„Helsta hættan sem steðjar að Íslandi í dag er ekki íslam heldur uppgangur fasískra afla“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2014 14:44 Sigurður Hólm Gunnarsson, stjórnarmaður í Siðmennt, hélt á laugardaginn erindi á málþingi félagsins, Þurfum við að óttast íslam?, sem bar yfirskriftina „Trúfrelsi, veraldlegt samfélag og íslam“. Hann var í viðtali við Harmageddon í morgun og lýsti þar meðal annars hótunum sem hann hefur fengið í kjölfar málþingsins. „Það er óhætt að segja að fólk hafi komið úr skúmaskotum eftir þetta blessaða málþing. Ef þið lesið bara það sem hefur verið skrifað á Facebook-vegginn minn þá er margt þar miður geðfellt og bara ógeðslegt. Þarna inn á milli leynast svo beinar hótanir, hótanir um ofbeldi. [...] Gott dæmi er að það er gefið í skyn að sá sem talar um múslima eins og ég sé að fremja einhvers konar landráð, og landráð er dauðasök. Svo hef ég fengið skilaboð frá mönnum sem eru með ofbeldisdóma á bakinu og eru þá að tala með þessum hætti um mig,“ segir Sigurður. Hann segir múslima einnig verða fyrir hótunum og hann hafi talað við einstaklinga í þeirra hópi sem séu löngu hættir að ganga um óvopnaðir því þeir hafi orðið fyrir svo miklu aðkasti. Sigurður segist ekki sætta sig við að umræðan um trúarbrögð sé með svo öfgakenndum hætti sem raun ber vitni. Hann gagnrýnir jafnframt þá sem hafa tjáð sig um fundinn og haldið því fram að þar hafi enginn talað gegn íslam. Sigurður segir það einfaldlega ekki rétt. Hann sjálfur hafi til að mynda gagnrýnt íslam í erindi sínu fundinum enda telji hann það gríðarlega mikilvægt að gagnrýna trúarbrögð, íslam jafnt sem kristni.Óttast beri þær öfgahreyfingar sem hvetja til einangrunar, ofbeldis eða frelsisskerðingar Markmið fundarins hafi þó fyrst og fremst verið að taka umræðuna frá öfgafólki sem vitnar „endalaust í neikvæðar fréttir um múslima, talar bara neikvætt um þá og myndi aldrei segja neitt jákvætt um þessi trúarbrögð eða leyfa þeim að vera til.“ Sigurður er þar að auki þeirrar skoðunar að óttast beri þær öfgahreyfingar sem hvetja til einangrunar, ofbeldis eða frelsisskerðingar. „Helsta hættan sem steðjar að Íslandi í dag er ekki íslam heldur uppgangur fasískra afla. Múslimar hafa engin völd á Íslandi. Þessir menn, sem tala hvað harðast gegn íslam, þeir hafa bara töluverð völd, þó þau séu kannski ekki bein þá eru þau óbein. [...] Þetta fólk daðrar við fasisma.“ Hann viðurkennir þó að sumir sem vilji banna íslam telji að þeim gangi gott eitt til en aðrir ekki. Hlusta má á viðtal Harmageddon við Sigurð í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Þá má einnig hlusta á viðtal við Margréti Friðriksdóttur sem gagnrýnt hefur málflutning Sigurðar og meðal annars sakað hann um að vilja leggja kristið fólk í einelti. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Sigurður Hólm Gunnarsson, stjórnarmaður í Siðmennt, hélt á laugardaginn erindi á málþingi félagsins, Þurfum við að óttast íslam?, sem bar yfirskriftina „Trúfrelsi, veraldlegt samfélag og íslam“. Hann var í viðtali við Harmageddon í morgun og lýsti þar meðal annars hótunum sem hann hefur fengið í kjölfar málþingsins. „Það er óhætt að segja að fólk hafi komið úr skúmaskotum eftir þetta blessaða málþing. Ef þið lesið bara það sem hefur verið skrifað á Facebook-vegginn minn þá er margt þar miður geðfellt og bara ógeðslegt. Þarna inn á milli leynast svo beinar hótanir, hótanir um ofbeldi. [...] Gott dæmi er að það er gefið í skyn að sá sem talar um múslima eins og ég sé að fremja einhvers konar landráð, og landráð er dauðasök. Svo hef ég fengið skilaboð frá mönnum sem eru með ofbeldisdóma á bakinu og eru þá að tala með þessum hætti um mig,“ segir Sigurður. Hann segir múslima einnig verða fyrir hótunum og hann hafi talað við einstaklinga í þeirra hópi sem séu löngu hættir að ganga um óvopnaðir því þeir hafi orðið fyrir svo miklu aðkasti. Sigurður segist ekki sætta sig við að umræðan um trúarbrögð sé með svo öfgakenndum hætti sem raun ber vitni. Hann gagnrýnir jafnframt þá sem hafa tjáð sig um fundinn og haldið því fram að þar hafi enginn talað gegn íslam. Sigurður segir það einfaldlega ekki rétt. Hann sjálfur hafi til að mynda gagnrýnt íslam í erindi sínu fundinum enda telji hann það gríðarlega mikilvægt að gagnrýna trúarbrögð, íslam jafnt sem kristni.Óttast beri þær öfgahreyfingar sem hvetja til einangrunar, ofbeldis eða frelsisskerðingar Markmið fundarins hafi þó fyrst og fremst verið að taka umræðuna frá öfgafólki sem vitnar „endalaust í neikvæðar fréttir um múslima, talar bara neikvætt um þá og myndi aldrei segja neitt jákvætt um þessi trúarbrögð eða leyfa þeim að vera til.“ Sigurður er þar að auki þeirrar skoðunar að óttast beri þær öfgahreyfingar sem hvetja til einangrunar, ofbeldis eða frelsisskerðingar. „Helsta hættan sem steðjar að Íslandi í dag er ekki íslam heldur uppgangur fasískra afla. Múslimar hafa engin völd á Íslandi. Þessir menn, sem tala hvað harðast gegn íslam, þeir hafa bara töluverð völd, þó þau séu kannski ekki bein þá eru þau óbein. [...] Þetta fólk daðrar við fasisma.“ Hann viðurkennir þó að sumir sem vilji banna íslam telji að þeim gangi gott eitt til en aðrir ekki. Hlusta má á viðtal Harmageddon við Sigurð í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Þá má einnig hlusta á viðtal við Margréti Friðriksdóttur sem gagnrýnt hefur málflutning Sigurðar og meðal annars sakað hann um að vilja leggja kristið fólk í einelti.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira