„Heimalærdómur barna gagnslaus og jafnvel skaðlegur“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. ágúst 2013 14:48 Sigurður Hólm Gunnarsson iðjuþjálfi (t.v.) og Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. „Heimalærdómur barna er gagnslaus og jafnvel skaðlegur.“ Þetta fullyrðir bloggarinn og iðjuþjálfinn Sigurður Hólm Gunnarsson í færslu sem hann birtir í dag. Hann telur íþyngjandi heimalærdóm búa til neikvæða tengingu við skóla og nám hjá grunnskólabörnum, og gengur svo langt að hvetja til þess að skólatöskum sé hent. „Ég setti fyrirsögnina fram svolítið ögrandi viljandi til að fá umræðuna,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. „Eflaust er heimanám gott í einhverjum tilfellum en ég velti því fyrir mér hvort árangurinn sé nægilega mikill til að það borgi sig.“ Sigurður segir heimalærdóminn geta valdið togstreitu heima fyrir og mismuni börnum eftir því hvar foreldrar eru staddir. Þeir geti verið þreyttir, með andleg eða líkamleg veikindi, eða hreinlega ekki góðir námsmenn sjálfir. „Það er hlutverk menntastofnana að útbúa umhverfi þar sem börn geta lært og ég veit að sumir skólar eru með sérstök námsver þar sem krakkar geta lært það sem venjulega er í heimavinnunni. En þetta er langur vinnudagur og krakkarnir oft jafn lengi í skólanum og foreldrar í vinnunni. Það er svolítið skrýtið finnst mér að senda börn heim með mikinn heimalærdóm eftir 8 eða 9 tíma vinnudag í skólanum.“Treysta sér ekki til að hjálpa „Það eru skiptar skoðanir um þetta eins og margt annað,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. „Mörgum finnst þetta vera um of á meðan öðrum finnst þetta nauðsynlegt. Svo fer þetta eftir aldri barna, námsgreinum og öðru.“ Ólafur kannast við að sumir foreldrar treysti sér illa til að hjálpa börnum sínum við heimanámið og hafi jafnvel óskað eftir hjálp við að veita hjálp. „Stundum eru verkefnin orðin svo snúin og svo er ætlast til þess að þú, kannski tuttugu árum eftir að þú útskrifaðist úr skóla, kunnir þetta allt saman.“ En hefur komið til tals að endurskoða hlutfall milli heimanáms og þeirrar vinnu sem fram fer í kennslustundum? „Ég held að menn séu bara ekkert að vinna út frá neinu hlutfalli. Menn eru bara með sína kennsluáætlun og það er til áætlun um það hvaða námsefni á að komast yfir á hvaða tíma. Það er svo samstarf kennara, foreldra og nemanda að komast yfir það efni. Þeir sem standa best þurfa stundum minni heimavinnu en hinir þannig að þetta er ekkert reiknað í prósentum eða hlutföllum. En við þekkjum alveg og heyrum alveg af kennurum sem vilja ekki hafa neinn heimalærdóm.“ Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
„Heimalærdómur barna er gagnslaus og jafnvel skaðlegur.“ Þetta fullyrðir bloggarinn og iðjuþjálfinn Sigurður Hólm Gunnarsson í færslu sem hann birtir í dag. Hann telur íþyngjandi heimalærdóm búa til neikvæða tengingu við skóla og nám hjá grunnskólabörnum, og gengur svo langt að hvetja til þess að skólatöskum sé hent. „Ég setti fyrirsögnina fram svolítið ögrandi viljandi til að fá umræðuna,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. „Eflaust er heimanám gott í einhverjum tilfellum en ég velti því fyrir mér hvort árangurinn sé nægilega mikill til að það borgi sig.“ Sigurður segir heimalærdóminn geta valdið togstreitu heima fyrir og mismuni börnum eftir því hvar foreldrar eru staddir. Þeir geti verið þreyttir, með andleg eða líkamleg veikindi, eða hreinlega ekki góðir námsmenn sjálfir. „Það er hlutverk menntastofnana að útbúa umhverfi þar sem börn geta lært og ég veit að sumir skólar eru með sérstök námsver þar sem krakkar geta lært það sem venjulega er í heimavinnunni. En þetta er langur vinnudagur og krakkarnir oft jafn lengi í skólanum og foreldrar í vinnunni. Það er svolítið skrýtið finnst mér að senda börn heim með mikinn heimalærdóm eftir 8 eða 9 tíma vinnudag í skólanum.“Treysta sér ekki til að hjálpa „Það eru skiptar skoðanir um þetta eins og margt annað,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. „Mörgum finnst þetta vera um of á meðan öðrum finnst þetta nauðsynlegt. Svo fer þetta eftir aldri barna, námsgreinum og öðru.“ Ólafur kannast við að sumir foreldrar treysti sér illa til að hjálpa börnum sínum við heimanámið og hafi jafnvel óskað eftir hjálp við að veita hjálp. „Stundum eru verkefnin orðin svo snúin og svo er ætlast til þess að þú, kannski tuttugu árum eftir að þú útskrifaðist úr skóla, kunnir þetta allt saman.“ En hefur komið til tals að endurskoða hlutfall milli heimanáms og þeirrar vinnu sem fram fer í kennslustundum? „Ég held að menn séu bara ekkert að vinna út frá neinu hlutfalli. Menn eru bara með sína kennsluáætlun og það er til áætlun um það hvaða námsefni á að komast yfir á hvaða tíma. Það er svo samstarf kennara, foreldra og nemanda að komast yfir það efni. Þeir sem standa best þurfa stundum minni heimavinnu en hinir þannig að þetta er ekkert reiknað í prósentum eða hlutföllum. En við þekkjum alveg og heyrum alveg af kennurum sem vilja ekki hafa neinn heimalærdóm.“
Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira