Innlent

84 prósent af 4000 Ipod-spilurum voru keyptir erlendis

84 prósent iPod Nano-spilara, sem voru afturkallaðir hér á landi í nóvember á síðasta ári, voru keyptir í útlöndum. Þetta kemur fram í viðtali við Bjarna Ákason, framkvæmdastjóri hjá Epli.is, sem selur Apple vörur. Við hann var rætt í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem þetta kom fram.

Tölvurisinn Apple innkallaði upprunalega útgáfu iPod Nano í nóvember eins og fyrr segir. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kom fram að eldhætta stafaði af rafhlöðu spilarans. iPod Nano kom á markað árið 2005. Epli.is bárust fjögur þúsund tæki af umræddri gerð. Þar af höfðu 84 prósent verið keypt erlendis.

Bjarni segir þetta sýna að háir skattar á muni eins og iPod skili sér í erlenda ríkiskassa. Nú horfir hinsvegar öðruvísi við því skattar á iPod-spilara voru lækkaðir í desember. Og salan hefur snaraukist að sögn Bjarna.

„Hlutfallið var líklega þannig að 20 prósent slíkra tækja voru keypt hér á landi fyrir lækkun. Nú hefur það sennilega snúist við," segir Bjarni sem er sáttur við stöðuna. Hann segir þó ríkið ekki vera búið að læra af mistökum sínum. Þannig sé búið að stórhækka skatta á tölvuskjái. „Nú er litið svo á að tölvuskjáir séu einfaldlega sjónvörp," segir Bjarni.

Hægt er að hlusta á viðtalið við Bjarna í Reykjavík Síðdegis hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×