Aðgengi fyrir alla kjósendur Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 24. apríl 2009 06:00 Íslendingar ganga að kosningaborðinu næstkomandi laugardag til þess að taka þátt í mikilvægustu kosningum lýðveldistímans. Aldrei hefur verið eins mikilvægt að taka þátt og kynna sér vel fólkið og málefnin sem um er að velja. Kjósendur hafa ýmsar leiðir til þess að afla sér upplýsinga. Meðal annarra eru þær leiðir að skoða heimasíður flokkanna og fá sér kaffisopa á kosningaskrifstofum til að kynna sér stefnuskrár og hitta fólk. Í þeim hörmungum sem yfir okkur hafa dunið skapast ný tækifæri. Tækifæri til þess að hugsa út fyrir rammann og byggja upp nýtt og betra samfélag reist á rústum þess fyrra. Það er af mörgu að taka og öll getum við dregið drjúgan lærdóm af fyrri misserum. Eitt af því sem ætti að vera grundvallarforsenda á Nýju Íslandi er að í jafn fámennu en ríku landi af auðlindum eiga allir að geta haft það gott og allir eiga rétt á þeim jarðvegi sem þarf til að blómstra í samfélaginu. Það skýtur því skökku við að stjórnmálaflokkarnir sem starfa í umboði allrar þjóðarinnar skuli ekki huga að því að hafa heimasíður sínar þannig úr garði gerðar að fólk með skerðingar geti með betra móti nýtt sér þær. Það er ekki flókið mál að hanna heimasíður á þann hátt að sem flestir geti vafrað um þær. Ein leið til þess er stilling sem kallast „mínar stillingar" þar sem notandi síðunnar getur stillt hana eftir sínum þörfum, t.d. breytt lit á bakgrunni og stækkað letur óendanlega mikið. Þessi hamur síðunnar vistast svo þannig að ekki þarf að stilla upp á nýtt í næsta skipti sem farið er inn á hana. Hér á landi er starfrækt fyrirtæki sem heitir Sjá.is sem sérhæfir sig í því að meta aðgengi heimasíðna og veita þeim vottun. Fyrirtækið veitir ráðgjöf um hvað þarf að bæta til þess að síðan verði aðgengilegri. Tekið er mið af ólíkum þörfum fólks, til dæmis þeirra sem nota lesvélar, eru með hreyfihömlun, lesblindu eða annað. Að auki verða síðurnar notendavænni fyrir alla aðila fyrir vikið. Við lauslega úttekt greinahöfundar kom í ljós að aðeins einn stjórnmálaflokkur er með „mínar stillingar" á heimasíðu sinni en það er síða Framsóknar. Á sama hátt er það merkilegt að skrifstofur stjórnmálaflokka og kosningaskrifstofur skuli margar vera óaðgengilegar. Ekki er mikið mál að huga að þessum málum strax í upphafi þannig að alltaf séu lyftur fyrir hendi, breiðar hurðar, dyrapumpur, skrifstofan helst á fyrstu hæð, rampar og annað sem þarf til að tryggja aðgengi. Af könnun sem kynnt var í fréttum nýlega kom fram að Sjálfstæðisflokkur var sá flokkur sem kom best út varðandi manngert aðgengi. Á flestum stöðum var þó ýmsu ábótavant hjá öllum flokkum. Hvernig ætlar stjórnmálaflokkur að fá atkvæði kjósanda sem hvorki getur lesið heimasíðuna né kíkt í kosningakaffi? Er ekki slíkur flokkur að senda þau skilaboð að hann hafi ekki alla í huga þegar hann skipuleggur umhverfi sitt og starf án þess að huga að aðgengi allra? Munu fulltrúar hans þá hafa alla í huga þegar þeir starfa í þágu þjóðarinnar á Alþingi? Höfundur er nemi, flokksbundin Framsóknarkona og áhugamanneskja um samfélag fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar ganga að kosningaborðinu næstkomandi laugardag til þess að taka þátt í mikilvægustu kosningum lýðveldistímans. Aldrei hefur verið eins mikilvægt að taka þátt og kynna sér vel fólkið og málefnin sem um er að velja. Kjósendur hafa ýmsar leiðir til þess að afla sér upplýsinga. Meðal annarra eru þær leiðir að skoða heimasíður flokkanna og fá sér kaffisopa á kosningaskrifstofum til að kynna sér stefnuskrár og hitta fólk. Í þeim hörmungum sem yfir okkur hafa dunið skapast ný tækifæri. Tækifæri til þess að hugsa út fyrir rammann og byggja upp nýtt og betra samfélag reist á rústum þess fyrra. Það er af mörgu að taka og öll getum við dregið drjúgan lærdóm af fyrri misserum. Eitt af því sem ætti að vera grundvallarforsenda á Nýju Íslandi er að í jafn fámennu en ríku landi af auðlindum eiga allir að geta haft það gott og allir eiga rétt á þeim jarðvegi sem þarf til að blómstra í samfélaginu. Það skýtur því skökku við að stjórnmálaflokkarnir sem starfa í umboði allrar þjóðarinnar skuli ekki huga að því að hafa heimasíður sínar þannig úr garði gerðar að fólk með skerðingar geti með betra móti nýtt sér þær. Það er ekki flókið mál að hanna heimasíður á þann hátt að sem flestir geti vafrað um þær. Ein leið til þess er stilling sem kallast „mínar stillingar" þar sem notandi síðunnar getur stillt hana eftir sínum þörfum, t.d. breytt lit á bakgrunni og stækkað letur óendanlega mikið. Þessi hamur síðunnar vistast svo þannig að ekki þarf að stilla upp á nýtt í næsta skipti sem farið er inn á hana. Hér á landi er starfrækt fyrirtæki sem heitir Sjá.is sem sérhæfir sig í því að meta aðgengi heimasíðna og veita þeim vottun. Fyrirtækið veitir ráðgjöf um hvað þarf að bæta til þess að síðan verði aðgengilegri. Tekið er mið af ólíkum þörfum fólks, til dæmis þeirra sem nota lesvélar, eru með hreyfihömlun, lesblindu eða annað. Að auki verða síðurnar notendavænni fyrir alla aðila fyrir vikið. Við lauslega úttekt greinahöfundar kom í ljós að aðeins einn stjórnmálaflokkur er með „mínar stillingar" á heimasíðu sinni en það er síða Framsóknar. Á sama hátt er það merkilegt að skrifstofur stjórnmálaflokka og kosningaskrifstofur skuli margar vera óaðgengilegar. Ekki er mikið mál að huga að þessum málum strax í upphafi þannig að alltaf séu lyftur fyrir hendi, breiðar hurðar, dyrapumpur, skrifstofan helst á fyrstu hæð, rampar og annað sem þarf til að tryggja aðgengi. Af könnun sem kynnt var í fréttum nýlega kom fram að Sjálfstæðisflokkur var sá flokkur sem kom best út varðandi manngert aðgengi. Á flestum stöðum var þó ýmsu ábótavant hjá öllum flokkum. Hvernig ætlar stjórnmálaflokkur að fá atkvæði kjósanda sem hvorki getur lesið heimasíðuna né kíkt í kosningakaffi? Er ekki slíkur flokkur að senda þau skilaboð að hann hafi ekki alla í huga þegar hann skipuleggur umhverfi sitt og starf án þess að huga að aðgengi allra? Munu fulltrúar hans þá hafa alla í huga þegar þeir starfa í þágu þjóðarinnar á Alþingi? Höfundur er nemi, flokksbundin Framsóknarkona og áhugamanneskja um samfélag fyrir alla.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun