„Það er komin heilmikil þreyta í björgunarsveitirnar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. febrúar 2015 11:02 Mikið hefur mætt á björgunarsveitum víða um land í vetur. Vísir/Vilhelm Mikið álag hefur verið á björgunarsveitunum síðustu misseri. Veðurfar hefur verið rysjótt en einnig hefur aukinn fjöldi ferðamanna sem fer um landið að vetrarlagi haft áhrif. Víða um land eru fámennar björgunarsveitir sem mikið hefur mætt á og var þeirri spurningu velt upp í Reykjavík síðdegis í gær hvort að sveitirnar væru komnar inn á starfssvið lögreglunnar, og hvort að ekki væru gerðar of miklar kröfur til þeirra. „Við erum farnir að hafa töluverðar áhyggjur af því, og sérstaklega hér á okkar svæði, að það er komin heilmikil þreyta í björgunarsveitirnar sem við getum nánast kallað stoðdeildir lögreglunnar. Þeir eru í endalausum útköllum, mikið til að bjarga erlendum ferðamönnum, og draga ferðamenn upp úr festum hér og þar við vegina,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn almennrar deildar hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vantar 10-15 lögreglumenn til viðbótar á Suðurland Hann segir að af þessu leiðir að verið sé að nota sveitirnar í verkefni sem bæði lögregla og aðrir þjónustuaðilar eiga að sinna. „Maður finnur það alveg hjá björgunarsveitarmönnum, aðstandendum og vinnuveitendum að við erum að ná ákveðnum þolmörkum.“ Þá segist Sveinn finna það að ekki sé verið að þróa hér kerfi í samræmi við fjölgun ferðamanna. „Hér á Suðurlandi eru 10 lögreglumenn á vakt á hverjum degi, sumar sem vetur, og svæðið okkar nær yfir 24.000 ferkílómetra. Það leynir sér ekki að við höfum ekki mikla yfirsýn yfir allt svæðið. Við höfum því þurft að notfæra okkur björgunarsveitirnar sem er náttúrulega bara hópur sjálfboðaliða sem við erum að rífa úr vinnu annars staðar.“ Sveinn segir að það vanti 10-15 lögreglumenn á svæðið í viðbót til þess að geta sinnt hlutunum almennilega. Þá kallar hann jafnframt eftir lagabreytingum hvað varðar ferðaþjónustu. „Það er ekkert sem hindrar þig núna í að fara og labba Laugaveginn ef þú vilt. Þú þarft ekki að láta neinn vita. Svo ef þú ert orðinn þreyttur og slappur þá sendirðu neyðarkall og við komum.“ Hann vill að fólk verði til að mynda skyldað til að skilja eftir sig ákveðið ferðaplan og fjarskiptaplan áður en það leggur af stað. Hlusta má á viðtalið við Svein í heild sinni hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Neyðarboð bárust frá ferðamönnum Björgunarsveitin Dalbjörg í Eyjafirði og Súlur, björgunarsveitin á Akureyri voru kallaðar út á fimmta tímanum í dag eftir að boð bárust frá SPOT sendi á eða við Urðarvötn. 25. febrúar 2015 17:17 Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs Ekkert hefur spurst til göngukonu síðan á hádegi á föstudag. 22. febrúar 2015 21:57 Björgunarmenn að störfum víða um land Útköll hófust strax í morgun. 8. febrúar 2015 17:43 Ferðamenn urðu illa úti í Öræfasveit „Núna er bara orðið svo mikið af túristum sem vaða bara út í veðrið,“ segir starfsmaður á Hótel Skaftafelli. 23. febrúar 2015 19:54 „Hreinlega náðu ekki andanum“ Konan sem leitað hefur verið að við Mýrdalsjökul er enn ófundin. 22. febrúar 2015 12:56 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Fleiri fréttir Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Sjá meira
Mikið álag hefur verið á björgunarsveitunum síðustu misseri. Veðurfar hefur verið rysjótt en einnig hefur aukinn fjöldi ferðamanna sem fer um landið að vetrarlagi haft áhrif. Víða um land eru fámennar björgunarsveitir sem mikið hefur mætt á og var þeirri spurningu velt upp í Reykjavík síðdegis í gær hvort að sveitirnar væru komnar inn á starfssvið lögreglunnar, og hvort að ekki væru gerðar of miklar kröfur til þeirra. „Við erum farnir að hafa töluverðar áhyggjur af því, og sérstaklega hér á okkar svæði, að það er komin heilmikil þreyta í björgunarsveitirnar sem við getum nánast kallað stoðdeildir lögreglunnar. Þeir eru í endalausum útköllum, mikið til að bjarga erlendum ferðamönnum, og draga ferðamenn upp úr festum hér og þar við vegina,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn almennrar deildar hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vantar 10-15 lögreglumenn til viðbótar á Suðurland Hann segir að af þessu leiðir að verið sé að nota sveitirnar í verkefni sem bæði lögregla og aðrir þjónustuaðilar eiga að sinna. „Maður finnur það alveg hjá björgunarsveitarmönnum, aðstandendum og vinnuveitendum að við erum að ná ákveðnum þolmörkum.“ Þá segist Sveinn finna það að ekki sé verið að þróa hér kerfi í samræmi við fjölgun ferðamanna. „Hér á Suðurlandi eru 10 lögreglumenn á vakt á hverjum degi, sumar sem vetur, og svæðið okkar nær yfir 24.000 ferkílómetra. Það leynir sér ekki að við höfum ekki mikla yfirsýn yfir allt svæðið. Við höfum því þurft að notfæra okkur björgunarsveitirnar sem er náttúrulega bara hópur sjálfboðaliða sem við erum að rífa úr vinnu annars staðar.“ Sveinn segir að það vanti 10-15 lögreglumenn á svæðið í viðbót til þess að geta sinnt hlutunum almennilega. Þá kallar hann jafnframt eftir lagabreytingum hvað varðar ferðaþjónustu. „Það er ekkert sem hindrar þig núna í að fara og labba Laugaveginn ef þú vilt. Þú þarft ekki að láta neinn vita. Svo ef þú ert orðinn þreyttur og slappur þá sendirðu neyðarkall og við komum.“ Hann vill að fólk verði til að mynda skyldað til að skilja eftir sig ákveðið ferðaplan og fjarskiptaplan áður en það leggur af stað. Hlusta má á viðtalið við Svein í heild sinni hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Neyðarboð bárust frá ferðamönnum Björgunarsveitin Dalbjörg í Eyjafirði og Súlur, björgunarsveitin á Akureyri voru kallaðar út á fimmta tímanum í dag eftir að boð bárust frá SPOT sendi á eða við Urðarvötn. 25. febrúar 2015 17:17 Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs Ekkert hefur spurst til göngukonu síðan á hádegi á föstudag. 22. febrúar 2015 21:57 Björgunarmenn að störfum víða um land Útköll hófust strax í morgun. 8. febrúar 2015 17:43 Ferðamenn urðu illa úti í Öræfasveit „Núna er bara orðið svo mikið af túristum sem vaða bara út í veðrið,“ segir starfsmaður á Hótel Skaftafelli. 23. febrúar 2015 19:54 „Hreinlega náðu ekki andanum“ Konan sem leitað hefur verið að við Mýrdalsjökul er enn ófundin. 22. febrúar 2015 12:56 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Fleiri fréttir Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Sjá meira
Neyðarboð bárust frá ferðamönnum Björgunarsveitin Dalbjörg í Eyjafirði og Súlur, björgunarsveitin á Akureyri voru kallaðar út á fimmta tímanum í dag eftir að boð bárust frá SPOT sendi á eða við Urðarvötn. 25. febrúar 2015 17:17
Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs Ekkert hefur spurst til göngukonu síðan á hádegi á föstudag. 22. febrúar 2015 21:57
Ferðamenn urðu illa úti í Öræfasveit „Núna er bara orðið svo mikið af túristum sem vaða bara út í veðrið,“ segir starfsmaður á Hótel Skaftafelli. 23. febrúar 2015 19:54
„Hreinlega náðu ekki andanum“ Konan sem leitað hefur verið að við Mýrdalsjökul er enn ófundin. 22. febrúar 2015 12:56