Á bjargi byggði ... Guðrún Gígja Aradóttir skrifar 10. nóvember 2014 16:30 Mig langar aðeins að deila með ykkur mínum hugleiðingum um verkfall tónlistarkennara nú þegar tónlistarkennarar verið í verkfalli í rúmar tvær vikur. Sjálf læri ég á fiðlu og hef gert síðan ég var 5 ára gömul. Tónlistarnemendur hafa ekki verið nógu áberandi í þessu verkfalli og ætla ég að reyna að bæta úr því. Ég held að ég tali fyrir flesta nemendur þegar ég segi að við styðjum að sjálfsögðu við bakið á tónlistarkennurum en við viljum líka að þessu verkfalli ljúki. Við erum mörg komin á framhaldsstig og því farið að styttast í útskrift en með þessu verkfalli þá missum við dýrmætan tíma með kennaranum okkar. Þrátt fyrir það þá líðum við ekki það misrétti sem tónlistarkennarar hafa fengið að upplifa. Gerið þið ykkur grein fyrir hversu marga góða tónlistarmenn við eigum á þessari litlu eyju? Hvaðan haldið þið að þeir komi? Margir af okkar flinkustu tónlistarmönnum eru einnig tónlistarkennarar. Þeir hafa verið að læra og æfa sig tímunum saman frá blautu barnsbeini til að sérhæfa sig í þessari grein. Þetta fólk hefði getað orðið hvað sem er en þau ákváðu að fylgja ástríðu sinni og verða tónlistarmenn. Eftir að hafa útskrifast úr tilteknum tónlistarskóla er stefnan oft tekin út fyrir klakann í einhvern virtan tónlistarháskóla úti í heimi. Svo þegar kennarar koma heima úr löngu framhaldsnámi býðst þeim lægra launað starf en aðrir kennarar í KÍ hafa. Er of mikið að biðja um jafnrétti í sama stéttarfélagi? Það má líkja þessari aðför sveitarfélaganna að tónlistarmenntun á Íslandi við barnalagið „Á sandi byggði heimskur maður hús“ þar sem húsið stendur fyrir tónlistina á Íslandi. Grunnurinn að öllu tónlistarlífi er að sjálfsögðu tónlistarkennarar sem og tónlistarskólar og hefur þessi grunnur verið einn sá besti í Evrópu. En við verðum að horfa lengra fram í tímann. Ef stjórnin nær að valta yfir okkur og skera niður eins og henni sýnist eyðileggur hún grunninn sem við reisum húsið á og íslenska tónlistarmenningin (eins og við þekkjum hana hrynur. Því bið ég ykkur, kæra samninganefnd, takið ábyrgð á framtíðinni og semjið við tónlistarkennara strax! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Mig langar aðeins að deila með ykkur mínum hugleiðingum um verkfall tónlistarkennara nú þegar tónlistarkennarar verið í verkfalli í rúmar tvær vikur. Sjálf læri ég á fiðlu og hef gert síðan ég var 5 ára gömul. Tónlistarnemendur hafa ekki verið nógu áberandi í þessu verkfalli og ætla ég að reyna að bæta úr því. Ég held að ég tali fyrir flesta nemendur þegar ég segi að við styðjum að sjálfsögðu við bakið á tónlistarkennurum en við viljum líka að þessu verkfalli ljúki. Við erum mörg komin á framhaldsstig og því farið að styttast í útskrift en með þessu verkfalli þá missum við dýrmætan tíma með kennaranum okkar. Þrátt fyrir það þá líðum við ekki það misrétti sem tónlistarkennarar hafa fengið að upplifa. Gerið þið ykkur grein fyrir hversu marga góða tónlistarmenn við eigum á þessari litlu eyju? Hvaðan haldið þið að þeir komi? Margir af okkar flinkustu tónlistarmönnum eru einnig tónlistarkennarar. Þeir hafa verið að læra og æfa sig tímunum saman frá blautu barnsbeini til að sérhæfa sig í þessari grein. Þetta fólk hefði getað orðið hvað sem er en þau ákváðu að fylgja ástríðu sinni og verða tónlistarmenn. Eftir að hafa útskrifast úr tilteknum tónlistarskóla er stefnan oft tekin út fyrir klakann í einhvern virtan tónlistarháskóla úti í heimi. Svo þegar kennarar koma heima úr löngu framhaldsnámi býðst þeim lægra launað starf en aðrir kennarar í KÍ hafa. Er of mikið að biðja um jafnrétti í sama stéttarfélagi? Það má líkja þessari aðför sveitarfélaganna að tónlistarmenntun á Íslandi við barnalagið „Á sandi byggði heimskur maður hús“ þar sem húsið stendur fyrir tónlistina á Íslandi. Grunnurinn að öllu tónlistarlífi er að sjálfsögðu tónlistarkennarar sem og tónlistarskólar og hefur þessi grunnur verið einn sá besti í Evrópu. En við verðum að horfa lengra fram í tímann. Ef stjórnin nær að valta yfir okkur og skera niður eins og henni sýnist eyðileggur hún grunninn sem við reisum húsið á og íslenska tónlistarmenningin (eins og við þekkjum hana hrynur. Því bið ég ykkur, kæra samninganefnd, takið ábyrgð á framtíðinni og semjið við tónlistarkennara strax!
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun