Viðskipti innlent

5% atvinnuleysi í október

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Alls voru 189.300 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í október sem jafngildir 81,9% atvinnuþátttöku.
Alls voru 189.300 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í október sem jafngildir 81,9% atvinnuþátttöku. Vísir/Andri Marinó
Atvinnuleysi í október mældist 5% samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Alls voru atvinnulausir 9.500 manns. Atvinnulausir karlar eru 4.900 talsins og atvinnulausar konur 4.700.

Alls voru 189.300 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í október sem jafngildir 81,9% atvinnuþátttöku.

Samanburður á mælingum milli október 2013 og 2014 sýnir litlar breytingar hvort sem litið er atvinnuþátttöku, atvinnuleysis eða hlutfalls starfandi fólks.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×