Viðskipti innlent

46 styrktir úr AVS rannsóknarsjóði

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Alls voru 46 styrkir veittir úr AVS rannsóknarsjóði fyrir árið 2014. Þar af voru fimmtán vegna framhaldsverkefna. Verkefnin sem styrkt eru snúa að því að auka verðmæti sjávarfangs.

Samkvæmt tilkynningu frá AVS eru styrkir veittir í fimm flokkum og innbyrðis skiptist úhlutunin að til fiskeldisverkefna voru veittir sex styrkir, samtals 53,7 milljónir króna. Til markaðsverkefna voru níu styrkir veittir, samtals 35,5 milljónir. Tíu styrkir voru veittir til líftækniverkefna, samtals 63,2 milljónir. Þrettán styrkir voru veittir á sviði veiða og vinnslu, samtals 72,2 milljónir króna. Til atvinnuþróunar og nýsköpunar í sjávarbyggðum, sem er tiltölulega nýr flokkur voru átta verkefni styrkt að samtals 15 milljónum króna.

Nánara yfirlit yfir verkefnin sem hlutu styrk má sjá hér á síðu sjóðsins.

Þetta er tólfta starfsár AVS sjóðsins, en hann hefur það markmið að styrkja verkefni sem stuðla að aukinni verðmætasköpun í sjávarútvegi.

Formaður úthlutunarnefndar sjóðsins er Lárus Ægir Guðmundsson en aðrir í nefndinni eru Hólmfríður Sveinsdóttir og Arndís Steinþórsdóttir. Pétur Bjarnason sér um málefni sjóðsins hjá Byggðastofnun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×