Innlent

25 ára gömul kona drukknaði í baði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skjáskot af Fréttatímanum sem fjallaði um málið.
Skjáskot af Fréttatímanum sem fjallaði um málið.
Tuttugu og fimm ára gömul móðir drukknaði í baði á heimili sínu á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Konan sem var pólsk og hét Anna Chmielewska flutti hingað til lands ásamt Andrzej Chmielewski, eiginmanni sínum, og þriggja ára dóttur þeirra í febrúar á þessu ári, eftir því sem fram kemur í Fréttatímanum.

Anna, sem var flogaveik var nýkominn heim úr vinnunni á veitingastaðnum Nítjándu í Kópavogi þegar hún ákvað að fara í bað. Þá fékk hún flogakast sem varð til þess að hún drukknaði í baðinu. Litla dóttir hennar var ein heima með móður sinni þegar slysið varð og hringdi umsvifalaust í pabba sinn. Hann rauk heim og kom að konu sinni látinni.

Alan Jones, vinur þeirra hjóna, hefur efnt til styrktartónleika á Spot í Kópavogi sem eiga að fara fram þann 10. október klukkan 20. Alan hefur beðið Margréti Eir, Haffa Haff, Bjartmar og fleiri um að koma fram á tónleikunum.

Þá hefur líka verið opnaður styrktarreikningur fyrir feðginin. Hér að neðan eru upplýsingar um hann.

Reikningsnúmer: 0111-26-100713

Kennitala: 040285-5399



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×