100 ára teikning svarar ekki endilega þörfum nútímans Heimir Már Pétursson skrifar 26. desember 2015 18:36 Arkitektafélag Íslands leggst alfarið gegn hugmyndum forsætisráðherra um byggja skrifstofuhúsnæði fyrir Alþingi sem taki mið af hundrað ára gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar. Formaður félagsins segir allt aðrar aðstæður og kröfur gerðar í þjóðfélaginu nú en fyrir 100 árum. Í fréttum okkur í gær greindum við frá því að forsætisráðherra hefði ítrekað hugmynd sína um útlit skrifstofubyggingar fyrir Alþingi á jólakorti sínu að þessu sinni, þar sem teikning Guðjóns Samúelssonar hefur verið felld inn í væntanlegan byggingarreit. Arkitektafélag Íslands er ekki parhrifið að hugmynd Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra að byggja skrifstofubyggingu fyrir Alþingi eftir 100 ára gamalli teikningu Guðjóns. Félagið bendir hins vegar á viðbyggingu alþingishússins sem mjög gott dæmi um nútímabyggingu sem kallist mjög vel á við fyrri tíma. Alþingi samþykkti fyrir jól tillögu forsætisráðherra um 75 milljóna króna framlag í hönnun á byggingu í stíl Guðjóns. „Hann setur þetta sem skilyrði fyrir fjárlagaveitingu. Okkur finnst það ekki góður punktur að ganga út frá ákveðnu útliti. Sérstaklega ekki þegar það er hundrað ára gamalt og arkitektinn er látinn og ekki hægt að spyrja hann sjálfan um álit,“ segir Aðalheiður Atladóttir formaður Arkitektafélags Íslands.Allt aðrar forsendur á tímum Guðjóns en núÞar að auki sé teikning Guðjóns miðuð við allt aðrar forsendur, samfélag,umhverfi, tækni og kröfur til öryggis og vistkerfis en er ríki í dag. Arkitektafélag Íslands leggi áherslu á að alltaf fari fram samkeppni um mikilvægar byggingar sem þessar. Félagið hafi ítrekað boðið upp á samtal við stjórnvöld um þessi mál sem ekki hafi orðið við því. „Auðvitað eru til mörg dæmi um nútíma byggingar sem ekki hefur tekist vel upp með. Að sjálfsögðu. En það eru einnig til mörg dæmi þar sem vel hefur tekist til. Það er gott að horfa til fortíðar, læra af henni og varðveita það sem á að varðveita. Við styðjum það að sjálfsögðu og að varðveita menningarminjar og halda í þær,“ segir Aðalheiður. Það þurfi líka að horfa til þarfa nútímans og það geti jafnvel orðið erfiðara og dýrara að koma nútímanum fyrir í gamalli hugmynd en nýrri. En að sjálfsögðu þurfi að taka tillit til umhverfisins og þess sem fyrir er. „Til þess eru fagmennirnir og til þess er samtal líka. Við viljum tala saman og þannig getur þetta orðið gott,“ segir Aðalheiður. Þar sé viðbygging sem arkitektastofan Batteríið hannaði fyrir Alþingi nærtækt dæmi. „Hún er mjög einföld, hún er nútímaleg, hún tekur tillit til þarfa okkar í dag. Það er svolítið flott að þeir nota sama efni og er í gamla alþingishúsinu en nota þau á allt annan hátt. Á mjög einfaldan og látlausan hátt. Það kemur að mínu mati mjög vel út og hún hefur ekki verið umdeild svo ég viti og fólk er mjög sátt við hana,“ segir Aðalheiður Atladóttir. Tengdar fréttir Forsætisráðherra ítrekar byggingahugmyndir sínar á jólakorti Trausti Valsson arkitekt og skipulagsfræðingur sem nýlega gaf út bókina Mótun framtíðar hælir forsætisráðherra fyrir hughrekki í skipulagsmálum. 25. desember 2015 18:31 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Arkitektafélag Íslands leggst alfarið gegn hugmyndum forsætisráðherra um byggja skrifstofuhúsnæði fyrir Alþingi sem taki mið af hundrað ára gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar. Formaður félagsins segir allt aðrar aðstæður og kröfur gerðar í þjóðfélaginu nú en fyrir 100 árum. Í fréttum okkur í gær greindum við frá því að forsætisráðherra hefði ítrekað hugmynd sína um útlit skrifstofubyggingar fyrir Alþingi á jólakorti sínu að þessu sinni, þar sem teikning Guðjóns Samúelssonar hefur verið felld inn í væntanlegan byggingarreit. Arkitektafélag Íslands er ekki parhrifið að hugmynd Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra að byggja skrifstofubyggingu fyrir Alþingi eftir 100 ára gamalli teikningu Guðjóns. Félagið bendir hins vegar á viðbyggingu alþingishússins sem mjög gott dæmi um nútímabyggingu sem kallist mjög vel á við fyrri tíma. Alþingi samþykkti fyrir jól tillögu forsætisráðherra um 75 milljóna króna framlag í hönnun á byggingu í stíl Guðjóns. „Hann setur þetta sem skilyrði fyrir fjárlagaveitingu. Okkur finnst það ekki góður punktur að ganga út frá ákveðnu útliti. Sérstaklega ekki þegar það er hundrað ára gamalt og arkitektinn er látinn og ekki hægt að spyrja hann sjálfan um álit,“ segir Aðalheiður Atladóttir formaður Arkitektafélags Íslands.Allt aðrar forsendur á tímum Guðjóns en núÞar að auki sé teikning Guðjóns miðuð við allt aðrar forsendur, samfélag,umhverfi, tækni og kröfur til öryggis og vistkerfis en er ríki í dag. Arkitektafélag Íslands leggi áherslu á að alltaf fari fram samkeppni um mikilvægar byggingar sem þessar. Félagið hafi ítrekað boðið upp á samtal við stjórnvöld um þessi mál sem ekki hafi orðið við því. „Auðvitað eru til mörg dæmi um nútíma byggingar sem ekki hefur tekist vel upp með. Að sjálfsögðu. En það eru einnig til mörg dæmi þar sem vel hefur tekist til. Það er gott að horfa til fortíðar, læra af henni og varðveita það sem á að varðveita. Við styðjum það að sjálfsögðu og að varðveita menningarminjar og halda í þær,“ segir Aðalheiður. Það þurfi líka að horfa til þarfa nútímans og það geti jafnvel orðið erfiðara og dýrara að koma nútímanum fyrir í gamalli hugmynd en nýrri. En að sjálfsögðu þurfi að taka tillit til umhverfisins og þess sem fyrir er. „Til þess eru fagmennirnir og til þess er samtal líka. Við viljum tala saman og þannig getur þetta orðið gott,“ segir Aðalheiður. Þar sé viðbygging sem arkitektastofan Batteríið hannaði fyrir Alþingi nærtækt dæmi. „Hún er mjög einföld, hún er nútímaleg, hún tekur tillit til þarfa okkar í dag. Það er svolítið flott að þeir nota sama efni og er í gamla alþingishúsinu en nota þau á allt annan hátt. Á mjög einfaldan og látlausan hátt. Það kemur að mínu mati mjög vel út og hún hefur ekki verið umdeild svo ég viti og fólk er mjög sátt við hana,“ segir Aðalheiður Atladóttir.
Tengdar fréttir Forsætisráðherra ítrekar byggingahugmyndir sínar á jólakorti Trausti Valsson arkitekt og skipulagsfræðingur sem nýlega gaf út bókina Mótun framtíðar hælir forsætisráðherra fyrir hughrekki í skipulagsmálum. 25. desember 2015 18:31 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Forsætisráðherra ítrekar byggingahugmyndir sínar á jólakorti Trausti Valsson arkitekt og skipulagsfræðingur sem nýlega gaf út bókina Mótun framtíðar hælir forsætisráðherra fyrir hughrekki í skipulagsmálum. 25. desember 2015 18:31