Á bílaleigubíl á Langjökli: „Am I doing something wrong?“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2014 14:37 Ferðamennirnir voru glaðir í bragði þegar Arngrímur mætti þeim á jöklinum. MYND/ARNGRÍMUR „Ég var að reyna að vekja athygli á því að það vantar skilti til að vara fólk við þeim hættum sem kunna að leynast á jöklinum,“ segir Arngrímur Hermannsson hjá fyrirtækinu Ice Explorer sem í dag birti myndir af ferðalagi fimm manna fjölskyldu upp á Langjökul. Arngrímur mætti fjölskyldunni er hún ók bílaleigubíl sínum eftir jökulbreiðunum í fyrradag en Arngrímur var þá á flytja ferðamannahóp upp á jökulinn. „Ég keyrði beint í flasið á þeim, skrúfaði niður rúðuna og spurði ökumann bílsins hvað hann væri nú að gera. „Am I doing something wrong?“ spurði hann þá á móti,“ segir Arngrímur og útskýrði hann þá fyrir ferðamönnunum að þarna væru hættulegar aðstæður sem þeir væru í þann mund að koma sér í. „Jökullinn er sífelldum breytingum undirorpinn. Eftir þriggja daga samfelldar rigningar er hann orðinn mjög sleipur og við slíkar aðstæður er fátt annað í stöðunni eða vera á vel útbúnum bílum, til að mynda á nagladekkjum eða gaddakeðjum og í fylgd með vönum leiðsögumönnum,“ segir Arngrímur og bætir við að því hafi ekki verið að skipta hjá ferðamönnum. Fjölskyldan á labbi um jökulinn, móðirin aðstoðar börn sín þrjú.MYND/ARNGRÍMURArngrímur hefur áhyggjur af því að við Íslendingar séum að missa tökin á ferðamannastraumnum hingað til lands en útlendingar sem sækja landið heim eru í æ ríkari mæli farnir að ferðast á eigin vegum, þá yfirleitt á bílaleigubílum eins og þessi fjölskylda er til marks um. „Þegar ferðamenn voru í skipulögðum ferðum á vegum ferðaskrifstofa var ekkert mál að halda utan um ferðir þeirra um landið en mig grunar að við séum að missa smá „kontrol“ á þessu núna,“ segir Arngrímur. „Mig grunar að við verðum að setja einhver boð fyrir erlenda ferðamenn sem hingað koma, þó svo að ég sé ekki almennt hrifinn af bönnum, til að koma þeim í skilning um hvar og hvar má ekki ferðast. Ég er ekki svo viss um þessi maður hefði farið áfram ef það hefði verið skilti þarna sem hefði greint frá hættum jökulsins.“ „Þegar ekið er að einbreiðri brú þá er skilti til sem bendir á hættuna af þrengingu vegarins. Ætti slíkt hið sama ekki að eiga við um akstur á jöklum?“ spyr Arngrímur Hermannsson.Bíll á vegum Ice Explorer mætti bílaleigubílnum uppi á Langjökli.MYND/ARNGRÍMUR Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
„Ég var að reyna að vekja athygli á því að það vantar skilti til að vara fólk við þeim hættum sem kunna að leynast á jöklinum,“ segir Arngrímur Hermannsson hjá fyrirtækinu Ice Explorer sem í dag birti myndir af ferðalagi fimm manna fjölskyldu upp á Langjökul. Arngrímur mætti fjölskyldunni er hún ók bílaleigubíl sínum eftir jökulbreiðunum í fyrradag en Arngrímur var þá á flytja ferðamannahóp upp á jökulinn. „Ég keyrði beint í flasið á þeim, skrúfaði niður rúðuna og spurði ökumann bílsins hvað hann væri nú að gera. „Am I doing something wrong?“ spurði hann þá á móti,“ segir Arngrímur og útskýrði hann þá fyrir ferðamönnunum að þarna væru hættulegar aðstæður sem þeir væru í þann mund að koma sér í. „Jökullinn er sífelldum breytingum undirorpinn. Eftir þriggja daga samfelldar rigningar er hann orðinn mjög sleipur og við slíkar aðstæður er fátt annað í stöðunni eða vera á vel útbúnum bílum, til að mynda á nagladekkjum eða gaddakeðjum og í fylgd með vönum leiðsögumönnum,“ segir Arngrímur og bætir við að því hafi ekki verið að skipta hjá ferðamönnum. Fjölskyldan á labbi um jökulinn, móðirin aðstoðar börn sín þrjú.MYND/ARNGRÍMURArngrímur hefur áhyggjur af því að við Íslendingar séum að missa tökin á ferðamannastraumnum hingað til lands en útlendingar sem sækja landið heim eru í æ ríkari mæli farnir að ferðast á eigin vegum, þá yfirleitt á bílaleigubílum eins og þessi fjölskylda er til marks um. „Þegar ferðamenn voru í skipulögðum ferðum á vegum ferðaskrifstofa var ekkert mál að halda utan um ferðir þeirra um landið en mig grunar að við séum að missa smá „kontrol“ á þessu núna,“ segir Arngrímur. „Mig grunar að við verðum að setja einhver boð fyrir erlenda ferðamenn sem hingað koma, þó svo að ég sé ekki almennt hrifinn af bönnum, til að koma þeim í skilning um hvar og hvar má ekki ferðast. Ég er ekki svo viss um þessi maður hefði farið áfram ef það hefði verið skilti þarna sem hefði greint frá hættum jökulsins.“ „Þegar ekið er að einbreiðri brú þá er skilti til sem bendir á hættuna af þrengingu vegarins. Ætti slíkt hið sama ekki að eiga við um akstur á jöklum?“ spyr Arngrímur Hermannsson.Bíll á vegum Ice Explorer mætti bílaleigubílnum uppi á Langjökli.MYND/ARNGRÍMUR
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira