Innlent

„Málflutningur þröngsýni og haturs virðist hafa haft sigur í nótt“

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir segist döpur yfir niðurstöðunum.
Katrín Jakobsdóttir segist döpur yfir niðurstöðunum. Fréttablaðið/GVA
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir niðurstöðurnar úr forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nótt hafa komið á óvart. Hún sé döpur yfir þeim, enda geti þær haft ófyrirsegjanlegar afleiðingar í för með sér.

„Málflutningur og þröngsýni virðist hafa haft sigur í nótt. Óánægja almennings með kerfið virðist hafa skilað sér í því að kjósa enn meira hægri. Ófyrirsegjanlegar afleiðingar fyrir stóru verkefnin eins og loftslagsbreytingar og ójöfnuð,“ skrifar Katrín á Facebook-síðu sína.

„Ég átti ekki von á þessum úrslitum enda hafði ég fylgst með fjölmiðlum sem spáðu öðru. Verð að segja að ég er mjög döpur," segir hún.

Donald Trump var í morgun kosinn forseti Bandaríkjanna. Úrslitin voru nokkuð óvænt því skoðanakannanir bentu til þess að yfirgnæfandi líkur væru á sigri Hillary Clinton. Mjótt var á munum framan af en snemma í morgun varð ljóst að Trump hefði farið með sigur af hólmi.

Hér fyrir neðan má sjá færslur nokkurra stjórnmálamanna sem hafa tjáð sig um málið.


Tengdar fréttir

Sigurræða Trump í heild sinni

Donald Trump var sigurreifur er hann hélt sigurræðu sína fyrir stuðningsmenn sína á kosningavöku Trump í New York




Fleiri fréttir

Sjá meira


×