100 ára teikning svarar ekki endilega þörfum nútímans Heimir Már Pétursson skrifar 26. desember 2015 18:36 Arkitektafélag Íslands leggst alfarið gegn hugmyndum forsætisráðherra um byggja skrifstofuhúsnæði fyrir Alþingi sem taki mið af hundrað ára gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar. Formaður félagsins segir allt aðrar aðstæður og kröfur gerðar í þjóðfélaginu nú en fyrir 100 árum. Í fréttum okkur í gær greindum við frá því að forsætisráðherra hefði ítrekað hugmynd sína um útlit skrifstofubyggingar fyrir Alþingi á jólakorti sínu að þessu sinni, þar sem teikning Guðjóns Samúelssonar hefur verið felld inn í væntanlegan byggingarreit. Arkitektafélag Íslands er ekki parhrifið að hugmynd Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra að byggja skrifstofubyggingu fyrir Alþingi eftir 100 ára gamalli teikningu Guðjóns. Félagið bendir hins vegar á viðbyggingu alþingishússins sem mjög gott dæmi um nútímabyggingu sem kallist mjög vel á við fyrri tíma. Alþingi samþykkti fyrir jól tillögu forsætisráðherra um 75 milljóna króna framlag í hönnun á byggingu í stíl Guðjóns. „Hann setur þetta sem skilyrði fyrir fjárlagaveitingu. Okkur finnst það ekki góður punktur að ganga út frá ákveðnu útliti. Sérstaklega ekki þegar það er hundrað ára gamalt og arkitektinn er látinn og ekki hægt að spyrja hann sjálfan um álit,“ segir Aðalheiður Atladóttir formaður Arkitektafélags Íslands.Allt aðrar forsendur á tímum Guðjóns en núÞar að auki sé teikning Guðjóns miðuð við allt aðrar forsendur, samfélag,umhverfi, tækni og kröfur til öryggis og vistkerfis en er ríki í dag. Arkitektafélag Íslands leggi áherslu á að alltaf fari fram samkeppni um mikilvægar byggingar sem þessar. Félagið hafi ítrekað boðið upp á samtal við stjórnvöld um þessi mál sem ekki hafi orðið við því. „Auðvitað eru til mörg dæmi um nútíma byggingar sem ekki hefur tekist vel upp með. Að sjálfsögðu. En það eru einnig til mörg dæmi þar sem vel hefur tekist til. Það er gott að horfa til fortíðar, læra af henni og varðveita það sem á að varðveita. Við styðjum það að sjálfsögðu og að varðveita menningarminjar og halda í þær,“ segir Aðalheiður. Það þurfi líka að horfa til þarfa nútímans og það geti jafnvel orðið erfiðara og dýrara að koma nútímanum fyrir í gamalli hugmynd en nýrri. En að sjálfsögðu þurfi að taka tillit til umhverfisins og þess sem fyrir er. „Til þess eru fagmennirnir og til þess er samtal líka. Við viljum tala saman og þannig getur þetta orðið gott,“ segir Aðalheiður. Þar sé viðbygging sem arkitektastofan Batteríið hannaði fyrir Alþingi nærtækt dæmi. „Hún er mjög einföld, hún er nútímaleg, hún tekur tillit til þarfa okkar í dag. Það er svolítið flott að þeir nota sama efni og er í gamla alþingishúsinu en nota þau á allt annan hátt. Á mjög einfaldan og látlausan hátt. Það kemur að mínu mati mjög vel út og hún hefur ekki verið umdeild svo ég viti og fólk er mjög sátt við hana,“ segir Aðalheiður Atladóttir. Tengdar fréttir Forsætisráðherra ítrekar byggingahugmyndir sínar á jólakorti Trausti Valsson arkitekt og skipulagsfræðingur sem nýlega gaf út bókina Mótun framtíðar hælir forsætisráðherra fyrir hughrekki í skipulagsmálum. 25. desember 2015 18:31 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Arkitektafélag Íslands leggst alfarið gegn hugmyndum forsætisráðherra um byggja skrifstofuhúsnæði fyrir Alþingi sem taki mið af hundrað ára gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar. Formaður félagsins segir allt aðrar aðstæður og kröfur gerðar í þjóðfélaginu nú en fyrir 100 árum. Í fréttum okkur í gær greindum við frá því að forsætisráðherra hefði ítrekað hugmynd sína um útlit skrifstofubyggingar fyrir Alþingi á jólakorti sínu að þessu sinni, þar sem teikning Guðjóns Samúelssonar hefur verið felld inn í væntanlegan byggingarreit. Arkitektafélag Íslands er ekki parhrifið að hugmynd Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra að byggja skrifstofubyggingu fyrir Alþingi eftir 100 ára gamalli teikningu Guðjóns. Félagið bendir hins vegar á viðbyggingu alþingishússins sem mjög gott dæmi um nútímabyggingu sem kallist mjög vel á við fyrri tíma. Alþingi samþykkti fyrir jól tillögu forsætisráðherra um 75 milljóna króna framlag í hönnun á byggingu í stíl Guðjóns. „Hann setur þetta sem skilyrði fyrir fjárlagaveitingu. Okkur finnst það ekki góður punktur að ganga út frá ákveðnu útliti. Sérstaklega ekki þegar það er hundrað ára gamalt og arkitektinn er látinn og ekki hægt að spyrja hann sjálfan um álit,“ segir Aðalheiður Atladóttir formaður Arkitektafélags Íslands.Allt aðrar forsendur á tímum Guðjóns en núÞar að auki sé teikning Guðjóns miðuð við allt aðrar forsendur, samfélag,umhverfi, tækni og kröfur til öryggis og vistkerfis en er ríki í dag. Arkitektafélag Íslands leggi áherslu á að alltaf fari fram samkeppni um mikilvægar byggingar sem þessar. Félagið hafi ítrekað boðið upp á samtal við stjórnvöld um þessi mál sem ekki hafi orðið við því. „Auðvitað eru til mörg dæmi um nútíma byggingar sem ekki hefur tekist vel upp með. Að sjálfsögðu. En það eru einnig til mörg dæmi þar sem vel hefur tekist til. Það er gott að horfa til fortíðar, læra af henni og varðveita það sem á að varðveita. Við styðjum það að sjálfsögðu og að varðveita menningarminjar og halda í þær,“ segir Aðalheiður. Það þurfi líka að horfa til þarfa nútímans og það geti jafnvel orðið erfiðara og dýrara að koma nútímanum fyrir í gamalli hugmynd en nýrri. En að sjálfsögðu þurfi að taka tillit til umhverfisins og þess sem fyrir er. „Til þess eru fagmennirnir og til þess er samtal líka. Við viljum tala saman og þannig getur þetta orðið gott,“ segir Aðalheiður. Þar sé viðbygging sem arkitektastofan Batteríið hannaði fyrir Alþingi nærtækt dæmi. „Hún er mjög einföld, hún er nútímaleg, hún tekur tillit til þarfa okkar í dag. Það er svolítið flott að þeir nota sama efni og er í gamla alþingishúsinu en nota þau á allt annan hátt. Á mjög einfaldan og látlausan hátt. Það kemur að mínu mati mjög vel út og hún hefur ekki verið umdeild svo ég viti og fólk er mjög sátt við hana,“ segir Aðalheiður Atladóttir.
Tengdar fréttir Forsætisráðherra ítrekar byggingahugmyndir sínar á jólakorti Trausti Valsson arkitekt og skipulagsfræðingur sem nýlega gaf út bókina Mótun framtíðar hælir forsætisráðherra fyrir hughrekki í skipulagsmálum. 25. desember 2015 18:31 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Forsætisráðherra ítrekar byggingahugmyndir sínar á jólakorti Trausti Valsson arkitekt og skipulagsfræðingur sem nýlega gaf út bókina Mótun framtíðar hælir forsætisráðherra fyrir hughrekki í skipulagsmálum. 25. desember 2015 18:31