„Heimalærdómur barna gagnslaus og jafnvel skaðlegur“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. ágúst 2013 14:48 Sigurður Hólm Gunnarsson iðjuþjálfi (t.v.) og Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. „Heimalærdómur barna er gagnslaus og jafnvel skaðlegur.“ Þetta fullyrðir bloggarinn og iðjuþjálfinn Sigurður Hólm Gunnarsson í færslu sem hann birtir í dag. Hann telur íþyngjandi heimalærdóm búa til neikvæða tengingu við skóla og nám hjá grunnskólabörnum, og gengur svo langt að hvetja til þess að skólatöskum sé hent. „Ég setti fyrirsögnina fram svolítið ögrandi viljandi til að fá umræðuna,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. „Eflaust er heimanám gott í einhverjum tilfellum en ég velti því fyrir mér hvort árangurinn sé nægilega mikill til að það borgi sig.“ Sigurður segir heimalærdóminn geta valdið togstreitu heima fyrir og mismuni börnum eftir því hvar foreldrar eru staddir. Þeir geti verið þreyttir, með andleg eða líkamleg veikindi, eða hreinlega ekki góðir námsmenn sjálfir. „Það er hlutverk menntastofnana að útbúa umhverfi þar sem börn geta lært og ég veit að sumir skólar eru með sérstök námsver þar sem krakkar geta lært það sem venjulega er í heimavinnunni. En þetta er langur vinnudagur og krakkarnir oft jafn lengi í skólanum og foreldrar í vinnunni. Það er svolítið skrýtið finnst mér að senda börn heim með mikinn heimalærdóm eftir 8 eða 9 tíma vinnudag í skólanum.“Treysta sér ekki til að hjálpa „Það eru skiptar skoðanir um þetta eins og margt annað,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. „Mörgum finnst þetta vera um of á meðan öðrum finnst þetta nauðsynlegt. Svo fer þetta eftir aldri barna, námsgreinum og öðru.“ Ólafur kannast við að sumir foreldrar treysti sér illa til að hjálpa börnum sínum við heimanámið og hafi jafnvel óskað eftir hjálp við að veita hjálp. „Stundum eru verkefnin orðin svo snúin og svo er ætlast til þess að þú, kannski tuttugu árum eftir að þú útskrifaðist úr skóla, kunnir þetta allt saman.“ En hefur komið til tals að endurskoða hlutfall milli heimanáms og þeirrar vinnu sem fram fer í kennslustundum? „Ég held að menn séu bara ekkert að vinna út frá neinu hlutfalli. Menn eru bara með sína kennsluáætlun og það er til áætlun um það hvaða námsefni á að komast yfir á hvaða tíma. Það er svo samstarf kennara, foreldra og nemanda að komast yfir það efni. Þeir sem standa best þurfa stundum minni heimavinnu en hinir þannig að þetta er ekkert reiknað í prósentum eða hlutföllum. En við þekkjum alveg og heyrum alveg af kennurum sem vilja ekki hafa neinn heimalærdóm.“ Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Sjá meira
„Heimalærdómur barna er gagnslaus og jafnvel skaðlegur.“ Þetta fullyrðir bloggarinn og iðjuþjálfinn Sigurður Hólm Gunnarsson í færslu sem hann birtir í dag. Hann telur íþyngjandi heimalærdóm búa til neikvæða tengingu við skóla og nám hjá grunnskólabörnum, og gengur svo langt að hvetja til þess að skólatöskum sé hent. „Ég setti fyrirsögnina fram svolítið ögrandi viljandi til að fá umræðuna,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. „Eflaust er heimanám gott í einhverjum tilfellum en ég velti því fyrir mér hvort árangurinn sé nægilega mikill til að það borgi sig.“ Sigurður segir heimalærdóminn geta valdið togstreitu heima fyrir og mismuni börnum eftir því hvar foreldrar eru staddir. Þeir geti verið þreyttir, með andleg eða líkamleg veikindi, eða hreinlega ekki góðir námsmenn sjálfir. „Það er hlutverk menntastofnana að útbúa umhverfi þar sem börn geta lært og ég veit að sumir skólar eru með sérstök námsver þar sem krakkar geta lært það sem venjulega er í heimavinnunni. En þetta er langur vinnudagur og krakkarnir oft jafn lengi í skólanum og foreldrar í vinnunni. Það er svolítið skrýtið finnst mér að senda börn heim með mikinn heimalærdóm eftir 8 eða 9 tíma vinnudag í skólanum.“Treysta sér ekki til að hjálpa „Það eru skiptar skoðanir um þetta eins og margt annað,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. „Mörgum finnst þetta vera um of á meðan öðrum finnst þetta nauðsynlegt. Svo fer þetta eftir aldri barna, námsgreinum og öðru.“ Ólafur kannast við að sumir foreldrar treysti sér illa til að hjálpa börnum sínum við heimanámið og hafi jafnvel óskað eftir hjálp við að veita hjálp. „Stundum eru verkefnin orðin svo snúin og svo er ætlast til þess að þú, kannski tuttugu árum eftir að þú útskrifaðist úr skóla, kunnir þetta allt saman.“ En hefur komið til tals að endurskoða hlutfall milli heimanáms og þeirrar vinnu sem fram fer í kennslustundum? „Ég held að menn séu bara ekkert að vinna út frá neinu hlutfalli. Menn eru bara með sína kennsluáætlun og það er til áætlun um það hvaða námsefni á að komast yfir á hvaða tíma. Það er svo samstarf kennara, foreldra og nemanda að komast yfir það efni. Þeir sem standa best þurfa stundum minni heimavinnu en hinir þannig að þetta er ekkert reiknað í prósentum eða hlutföllum. En við þekkjum alveg og heyrum alveg af kennurum sem vilja ekki hafa neinn heimalærdóm.“
Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Sjá meira