Erlent

Að minnsta kosti 45 létust í sjálfsmorðsárás á blakleik

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hersveitir NATO og Bandaríkjanna munu vera áfram í landinu.
Hersveitir NATO og Bandaríkjanna munu vera áfram í landinu. Vísir/AFP
Að minnsta kosti 45 eru látnir eftir að maður sprengdi sig í loft upp í hópi áhorfenda á blakleik í austur-Afganistan í dag. Um 60 manns slösuðust þar að auki í árásinni.

Árásin kemur í kjölfar þess að lægri deild afganska þingsins samþykkti að hersveitir NATO og Bandaríkjanna yrðu áfram í landinu á meðan aðrar erlendar hersveitir muna fara frá landinu um næstu áramót. Um 12.000 hermenn munu til að mynda vera í landinu á vegum NATO.

Í frétt BBC kemur fram að skæruhernaður talíbana hefur færst í aukana á síðustu misserum í austur-og vestur-Afganistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×