Innlent

„Maður er snortinn yfir þessum stuðningi“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Guðni Th. Jóhannesson þegar hann kynnti framboð sitt fyrir tæpri viku.
Guðni Th. Jóhannesson þegar hann kynnti framboð sitt fyrir tæpri viku. vísir/ernir
Guðni Th. Jóhannesson, forsetaframbjóðandi, segir að skoðanakönnun sem birtist í Fréttablaðinu í dag og sýnir hann með 70 prósent fylgi lofi góðu. Hins vegar sé langur tími til kosninga og ein könnun gefa ekki mikið meir en ákveðnar vísbendingar.

„Það sem veitir mér mesta ánægju og kraft er þessi ótrúlegi stuðningur hvaðanæva að. Það er ekki hægt að lýsa því hvað margir vilja leggja framboðinu lið. Fólk sem ég þekki, fólk sem ég hef aldrei heyrt af áður, fólk sem setur sig bara í samband og spyr „Hvað get ég gert?“ Þetta er bylgja sem er ánægjulegt að fylgjast með og maður er snortinn yfir þessum stuðningi,“ segir Guðni í samtali við Vísi.

Hann segir að þessi mikli stuðningur og bylgja fólks sem vill leggja honum lið sé meiri en hann bjóst við þegar hann kynnti framboð sitt þó hann hafi vissulega fundið fyrir miklum meðbyr í aðdragandanum.

 

„Kannski sér fólk í þessu framboði einhverja von um það að við getum reynt að standa saman og horft björtum augum til framtíðarinnar. Við þurfum ekki að óttast það sem er framundan.“


Tengdar fréttir

Varast ber að vanmeta Davíð

Heilmiklar sviptingar í baráttunni um Bessastaði síðastliðna daga hafa orðið til þess að öll spil eru enn á borðinu að mati stjórnmálafræðiprófessors.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×