Að hafa mann fyrir rangri sök 8. september 2011 11:00 Í tilefni af 20 ára sjálfstæðisafmæli okkar Eista brá ég upp svipmynd af Jóni Baldvini Hannibalssyni í blaði mínu Eesti Ekspress í Tallinn. Fyrirsögnin var: „Maðurinn sem þorði...". Þetta virðist hafa farið fyrir brjóstið á Vilhjálmi Erni Vilhjálmssyni, Íslendingi sem búsettur er í Danmörku. Ástæðan virðist vera sú, að ég nefndi nafn Evalds Mikson, í grein minni. Evald Mikson var Eisti að þjóðerni en íslenskur ríkisborgari. Hann var árið 2001 sakaður um stríðsglæpi á stríðsárunum af alþjóðlegri nefnd, sem rannsakaði stríðsglæpi í Eistlandi á því tímabili. En Vilhjálmur Örn rangtúlkar afskipti Jóns Baldvins og annarra af máli Miksons snemma á tíunda áratugnum. Hann afbakar afstöðu okkar Eista til gyðinga og til stríðsglæpa, sem framdir voru í landi okkar. Í grein minni í Eesti Ekspress lýsti ég því hlutverki, sem þáverandi utanríkisráðherra Íslands gegndi við að afla sjálfstæðisbaráttu okkar Eystrasaltsþjóða stuðnings á alþjóðavettvangi. Jón Baldvin talaði máli okkar í alþjóðastofnunum eins og í NATO, þegar aðrir þögðu og okkar eigin rödd fékk ekki að heyrast. T.d. var þáverandi utanríkisráðherra okkar, Lennart Meri, vísað burt af mannréttindaráðstefnu í Kaupmannahöfn vegna þess að Gorbachev hótaði að hverfa á braut, ef Meri fengi áheyrn. Þá talaði Jón Baldvin máli okkar. Jón Baldvin var sá eini, sem hlýddi kalli og kom á staðinn, þegar sérsveitir Sovétmanna réðust á varnarlaust fólk við sjónvarpsturninn í Vilníus og þegar skriðdrekar Rauða hersins fóru um götur höfuðborganna. Okkur fannst að nærvera utanríkisráðherra NATO-ríkis skipti þá máli. Þegar við lýstum yfir endurreisn sjálfstæðis okkar, urðu Íslendingar fyrstir þjóða til að viðurkenna það og taka upp stjórnmálasamband. Fyrir það verðum við ævinlega þakklát. Það er þess vegna sem við helguðum Íslandi daginn 20. ágúst til margvíslegra hátíðarhalda í tilefni af afmælinu. Þess vegna skrifaði ég greinina um Jón Baldvin. Vilhjálmur Örn hefur hins vegar aðeins áhuga á máli Evalds Mikson, sem fyrr er getið. Hann heldur því fram, að Jón Baldvin, Hans H. Luik (útgefandi Eesti Ekspress) og jafnvel eistneska þjóðin haldi hlífskildi yfir stríðsglæpamönnum. Með því að brengla staðreyndir – mistúlka þær, eða jafnvel vita ekki af þeim – reynir Vilhjálmur Örn að skapa þá ímynd af Eistlandi, að þar búi lítil þjóð höll undir nazisma og þungt haldin af gyðingahatri. Skv. árbók Eesti Ekspress 1993 hafði Jón Baldvin afboðað heimsókn utanríkisráðherra Íslands til Ísraels, vegna þess að stjórnvöld í Ísrael höfðu krafist þess, að efnt yrði til réttarhalda yfir Evald Mikson í tilefni af ákæru um stríðsglæpi. Fram borin sönnunargögn reyndust vera útskrift af réttarhöldum sovésku leyniþjónustunnar KGB, sem sett voru á svið í hinu hernumda Eistlandi 1960, gagngert í því skyni að sakfella þá Eista, sem höfðu með vopn í hönd varist innrás Rauða hersins. Jón Baldvin mun hafa sagt ísraelska sendiherranum, að vitnisburður KGB væri ekki tekinn gildur á Íslandi. Ísland væri réttarríki, þar sem menn teldust saklausir, þar til sekt væri sönnuð. Þetta kallar Vilhjálmur Örn að halda hlífiskildi yfir stríðsglæpamanni. Enginn sem þekkir til réttarfars í hinum hernumdu löndum Sovétríkjanna mundi taka skjöl frá sýndarréttarhöldum frá KGB sem trúverðugan vitnisburð. Skjalafölsun og vitnisburður þvingaður fram með pyntingum var daglegt brauð. Jón Baldvin var maður að meiri að vísa slíkum kröfum á bug. Það var ekki fyrr en 2001 (ekki árið 1998 eins og VÖV segir), sem alþjóðleg rannsóknarnefnd undir formennsku Finnans Max Jacobsen, sem rannsakaði stríðsglæpi í Eistlandi á árum seinni heimstyrjaldarinnar, komst að þeirri niðurstöðu, að Mikson væri sekur. En árið 1993 voru engin sönnunargögn til staðar önnur en ásakanir ættaðar frá KGB. Þess vegna voru engar forsendur fyrir réttarhöldum þá. Að handtaka og ákæra mann á grundvelli ásakana frá KGB gerir ákærandann samsekan pyntingameisturum KGB. Og eftir stendur enn þann dag í dag, að enginn dómstóll hefur úrskurðað um meinta glæpi Evalds Mikson. Vilhjálmur Örn skrifar: „Allur heimurinn veit, að menn eins og Mart Laar (fv. forsætisráðherra Eistlands), Davíð Oddsson, (fv. forsætisráðherra Íslands) og Lennart Meri (fv. forseti Eistlands) hindruðu, að málshöfðun gegn Evald Mikson næði fram að ganga". Þetta stenst ekki. Mart Laar, forsætisráðherra Eistlands bauð Efraim Zuroff (fulltrúa Shimon Wiesenthal stofnunarinnar) velkominn til Eistlands og sá til þess, að hann fengi í hendur KGB skjölin. Og það var Lennart Meri, forseti Eistlands, sem hafði frumkvæði að skipun rannsóknarnefndarinnar undir formennsku Max Jacobsen til þess að rannsaka stríðsglæpi í Eistlandi. Og Davíð Oddsson, forsætisráðherra Íslands, gerði bara skyldu sína í réttarríki með því að árétta, að enginn er sekur, uns sekt er sönnuð. Sá sem eitthvað þekkir til sögu Eistlands á stríðsárunum, gerir sér grein fyrir því, að vinna sagnfræðinga, réttarfarsfræðinga og annarra sérfræðinga á atburðarás þessara ára, hlýtur að taka langan tíma. Ég vil ekki gera lítið úr starfi Efraims Zuroff. Það er þýðingarmikið að hafa uppi á stríðsglæpamönnum og að leiða þá fyrir rétt, þar sem mál þeirra eru rannsökuð ofan í kjölinn. Það á að rétta í málum stríðsglæpamanna, hvert svo sem þjóðerni þeirra er. Allt er þetta satt og rétt og þýðingarmikið. En ég legg ekki blessum mína yfir aðferðir Zuroffs, ef hann lætur sér sæma að sniðganga rétt hinna ákærðu og skyldur réttarríkisins til að virða dómstólaleiðina. Ég held það heiti á góðri íslensku að hafa mann fyrir rangri sök að saka Jón Baldvin um að halda verndarhendi yfir stríðsglæpamanni – hvað þá heldur að saka hann um gyðingahatur – af þessu tilefni. Hann gerði bara það sem skyldan bauð – en það er reyndar meira en margur getur staðið við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Í tilefni af 20 ára sjálfstæðisafmæli okkar Eista brá ég upp svipmynd af Jóni Baldvini Hannibalssyni í blaði mínu Eesti Ekspress í Tallinn. Fyrirsögnin var: „Maðurinn sem þorði...". Þetta virðist hafa farið fyrir brjóstið á Vilhjálmi Erni Vilhjálmssyni, Íslendingi sem búsettur er í Danmörku. Ástæðan virðist vera sú, að ég nefndi nafn Evalds Mikson, í grein minni. Evald Mikson var Eisti að þjóðerni en íslenskur ríkisborgari. Hann var árið 2001 sakaður um stríðsglæpi á stríðsárunum af alþjóðlegri nefnd, sem rannsakaði stríðsglæpi í Eistlandi á því tímabili. En Vilhjálmur Örn rangtúlkar afskipti Jóns Baldvins og annarra af máli Miksons snemma á tíunda áratugnum. Hann afbakar afstöðu okkar Eista til gyðinga og til stríðsglæpa, sem framdir voru í landi okkar. Í grein minni í Eesti Ekspress lýsti ég því hlutverki, sem þáverandi utanríkisráðherra Íslands gegndi við að afla sjálfstæðisbaráttu okkar Eystrasaltsþjóða stuðnings á alþjóðavettvangi. Jón Baldvin talaði máli okkar í alþjóðastofnunum eins og í NATO, þegar aðrir þögðu og okkar eigin rödd fékk ekki að heyrast. T.d. var þáverandi utanríkisráðherra okkar, Lennart Meri, vísað burt af mannréttindaráðstefnu í Kaupmannahöfn vegna þess að Gorbachev hótaði að hverfa á braut, ef Meri fengi áheyrn. Þá talaði Jón Baldvin máli okkar. Jón Baldvin var sá eini, sem hlýddi kalli og kom á staðinn, þegar sérsveitir Sovétmanna réðust á varnarlaust fólk við sjónvarpsturninn í Vilníus og þegar skriðdrekar Rauða hersins fóru um götur höfuðborganna. Okkur fannst að nærvera utanríkisráðherra NATO-ríkis skipti þá máli. Þegar við lýstum yfir endurreisn sjálfstæðis okkar, urðu Íslendingar fyrstir þjóða til að viðurkenna það og taka upp stjórnmálasamband. Fyrir það verðum við ævinlega þakklát. Það er þess vegna sem við helguðum Íslandi daginn 20. ágúst til margvíslegra hátíðarhalda í tilefni af afmælinu. Þess vegna skrifaði ég greinina um Jón Baldvin. Vilhjálmur Örn hefur hins vegar aðeins áhuga á máli Evalds Mikson, sem fyrr er getið. Hann heldur því fram, að Jón Baldvin, Hans H. Luik (útgefandi Eesti Ekspress) og jafnvel eistneska þjóðin haldi hlífskildi yfir stríðsglæpamönnum. Með því að brengla staðreyndir – mistúlka þær, eða jafnvel vita ekki af þeim – reynir Vilhjálmur Örn að skapa þá ímynd af Eistlandi, að þar búi lítil þjóð höll undir nazisma og þungt haldin af gyðingahatri. Skv. árbók Eesti Ekspress 1993 hafði Jón Baldvin afboðað heimsókn utanríkisráðherra Íslands til Ísraels, vegna þess að stjórnvöld í Ísrael höfðu krafist þess, að efnt yrði til réttarhalda yfir Evald Mikson í tilefni af ákæru um stríðsglæpi. Fram borin sönnunargögn reyndust vera útskrift af réttarhöldum sovésku leyniþjónustunnar KGB, sem sett voru á svið í hinu hernumda Eistlandi 1960, gagngert í því skyni að sakfella þá Eista, sem höfðu með vopn í hönd varist innrás Rauða hersins. Jón Baldvin mun hafa sagt ísraelska sendiherranum, að vitnisburður KGB væri ekki tekinn gildur á Íslandi. Ísland væri réttarríki, þar sem menn teldust saklausir, þar til sekt væri sönnuð. Þetta kallar Vilhjálmur Örn að halda hlífiskildi yfir stríðsglæpamanni. Enginn sem þekkir til réttarfars í hinum hernumdu löndum Sovétríkjanna mundi taka skjöl frá sýndarréttarhöldum frá KGB sem trúverðugan vitnisburð. Skjalafölsun og vitnisburður þvingaður fram með pyntingum var daglegt brauð. Jón Baldvin var maður að meiri að vísa slíkum kröfum á bug. Það var ekki fyrr en 2001 (ekki árið 1998 eins og VÖV segir), sem alþjóðleg rannsóknarnefnd undir formennsku Finnans Max Jacobsen, sem rannsakaði stríðsglæpi í Eistlandi á árum seinni heimstyrjaldarinnar, komst að þeirri niðurstöðu, að Mikson væri sekur. En árið 1993 voru engin sönnunargögn til staðar önnur en ásakanir ættaðar frá KGB. Þess vegna voru engar forsendur fyrir réttarhöldum þá. Að handtaka og ákæra mann á grundvelli ásakana frá KGB gerir ákærandann samsekan pyntingameisturum KGB. Og eftir stendur enn þann dag í dag, að enginn dómstóll hefur úrskurðað um meinta glæpi Evalds Mikson. Vilhjálmur Örn skrifar: „Allur heimurinn veit, að menn eins og Mart Laar (fv. forsætisráðherra Eistlands), Davíð Oddsson, (fv. forsætisráðherra Íslands) og Lennart Meri (fv. forseti Eistlands) hindruðu, að málshöfðun gegn Evald Mikson næði fram að ganga". Þetta stenst ekki. Mart Laar, forsætisráðherra Eistlands bauð Efraim Zuroff (fulltrúa Shimon Wiesenthal stofnunarinnar) velkominn til Eistlands og sá til þess, að hann fengi í hendur KGB skjölin. Og það var Lennart Meri, forseti Eistlands, sem hafði frumkvæði að skipun rannsóknarnefndarinnar undir formennsku Max Jacobsen til þess að rannsaka stríðsglæpi í Eistlandi. Og Davíð Oddsson, forsætisráðherra Íslands, gerði bara skyldu sína í réttarríki með því að árétta, að enginn er sekur, uns sekt er sönnuð. Sá sem eitthvað þekkir til sögu Eistlands á stríðsárunum, gerir sér grein fyrir því, að vinna sagnfræðinga, réttarfarsfræðinga og annarra sérfræðinga á atburðarás þessara ára, hlýtur að taka langan tíma. Ég vil ekki gera lítið úr starfi Efraims Zuroff. Það er þýðingarmikið að hafa uppi á stríðsglæpamönnum og að leiða þá fyrir rétt, þar sem mál þeirra eru rannsökuð ofan í kjölinn. Það á að rétta í málum stríðsglæpamanna, hvert svo sem þjóðerni þeirra er. Allt er þetta satt og rétt og þýðingarmikið. En ég legg ekki blessum mína yfir aðferðir Zuroffs, ef hann lætur sér sæma að sniðganga rétt hinna ákærðu og skyldur réttarríkisins til að virða dómstólaleiðina. Ég held það heiti á góðri íslensku að hafa mann fyrir rangri sök að saka Jón Baldvin um að halda verndarhendi yfir stríðsglæpamanni – hvað þá heldur að saka hann um gyðingahatur – af þessu tilefni. Hann gerði bara það sem skyldan bauð – en það er reyndar meira en margur getur staðið við.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun