvæðisins sem treysti sér ekki aftur á tjaldsvæðið sökum ágangs og valdníðslu lögreglumanna að þeirra sögn. Lögregla mætti á hátíðarsvæðið seint á laugardagskvöld og var boðið inn af aðstandendum til þess að kynna sér hvað þar færi fram en vildu ekki þiggja boðið heldur frekar gægjast inn um glugga félagsheimilisins þar sem gestir sátu við borð og á gólfum félagsheimilisins við kertaljós og ilm reykkelsa að njóta ljúfra tóna og lifandi myndlistar á veggjum félagsheimilisins. Þessi aðför lögreglunnar að hátíðinni kom okkur algjörlega í opna skjöldu og erum við miður okkar og í áfalli vegna þessa. Þess má geta að fíkniefnabrot sem getið er í fjölmiðlum voru framin á tjaldsvæði bæjarfélagsins en ekki á hátíðarsvæðinu. Í skoðun eru nokkur myndbrot sem tekin voru á tjaldsvæðinu þar sem hugsanlega ólöglegar aðgerðir lögreglu voru teknar upp af hátíðargestum og hafa aðstandendur hátíðarinnar fengið formann Snarrótarinnar, samtök um borgaraleg réttindin í lið með sér til að skoða einstaka atvik og mun einnig leita eftir lögfræðiáliti til að meta hvort málið verður tekið lengra. Hátíðin sjálf gekk vel í alla staði og kom fólk á öllum aldri, fjölskyldur, vinir og fagmenn úr tólistarheiminum til að upplifa þennan einstaka menningarviðburð. Viljum við þakka þeim sem mættu og tóku þátt með okkur í ár. Með bestu kveðju, F.h. Extreme Chill Festival - Undir Jökli Pan Thorarensen & Guðrún Lárusdóttir“ Tengdar fréttir Aðsúgur gerður að lögreglu á Extreme Chill Festival: 29 fíkniefnamál á 200 manna hátíð Lögreglan hafði afskipti af fólki í fíkniefnaneyslu sem var með ung börn með sér. 10. ágúst 2015 15:23 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Skipuleggjendur og aðstandendur Extreme Chill Festival sem haldin var um helgina á Hellissandi eru mjög ósáttir við vinnubrögð lögreglunnar og saka hana um að hafa haldið „hátíðargestum í heljargreipum“. Í yfirlýsingu frá aðstandendum Extreme Chill Festival kemur fram megn óánægja með vinnubrögð lögreglunnar. „Í ár hélt lögreglan hátíðargestum okkar í heljargreipum frá því að þeir komu á svæðið, og fór að okkar mati offari. Við tókum á móti fjölda fólks í áfalli í anddyri hátíðarsvæðisins sem treysti sér ekki aftur á tjaldsvæðið sökum ágangs og valdníðslu lögreglumanna að þeirra sögn.“ Líkt og fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi komu 29 fíkniefnamál upp um helgina hjá Lögreglunni á Vesturlandi. Jafnframt segir að flest þeirra hafi verið tengd gestum tónleikanna Extreme Chill Festival.Segja að lögreglunni hafi verið boðið á svæðið Í yfirlýsingunni segir að lögreglunni hafi verið boðið inn á svæðið af aðstandendum hátíðarinnar en að hún hafi haft meiri áhuga á því hvað væri á seyði innan veggja félagsheimilsins Rastar á Hellisandi. „Lögregla mætti á hátíðarsvæðið seint á laugardagskvöld og var boðið inn af aðstandendum til þess að kynna sér hvað þar færi fram en vildu ekki þiggja boðið heldur frekar gægjast inn um glugga félagsheimilisins þar sem gestir sátu við borð og á gólfum félagsheimilisins við kertaljós og ilm reykkelsa að njóta ljúfra tóna og lifandi myndlistar á veggjum félagsheimilisins.“Sjá einnig: 29 fíkniefnamál á 200 manna hátíð. Telja skipuleggjendur að þau fíkniefnabrot sem lögreglan hafi talað um í yfirlýsingu sinni hafi ekki verið framin á tónleikasvæði hátíðarinnar. „Þessi aðför lögreglunnar að hátíðinni kom okkur algjörlega í opna skjöldu og erum við miður okkar og í áfalli vegna þessa. Þess má geta að fíkniefnabrot sem getið er í fjölmiðlum voru framin á tjaldsvæði bæjarfélagsins en ekki á hátíðarsvæðinu.“ Hyggjast aðstandendur hátíðarinnar leita réttar síns vegna þessa máls og hafa leitað til Snarrótarinnar, samtaka um borgaraleg réttindi, um aðstoð. „Í skoðun eru nokkur myndbrot sem tekin voru á tjaldsvæðinu þar sem hugsanlega ólöglegar aðgerðir lögreglu voru teknar upp af hátíðargestum og hafa aðstandendur hátíðarinnar fengið formann Snarrótarinnar, samtök um borgaraleg réttindin í lið með sér til að skoða einstaka atvik og mun einnig leita eftir lögfræðiáliti til að meta hvort málið verður tekið lengra.“ Yfirlýsing frá aðstandendum Extreme Chill Festival í heild sinni:„Vegna fréttaflutnings fjölmiðla í dag 10.ágúst af "Extreme Chill Festival" sem haldin var 7.-9.ágúst s.l. langar okkur aðstandendum hátíðarinnar að koma á framfæri okkar hlið og upplifun af viðbrögðum lögreglu á tónlistarhátíð okkar í félagsheimilinu Röst á Hellissandi s.l. helgi. Hátíðin sem hefur verið haldin frá árinu 2009 hefur alltaf farið fram í góðri samvinnu við bæjarfélagið og lögreglu fram að þessu. Aldrei hafa komið fram ofbeldismál eða önnur lögreglumál á hátíðinni sem er lítil 200 manna raftónlistarhátíð þar sem koma fram 25 framúrskarandi listamenn á sínu sviði bæði erlendir og innlendir. Í ár hélt lögreglan hátíðargestum okkar í heljargreipum frá því að þeir komu á svæðið, og fór að okkar mati offari. Við tókum á móti fjölda fólks í áfalli í anddyri hátíðarsvæðisins sem treysti sér ekki aftur á tjaldsvæðið sökum ágangs og valdníðslu lögreglumanna að þeirra sögn. Lögregla mætti á hátíðarsvæðið seint á laugardagskvöld og var boðið inn af aðstandendum til þess að kynna sér hvað þar færi fram en vildu ekki þiggja boðið heldur frekar gægjast inn um glugga félagsheimilisins þar sem gestir sátu við borð og á gólfum félagsheimilisins við kertaljós og ilm reykkelsa að njóta ljúfra tóna og lifandi myndlistar á veggjum félagsheimilisins. Þessi aðför lögreglunnar að hátíðinni kom okkur algjörlega í opna skjöldu og erum við miður okkar og í áfalli vegna þessa. Þess má geta að fíkniefnabrot sem getið er í fjölmiðlum voru framin á tjaldsvæði bæjarfélagsins en ekki á hátíðarsvæðinu. Í skoðun eru nokkur myndbrot sem tekin voru á tjaldsvæðinu þar sem hugsanlega ólöglegar aðgerðir lögreglu voru teknar upp af hátíðargestum og hafa aðstandendur hátíðarinnar fengið formann Snarrótarinnar, samtök um borgaraleg réttindin í lið með sér til að skoða einstaka atvik og mun einnig leita eftir lögfræðiáliti til að meta hvort málið verður tekið lengra. Hátíðin sjálf gekk vel í alla staði og kom fólk á öllum aldri, fjölskyldur, vinir og fagmenn úr tólistarheiminum til að upplifa þennan einstaka menningarviðburð. Viljum við þakka þeim sem mættu og tóku þátt með okkur í ár. Með bestu kveðju, F.h. Extreme Chill Festival - Undir Jökli Pan Thorarensen & Guðrún Lárusdóttir“
Tengdar fréttir Aðsúgur gerður að lögreglu á Extreme Chill Festival: 29 fíkniefnamál á 200 manna hátíð Lögreglan hafði afskipti af fólki í fíkniefnaneyslu sem var með ung börn með sér. 10. ágúst 2015 15:23 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Aðsúgur gerður að lögreglu á Extreme Chill Festival: 29 fíkniefnamál á 200 manna hátíð Lögreglan hafði afskipti af fólki í fíkniefnaneyslu sem var með ung börn með sér. 10. ágúst 2015 15:23