23 ára reynslubolti gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 14. ágúst 2016 17:42 Ísak vill verða fulltrúi yngstu kynslóðarinnar á þingi. Vísir/Aðsend Ísak Ernir Kristinsson, 23 ára verkefnastjóri og nemi í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík, gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Ísak vill verða fulltrúi sinnar kynslóðar, yngstu kynslóðarinnar á vinnumarkaði, á Alþingi. „Kynslóðin sem ég tilheyri, sem er yngsta kynslóðin á vinnumarkaði, hefur á margan hátt aðra sýn og þarfir en fyrri kynslóðir. Það er mikilvægt að löggjafaþingið taki mið af þeirra þörfum, sérstaklega þegar kemur að menntamálum, velferðamálum og húsnæðismálum. Það er mikilvægt að þessi kynslóð eigi sér málsvara á Alþingi. Ég vil vera þeirra fulltrúi. Einnig er mikilvægt að ráðist verði í auknar úrbætur á samgöngukerfinu. Þar hefur fjárfestingaþörfin safnast upp í mörg ár,“ segir Ísak í tilkynningu. Hann rekur lítið gistiheimili ásamt fjölskyldu sinni í Reykjanesbæ og hefur verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins. „Ég hef verið virkur í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins frá 16 ára aldri og gegnt hinum ýmsum störfum fyrir flokkinn, m.a verið formaður Heimis, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ og formaður Sjálfstæðisfélags Keflavíkur. Í dag er ég varaformaður Fulltrúaráðs SSF í Reykjanesbæ og einnig á ég sæti í stjórn SUS. Ég er sitjandi varabæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og sit í Velferðanefnd bæjarins fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins.“ Ísak gefur kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi en spennandi kosningar eru framundan fyrir kjördæmið þar sem þrír Sjálfstæðismenn, þau Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra, Páll Magnússon umsjónarmaður Sprengisands á Bylgjunni og fyrrum útvarpsstjóri og Ásmundur Friðriksson þingmaður hafa lýst yfir vilja til þess að leiða listann í komandi alþingiskosningum. Þá hyggur Árni Johnsen, fyrrum þingmaður sem hlaut uppreist æru árið 2006 eftir að hafa verið dæmdur í tveggja ára fangelsi, lýst yfir áhuga á að bjóða sig fram í eitt af efstu sætum listans. Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Páll Magnússon ætlar sér oddvitasætið á Suðurlandi Ragnheiður Elín Árnadóttir fær harða samkeppni um fyrsta sætið. 10. ágúst 2016 17:01 Árni Johnsen vill aftur á þing Árni segir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks hafa unnið skipulega að því að fæla Sjálfstæðismenn frá því að kjósa sig í prófkjöri flokksins í ársbyrjun 2013. 4. ágúst 2016 07:16 Ragnheiður Elín vill halda í 1. sætið í Suðurkjördæmi Iðnaðar-og viðskiptaráðherra sækist eftir 1. sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 10. ágúst 2016 15:14 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Ísak Ernir Kristinsson, 23 ára verkefnastjóri og nemi í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík, gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Ísak vill verða fulltrúi sinnar kynslóðar, yngstu kynslóðarinnar á vinnumarkaði, á Alþingi. „Kynslóðin sem ég tilheyri, sem er yngsta kynslóðin á vinnumarkaði, hefur á margan hátt aðra sýn og þarfir en fyrri kynslóðir. Það er mikilvægt að löggjafaþingið taki mið af þeirra þörfum, sérstaklega þegar kemur að menntamálum, velferðamálum og húsnæðismálum. Það er mikilvægt að þessi kynslóð eigi sér málsvara á Alþingi. Ég vil vera þeirra fulltrúi. Einnig er mikilvægt að ráðist verði í auknar úrbætur á samgöngukerfinu. Þar hefur fjárfestingaþörfin safnast upp í mörg ár,“ segir Ísak í tilkynningu. Hann rekur lítið gistiheimili ásamt fjölskyldu sinni í Reykjanesbæ og hefur verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins. „Ég hef verið virkur í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins frá 16 ára aldri og gegnt hinum ýmsum störfum fyrir flokkinn, m.a verið formaður Heimis, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ og formaður Sjálfstæðisfélags Keflavíkur. Í dag er ég varaformaður Fulltrúaráðs SSF í Reykjanesbæ og einnig á ég sæti í stjórn SUS. Ég er sitjandi varabæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og sit í Velferðanefnd bæjarins fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins.“ Ísak gefur kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi en spennandi kosningar eru framundan fyrir kjördæmið þar sem þrír Sjálfstæðismenn, þau Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra, Páll Magnússon umsjónarmaður Sprengisands á Bylgjunni og fyrrum útvarpsstjóri og Ásmundur Friðriksson þingmaður hafa lýst yfir vilja til þess að leiða listann í komandi alþingiskosningum. Þá hyggur Árni Johnsen, fyrrum þingmaður sem hlaut uppreist æru árið 2006 eftir að hafa verið dæmdur í tveggja ára fangelsi, lýst yfir áhuga á að bjóða sig fram í eitt af efstu sætum listans.
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Páll Magnússon ætlar sér oddvitasætið á Suðurlandi Ragnheiður Elín Árnadóttir fær harða samkeppni um fyrsta sætið. 10. ágúst 2016 17:01 Árni Johnsen vill aftur á þing Árni segir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks hafa unnið skipulega að því að fæla Sjálfstæðismenn frá því að kjósa sig í prófkjöri flokksins í ársbyrjun 2013. 4. ágúst 2016 07:16 Ragnheiður Elín vill halda í 1. sætið í Suðurkjördæmi Iðnaðar-og viðskiptaráðherra sækist eftir 1. sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 10. ágúst 2016 15:14 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Páll Magnússon ætlar sér oddvitasætið á Suðurlandi Ragnheiður Elín Árnadóttir fær harða samkeppni um fyrsta sætið. 10. ágúst 2016 17:01
Árni Johnsen vill aftur á þing Árni segir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks hafa unnið skipulega að því að fæla Sjálfstæðismenn frá því að kjósa sig í prófkjöri flokksins í ársbyrjun 2013. 4. ágúst 2016 07:16
Ragnheiður Elín vill halda í 1. sætið í Suðurkjördæmi Iðnaðar-og viðskiptaráðherra sækist eftir 1. sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 10. ágúst 2016 15:14