„Vonandi halda þeir ekki að við séum vanþakklátir græðgisfuglar“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 30. ágúst 2014 13:40 Næraberg við Reykjavíkurhöfn eftir hádegið. Vísir/Anton „Við vonum að Færeyingar haldi ekki að við Íslendingar séum vanþakklátir græðgisfuglar.“ Þetta segir annar stofnenda Facebook-síðu þar sem Færeyingar eru beðnir afsökunar á framferði íslenskra stjórnvalda í garð færeyska makrílveiðiskipsins Næraberg fær ekki þjónustu í Reykjavíkurhöfn. Færeyska makrílveiðiskipið Næraberg varð fyrir vélarbilun á leið sinni úr grænlenskri lögsögu þar sem skipið hafði verið við makrílveiðar. Skipinu var óheimilt að koma til hafnar hér á landi vegna veiða sinna á markíl. Leyfi fékkst fyrir því að sigla skipinu til Reykjavíkur en hafnayfirvöld tilkynntu um leið að skipverjar fengju ekki að fara sjálfir í land, auk þess sem að skipinu yrði ekki þjónustað í mat eða olíu. Fjölmargir hafa lýst yfir reiði sinni vegna framferði stjórnvalda í málinu. Rakel Sigurgeirsdóttir íslenskukennari stofnaði í gær síðu á Facebook ásamt Valdísi Steinarsdóttur þar sem Færeyingar eruð beðnir afsökunar. Tæplega níu þúsund hafa þar lýst fram stuðningi sínum við skipverja Nærabergs um hádegisbil í dag. „Færeyingar hafa alltaf staðið við bakið á okkur þegar við höfum staðið frammi fyrir neyð eins og eftir snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri. Þá voru þeir sjálfir nýkomnir úr kreppu og söfnuðu 50 milljónum,“ segir Rakel. „Þegar hrunið varð, þá voru Færeyingar aftur mjög höfðinglegir. Okkur var misboðið gagnvart því hvernig komið var fram við þessari smáþjóð þannig að við viljum ekki að færeyska þjóðan sitji eftir með þá hugmynd að við séum vanþakklátir græðgisfuglar sem okkur finnst þessi framkoma einkennast af.“Samstarf þjóðanna gliðni fyrir klaufaskapGísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, gagnrýnir er ósáttur með framgöngu íslenskra stjórnvalda. „Þessi viðbrögð og móttaka skipsins var vanhugsuð og hefur kannski meiri afleiðingar en virtist í byrjun. Þetta ætti að kenna lexíu um að huga vel að samstarfi við okkar næstu nágranna,“ segir Gísli. Hann telur að Hoyvikur samningurinn, sem kveði á um að staða Íslendinga og Færeyinga skuli vera jöfn í löndunum, geti verið í uppnámi vegna málsins. „Mér sýnist í fljótu bragði að viðbrögðin í Færeyjum, ekki síst gagnvart Hoyvikur-samningnum séu talsvert sterk og það væri mikill skaði fyrir samstarf þjóðanna ef það væri að gliðna fyrir klaufaskap. Þess vegna vona ég að stjórnvöld taki rösklega á málum.“ Tengdar fréttir 34 Færeyingar fá ekki aðstoð í Reykjavíkurhöfn: „Skammist ykkar Íslendingar!“ "Þetta eru þakkirnar fyrir milljónirnar sem við veittum þeim í neyðarhjálp,“ segir Egil Petersen skipverji á færeyska makrílveiðiskipinu Nærabergi sem ekki fær þjónustu við Reykjavíkurhöfn. 29. ágúst 2014 13:19 Tveir íslenskir viðgerðarmenn um borð í Næraberg 34 skipverjar á færeyska makrílveiðiskipinu Nærabergi fá ekki að fara í land í Reykjavíkurhöfn. 29. ágúst 2014 14:28 Færeyingar alltaf velkomnir í Hornafjarðarhöfn "Hér kom færeyskur línuveiðari inn í dag og fékk hann þá þjónustu sem hann óskaði eftir, eins og þeir Færeysku fiskibátar sem hafa komið hingað í áranna rás.“ 29. ágúst 2014 14:58 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
„Við vonum að Færeyingar haldi ekki að við Íslendingar séum vanþakklátir græðgisfuglar.“ Þetta segir annar stofnenda Facebook-síðu þar sem Færeyingar eru beðnir afsökunar á framferði íslenskra stjórnvalda í garð færeyska makrílveiðiskipsins Næraberg fær ekki þjónustu í Reykjavíkurhöfn. Færeyska makrílveiðiskipið Næraberg varð fyrir vélarbilun á leið sinni úr grænlenskri lögsögu þar sem skipið hafði verið við makrílveiðar. Skipinu var óheimilt að koma til hafnar hér á landi vegna veiða sinna á markíl. Leyfi fékkst fyrir því að sigla skipinu til Reykjavíkur en hafnayfirvöld tilkynntu um leið að skipverjar fengju ekki að fara sjálfir í land, auk þess sem að skipinu yrði ekki þjónustað í mat eða olíu. Fjölmargir hafa lýst yfir reiði sinni vegna framferði stjórnvalda í málinu. Rakel Sigurgeirsdóttir íslenskukennari stofnaði í gær síðu á Facebook ásamt Valdísi Steinarsdóttur þar sem Færeyingar eruð beðnir afsökunar. Tæplega níu þúsund hafa þar lýst fram stuðningi sínum við skipverja Nærabergs um hádegisbil í dag. „Færeyingar hafa alltaf staðið við bakið á okkur þegar við höfum staðið frammi fyrir neyð eins og eftir snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri. Þá voru þeir sjálfir nýkomnir úr kreppu og söfnuðu 50 milljónum,“ segir Rakel. „Þegar hrunið varð, þá voru Færeyingar aftur mjög höfðinglegir. Okkur var misboðið gagnvart því hvernig komið var fram við þessari smáþjóð þannig að við viljum ekki að færeyska þjóðan sitji eftir með þá hugmynd að við séum vanþakklátir græðgisfuglar sem okkur finnst þessi framkoma einkennast af.“Samstarf þjóðanna gliðni fyrir klaufaskapGísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, gagnrýnir er ósáttur með framgöngu íslenskra stjórnvalda. „Þessi viðbrögð og móttaka skipsins var vanhugsuð og hefur kannski meiri afleiðingar en virtist í byrjun. Þetta ætti að kenna lexíu um að huga vel að samstarfi við okkar næstu nágranna,“ segir Gísli. Hann telur að Hoyvikur samningurinn, sem kveði á um að staða Íslendinga og Færeyinga skuli vera jöfn í löndunum, geti verið í uppnámi vegna málsins. „Mér sýnist í fljótu bragði að viðbrögðin í Færeyjum, ekki síst gagnvart Hoyvikur-samningnum séu talsvert sterk og það væri mikill skaði fyrir samstarf þjóðanna ef það væri að gliðna fyrir klaufaskap. Þess vegna vona ég að stjórnvöld taki rösklega á málum.“
Tengdar fréttir 34 Færeyingar fá ekki aðstoð í Reykjavíkurhöfn: „Skammist ykkar Íslendingar!“ "Þetta eru þakkirnar fyrir milljónirnar sem við veittum þeim í neyðarhjálp,“ segir Egil Petersen skipverji á færeyska makrílveiðiskipinu Nærabergi sem ekki fær þjónustu við Reykjavíkurhöfn. 29. ágúst 2014 13:19 Tveir íslenskir viðgerðarmenn um borð í Næraberg 34 skipverjar á færeyska makrílveiðiskipinu Nærabergi fá ekki að fara í land í Reykjavíkurhöfn. 29. ágúst 2014 14:28 Færeyingar alltaf velkomnir í Hornafjarðarhöfn "Hér kom færeyskur línuveiðari inn í dag og fékk hann þá þjónustu sem hann óskaði eftir, eins og þeir Færeysku fiskibátar sem hafa komið hingað í áranna rás.“ 29. ágúst 2014 14:58 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
34 Færeyingar fá ekki aðstoð í Reykjavíkurhöfn: „Skammist ykkar Íslendingar!“ "Þetta eru þakkirnar fyrir milljónirnar sem við veittum þeim í neyðarhjálp,“ segir Egil Petersen skipverji á færeyska makrílveiðiskipinu Nærabergi sem ekki fær þjónustu við Reykjavíkurhöfn. 29. ágúst 2014 13:19
Tveir íslenskir viðgerðarmenn um borð í Næraberg 34 skipverjar á færeyska makrílveiðiskipinu Nærabergi fá ekki að fara í land í Reykjavíkurhöfn. 29. ágúst 2014 14:28
Færeyingar alltaf velkomnir í Hornafjarðarhöfn "Hér kom færeyskur línuveiðari inn í dag og fékk hann þá þjónustu sem hann óskaði eftir, eins og þeir Færeysku fiskibátar sem hafa komið hingað í áranna rás.“ 29. ágúst 2014 14:58