„Helsta hættan sem steðjar að Íslandi í dag er ekki íslam heldur uppgangur fasískra afla“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2014 14:44 Sigurður Hólm Gunnarsson, stjórnarmaður í Siðmennt, hélt á laugardaginn erindi á málþingi félagsins, Þurfum við að óttast íslam?, sem bar yfirskriftina „Trúfrelsi, veraldlegt samfélag og íslam“. Hann var í viðtali við Harmageddon í morgun og lýsti þar meðal annars hótunum sem hann hefur fengið í kjölfar málþingsins. „Það er óhætt að segja að fólk hafi komið úr skúmaskotum eftir þetta blessaða málþing. Ef þið lesið bara það sem hefur verið skrifað á Facebook-vegginn minn þá er margt þar miður geðfellt og bara ógeðslegt. Þarna inn á milli leynast svo beinar hótanir, hótanir um ofbeldi. [...] Gott dæmi er að það er gefið í skyn að sá sem talar um múslima eins og ég sé að fremja einhvers konar landráð, og landráð er dauðasök. Svo hef ég fengið skilaboð frá mönnum sem eru með ofbeldisdóma á bakinu og eru þá að tala með þessum hætti um mig,“ segir Sigurður. Hann segir múslima einnig verða fyrir hótunum og hann hafi talað við einstaklinga í þeirra hópi sem séu löngu hættir að ganga um óvopnaðir því þeir hafi orðið fyrir svo miklu aðkasti. Sigurður segist ekki sætta sig við að umræðan um trúarbrögð sé með svo öfgakenndum hætti sem raun ber vitni. Hann gagnrýnir jafnframt þá sem hafa tjáð sig um fundinn og haldið því fram að þar hafi enginn talað gegn íslam. Sigurður segir það einfaldlega ekki rétt. Hann sjálfur hafi til að mynda gagnrýnt íslam í erindi sínu fundinum enda telji hann það gríðarlega mikilvægt að gagnrýna trúarbrögð, íslam jafnt sem kristni.Óttast beri þær öfgahreyfingar sem hvetja til einangrunar, ofbeldis eða frelsisskerðingar Markmið fundarins hafi þó fyrst og fremst verið að taka umræðuna frá öfgafólki sem vitnar „endalaust í neikvæðar fréttir um múslima, talar bara neikvætt um þá og myndi aldrei segja neitt jákvætt um þessi trúarbrögð eða leyfa þeim að vera til.“ Sigurður er þar að auki þeirrar skoðunar að óttast beri þær öfgahreyfingar sem hvetja til einangrunar, ofbeldis eða frelsisskerðingar. „Helsta hættan sem steðjar að Íslandi í dag er ekki íslam heldur uppgangur fasískra afla. Múslimar hafa engin völd á Íslandi. Þessir menn, sem tala hvað harðast gegn íslam, þeir hafa bara töluverð völd, þó þau séu kannski ekki bein þá eru þau óbein. [...] Þetta fólk daðrar við fasisma.“ Hann viðurkennir þó að sumir sem vilji banna íslam telji að þeim gangi gott eitt til en aðrir ekki. Hlusta má á viðtal Harmageddon við Sigurð í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Þá má einnig hlusta á viðtal við Margréti Friðriksdóttur sem gagnrýnt hefur málflutning Sigurðar og meðal annars sakað hann um að vilja leggja kristið fólk í einelti. Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Sigurður Hólm Gunnarsson, stjórnarmaður í Siðmennt, hélt á laugardaginn erindi á málþingi félagsins, Þurfum við að óttast íslam?, sem bar yfirskriftina „Trúfrelsi, veraldlegt samfélag og íslam“. Hann var í viðtali við Harmageddon í morgun og lýsti þar meðal annars hótunum sem hann hefur fengið í kjölfar málþingsins. „Það er óhætt að segja að fólk hafi komið úr skúmaskotum eftir þetta blessaða málþing. Ef þið lesið bara það sem hefur verið skrifað á Facebook-vegginn minn þá er margt þar miður geðfellt og bara ógeðslegt. Þarna inn á milli leynast svo beinar hótanir, hótanir um ofbeldi. [...] Gott dæmi er að það er gefið í skyn að sá sem talar um múslima eins og ég sé að fremja einhvers konar landráð, og landráð er dauðasök. Svo hef ég fengið skilaboð frá mönnum sem eru með ofbeldisdóma á bakinu og eru þá að tala með þessum hætti um mig,“ segir Sigurður. Hann segir múslima einnig verða fyrir hótunum og hann hafi talað við einstaklinga í þeirra hópi sem séu löngu hættir að ganga um óvopnaðir því þeir hafi orðið fyrir svo miklu aðkasti. Sigurður segist ekki sætta sig við að umræðan um trúarbrögð sé með svo öfgakenndum hætti sem raun ber vitni. Hann gagnrýnir jafnframt þá sem hafa tjáð sig um fundinn og haldið því fram að þar hafi enginn talað gegn íslam. Sigurður segir það einfaldlega ekki rétt. Hann sjálfur hafi til að mynda gagnrýnt íslam í erindi sínu fundinum enda telji hann það gríðarlega mikilvægt að gagnrýna trúarbrögð, íslam jafnt sem kristni.Óttast beri þær öfgahreyfingar sem hvetja til einangrunar, ofbeldis eða frelsisskerðingar Markmið fundarins hafi þó fyrst og fremst verið að taka umræðuna frá öfgafólki sem vitnar „endalaust í neikvæðar fréttir um múslima, talar bara neikvætt um þá og myndi aldrei segja neitt jákvætt um þessi trúarbrögð eða leyfa þeim að vera til.“ Sigurður er þar að auki þeirrar skoðunar að óttast beri þær öfgahreyfingar sem hvetja til einangrunar, ofbeldis eða frelsisskerðingar. „Helsta hættan sem steðjar að Íslandi í dag er ekki íslam heldur uppgangur fasískra afla. Múslimar hafa engin völd á Íslandi. Þessir menn, sem tala hvað harðast gegn íslam, þeir hafa bara töluverð völd, þó þau séu kannski ekki bein þá eru þau óbein. [...] Þetta fólk daðrar við fasisma.“ Hann viðurkennir þó að sumir sem vilji banna íslam telji að þeim gangi gott eitt til en aðrir ekki. Hlusta má á viðtal Harmageddon við Sigurð í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Þá má einnig hlusta á viðtal við Margréti Friðriksdóttur sem gagnrýnt hefur málflutning Sigurðar og meðal annars sakað hann um að vilja leggja kristið fólk í einelti.
Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira