Viðskipti innlent

444 milljóna hagnaður af rekstri Hvalfjarðarganga

ingvar haraldsson skrifar
Tæplega 2 milljónir bíla fóru um Hvalfjarðargöngin á síðasta ári.
Tæplega 2 milljónir bíla fóru um Hvalfjarðargöngin á síðasta ári. vísir/pjetur
Hagnaður Spalar ehf. eftir skatta nam 445 milljónum króna á síðasta ári en Spölur sér um rekstur Hvalfjarðarganga.

Veggjöld ársins námu 1.136 milljónum króna en 1.091 milljónum árið þar á undan. Tæplega 2 milljónir bíla fóru um göngin á síðasta ári og jókst fjöldinn um 2,7 prósent milli ára. 

Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar, segir í tilkynningu að umferð og tekjur séu heldur meiri en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir.

Rekstrarkostnaður Spalar án afskrifta nam 335 milljónum á síðasta ári og hækkar um rúmar 6 milljónir frá árinu áður. „Helsta breytingin er vegna aukins viðhaldskostnaðar, hækkun í rafmagni og launum en á móti kemur lækkun á tryggingum,“ segir í tilkynningu.

Afskriftir á árinu námu samtals 121 milljónum króna en voru 120 milljónir króna árið áður. Mismunur fjármunatekna og fjármagnsgjalda var hagstæðari um 74 milljónir króna milli ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×