400 þúsund í miskabætur fyrir óþarflega langt gæsluvarðhald Bjarki Ármannsson skrifar 5. febrúar 2016 14:07 Maðurinn sætti um tíma rannsókn í tengslum við rekstur spilavítis í Skeifunni. Vísir/Anton Brink Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða manni 400 þúsund krónur í miskabætur fyrir að hafa haldið honum í gæsluvarðhaldi að ósekju dagana 18. til 21. desember 2012. Maðurinn sætti á þeim tíma rannsókn vegna gruns um að hagnast með ólögmætum hætti á rekstri spilavítisins Poker and Play í Skeifunni en rannsókn á hendur honum var síðar felld niður. Maðurinn var handtekinn þann 11. desember árið 2012 í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu. Á sama tíma var gerð húsleit í húsnæði Poker and Play. Maðurinn var einn fjögurra sem grunur beindist að á þeim tíma en hin þrjú voru síðar öll ákærð og hlutu fangelsisdóm í nóvember síðastliðnum.Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að bótakrafa mannsins byggði meðal annars á því að hann hafi orðið fyrir tjóni með því að hafa verið handtekinn og hnepptur í gæsluvarðhald og haldið þar í einangrun í tíu daga. Í kröfunni segir jafnframt að gæsluvarðhaldið hafi verið framkvæmt með „óþarflega harkalegum, særandi og móðgandi hætti.“ Maðurinn fór fram á þrjár milljónir króna í miskabætur, miðað við 300 þúsund krónur fyrir hvern dag sem hann dvaldi í einangrun.Ekki efni til gæsluvarðhalds eftir 18. desember Héraðsdómur taldi þó að maðurinn hefði sjálfur stuðlað að því að gæsluvarðhalds var krafið yfir honum á sínum tíma. Til að mynda hefðu verulegir fjármunir runnið inn á reikning hans frá áhugamannafélaginu Poker and Play, þar sem hann var meðstjórnandi, á meðan hann var án atvinnu. Þá hafi undandráttur hans á svörum við skýrslutöku gefið lögreglu fullt tilefni til að rannsaka frekar atriði er sneru að hugsanlegum refsiverðum verknaði. Héraðsdómur taldi þó einnig að það hafi ekki verið efni til að hann sætti gæsluvarðhaldi allt til 21. desember eftir yfirheyrsluna sem fram fór 18. desember. Var honum sem fyrr segir ákvarðaðar miskabætur fyrir þann tíma. Tvö þríeykisins sem ákært var fyrir rekstur spilavítisins hlutu níu mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm en það þriðja tólf mánaða skilorðsbundinn dóm. Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Sjá meira
Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða manni 400 þúsund krónur í miskabætur fyrir að hafa haldið honum í gæsluvarðhaldi að ósekju dagana 18. til 21. desember 2012. Maðurinn sætti á þeim tíma rannsókn vegna gruns um að hagnast með ólögmætum hætti á rekstri spilavítisins Poker and Play í Skeifunni en rannsókn á hendur honum var síðar felld niður. Maðurinn var handtekinn þann 11. desember árið 2012 í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu. Á sama tíma var gerð húsleit í húsnæði Poker and Play. Maðurinn var einn fjögurra sem grunur beindist að á þeim tíma en hin þrjú voru síðar öll ákærð og hlutu fangelsisdóm í nóvember síðastliðnum.Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að bótakrafa mannsins byggði meðal annars á því að hann hafi orðið fyrir tjóni með því að hafa verið handtekinn og hnepptur í gæsluvarðhald og haldið þar í einangrun í tíu daga. Í kröfunni segir jafnframt að gæsluvarðhaldið hafi verið framkvæmt með „óþarflega harkalegum, særandi og móðgandi hætti.“ Maðurinn fór fram á þrjár milljónir króna í miskabætur, miðað við 300 þúsund krónur fyrir hvern dag sem hann dvaldi í einangrun.Ekki efni til gæsluvarðhalds eftir 18. desember Héraðsdómur taldi þó að maðurinn hefði sjálfur stuðlað að því að gæsluvarðhalds var krafið yfir honum á sínum tíma. Til að mynda hefðu verulegir fjármunir runnið inn á reikning hans frá áhugamannafélaginu Poker and Play, þar sem hann var meðstjórnandi, á meðan hann var án atvinnu. Þá hafi undandráttur hans á svörum við skýrslutöku gefið lögreglu fullt tilefni til að rannsaka frekar atriði er sneru að hugsanlegum refsiverðum verknaði. Héraðsdómur taldi þó einnig að það hafi ekki verið efni til að hann sætti gæsluvarðhaldi allt til 21. desember eftir yfirheyrsluna sem fram fór 18. desember. Var honum sem fyrr segir ákvarðaðar miskabætur fyrir þann tíma. Tvö þríeykisins sem ákært var fyrir rekstur spilavítisins hlutu níu mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm en það þriðja tólf mánaða skilorðsbundinn dóm.
Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Sjá meira