Erlent

26 féllu í árás á Sinaí-skaga

Flestir þeirra sem létustu í árásinni voru hermenn.
Flestir þeirra sem létustu í árásinni voru hermenn. Vísir/AFP
Miklar árásir voru gerðar á egypska hermenn á Sinaí-skaga í gærkvöldi og féllu að minnsta kosti 26 í árásunum. Íslömsku hryðjuverkasamtökin Ansar Beit al-Maqdis hafa lýst yfir ábyrgð á hendur sér. Bílasprengjur sprungu og var skotið eldflaugum að herstöð og lögreglustöð. Þá lýstu samtökin því yfir að hafa jafnframt á skrifstofur dagblaðs sem sagt er hafa gagnrýnt íslamska ríkið og aðra öfgamenn.

Bandaríkjamenn hafa þegar fordæmt árásirnar, vottað egypskum stjórnvöldum samúð og lýst því yfir að þeir muni standa með Egyptum í baráttunni gegn hryðjuverkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×