"Stundum sökuð um að vera ekki há í loftinu“ 23. febrúar 2013 17:08 Katrín Jakobsdóttir þakkaði flokksfélögum sínum traustið eftir að ljóst varð að hún hefði verið kjörinn formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Landsfundi flokksins í dag. „Það kann að vera að ég sé ekki hinn dæmigerði karl í krapinu. Sem betur fer segi ég og vonandi eru fleiri sammála. Ég hef stundum verið sökuð um að vera skrautleg, sökuð um að brosa of mikið, sökuð um að vera ekki há í loftinu, sökuð um að vera ekki nógu róttæk og sökuð um að hrópa ekki nógu hátt. Af þessu er það satt að það eru margir hærri en ég, en ég er reiðubúin til að gera mitt í samvinnu við aðra til að reyna að efla traust á stjórnmálum, til að vinna með fólki og já ég hef sýnt það í verki að ég er reiðubúin til að gera málamiðlanir sem ég tel að skili okkur einhverjum hænufetum áfram í átt að okkar markmiði því að við erum ekki aðeins dæmd af hugsjónum okkar heldur líka þeim málamiðlunum sem við gerum og því hvort þær skila okkur áfram veginn – nær markmiðinu um samfélag jöfnuðar og sjálfbærni, samfélag sem er fyrir fólkið í landinu en ekki aðeins markaður lögaðila sem skipt hafa kökunni á milli sín," sagði Katrín meðal annars í ræðu sinni. Þá nýtti hún tækifærið og þakkaði Steingrími J. Sigfússyni fyrir hans starf sem formaður flokksins undanfarin fjórtán ár. „Ég tek við keflinu af öflugum samherja og góðum vini sem ég virði af öllum hans góðu verkum fyrir málstaðinn. Steingrímur, ég veit að ég tala fyrir hönd allra sem hér eru þegar ég þakka forystuna og hlakka til framhaldsins hvað sem öllu tali um aftursæti og framsæti líður. Vinstri hreyfingin – grænt framboð er rúta!" Katrín kom inná vinnu ríkisstjórns frá hruninu haustið 2008. Þar benti hún á kröftugan vöxt í landsframleiðslu, betri stöðu ríkisstjóðs og hvernig tekist hefði að halda aftur af atvinnuleysi. „Ég ætla hins vegar ekki að standa hér og segja að okkur hafi tekist að ná hinu endanlega markmiði, að byggja hér upp fyrirmyndarsamfélag þar sem lífsgæðum er skipt með réttlátum og jöfnum hætti. Þannig er staðan einfaldlega ekki. Ég ætla ekki heldur að standa hér og eigna okkur Vinstri grænum einum þann árangur sem íslenskt samfélag hefur náð á undanförnum árum. Þetta er hins vegar allt að koma og það sem mest er um vert er að okkur hefði ekki tekist þetta nema vegna þess að við gerðum þetta saman," sagði Katrín og vísaði til allra Íslendinga sem komið hefðu að myndun samfélags hér á Íslandi. Ræðu Katrínar í heild sinni má nálgast hér að neðan. Tengdar fréttir Katrín kjörin með 98% atkvæða Katrín Jakobsdóttir var í dag kjörin formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs með 245 atkvæðum. Fjórir seðlar voru auðir. 249 greiddu atkvæði og var Katrín því kjörin með 98% atkvæða. Hún sagði að það væri ekki hversdaslegur atburður í lífi neins manns að taka við forystu í stjórnmálaflokki. 23. febrúar 2013 13:41 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir þakkaði flokksfélögum sínum traustið eftir að ljóst varð að hún hefði verið kjörinn formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Landsfundi flokksins í dag. „Það kann að vera að ég sé ekki hinn dæmigerði karl í krapinu. Sem betur fer segi ég og vonandi eru fleiri sammála. Ég hef stundum verið sökuð um að vera skrautleg, sökuð um að brosa of mikið, sökuð um að vera ekki há í loftinu, sökuð um að vera ekki nógu róttæk og sökuð um að hrópa ekki nógu hátt. Af þessu er það satt að það eru margir hærri en ég, en ég er reiðubúin til að gera mitt í samvinnu við aðra til að reyna að efla traust á stjórnmálum, til að vinna með fólki og já ég hef sýnt það í verki að ég er reiðubúin til að gera málamiðlanir sem ég tel að skili okkur einhverjum hænufetum áfram í átt að okkar markmiði því að við erum ekki aðeins dæmd af hugsjónum okkar heldur líka þeim málamiðlunum sem við gerum og því hvort þær skila okkur áfram veginn – nær markmiðinu um samfélag jöfnuðar og sjálfbærni, samfélag sem er fyrir fólkið í landinu en ekki aðeins markaður lögaðila sem skipt hafa kökunni á milli sín," sagði Katrín meðal annars í ræðu sinni. Þá nýtti hún tækifærið og þakkaði Steingrími J. Sigfússyni fyrir hans starf sem formaður flokksins undanfarin fjórtán ár. „Ég tek við keflinu af öflugum samherja og góðum vini sem ég virði af öllum hans góðu verkum fyrir málstaðinn. Steingrímur, ég veit að ég tala fyrir hönd allra sem hér eru þegar ég þakka forystuna og hlakka til framhaldsins hvað sem öllu tali um aftursæti og framsæti líður. Vinstri hreyfingin – grænt framboð er rúta!" Katrín kom inná vinnu ríkisstjórns frá hruninu haustið 2008. Þar benti hún á kröftugan vöxt í landsframleiðslu, betri stöðu ríkisstjóðs og hvernig tekist hefði að halda aftur af atvinnuleysi. „Ég ætla hins vegar ekki að standa hér og segja að okkur hafi tekist að ná hinu endanlega markmiði, að byggja hér upp fyrirmyndarsamfélag þar sem lífsgæðum er skipt með réttlátum og jöfnum hætti. Þannig er staðan einfaldlega ekki. Ég ætla ekki heldur að standa hér og eigna okkur Vinstri grænum einum þann árangur sem íslenskt samfélag hefur náð á undanförnum árum. Þetta er hins vegar allt að koma og það sem mest er um vert er að okkur hefði ekki tekist þetta nema vegna þess að við gerðum þetta saman," sagði Katrín og vísaði til allra Íslendinga sem komið hefðu að myndun samfélags hér á Íslandi. Ræðu Katrínar í heild sinni má nálgast hér að neðan.
Tengdar fréttir Katrín kjörin með 98% atkvæða Katrín Jakobsdóttir var í dag kjörin formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs með 245 atkvæðum. Fjórir seðlar voru auðir. 249 greiddu atkvæði og var Katrín því kjörin með 98% atkvæða. Hún sagði að það væri ekki hversdaslegur atburður í lífi neins manns að taka við forystu í stjórnmálaflokki. 23. febrúar 2013 13:41 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Katrín kjörin með 98% atkvæða Katrín Jakobsdóttir var í dag kjörin formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs með 245 atkvæðum. Fjórir seðlar voru auðir. 249 greiddu atkvæði og var Katrín því kjörin með 98% atkvæða. Hún sagði að það væri ekki hversdaslegur atburður í lífi neins manns að taka við forystu í stjórnmálaflokki. 23. febrúar 2013 13:41