„Fíflagangur“ sófakastaranna við Krýsuvíkurbjarg kostaði þá 30 þúsund krónur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2016 09:59 Frá sófakastinu við Krísuvíkurbjarg þann 30. október. Vísir Grindvíkingarnir sem staðnir voru að því að henda sófasetti fram af Krýsuvíkurbjargi þann 30. október síðastliðinn þurfa hvor um sig að greiða 30 þúsund krónur í sekt vegna athæfisins. Þeir sleppa þó við tilraunir til að endurheimta sófann enda má flestum vera ljóst að um ómögulegt og stórhættulegt verkefni væri að ræða. Mennirnir, sem báðir eru á fertugsaldri, voru gripnir glóðvolgir af áhugaljósmyndara sem trúði varla sínum eigin augum þegar tveir stólar auk sófans flugu fram af bjargbrúninni. Taldi hann upphaflega að þeir væru ljósmyndarar þegar hann sá þá taka húsgögnin út úr jeppa sínum. Mennirnir tveir sögðu í viðtali við hádegisfréttir Bylgjunnar daginn eftir að um hefði verið að ræða fíflagang í þeim félögunum.Viðtalið má heyra hér að neðan.„Sumum finnst þetta fyndið en öðrum ekki. Ég er kannski í þessum hópi sem fannst þetta fyndið, ég veit það ekki,“ sagði Magnús Ólafur Ólafsson. Svavar Þór Svavarsson tók í svipaðan streng. „Við ákváðum bara að taka rúntinn þangað því okkur hefur alltaf langað til að henda svona niður,“ sagði Svavar. Báðir sögðust þeir sjá eftir þessu í ljósi umræðunnar sem kviknaði í kjölfar umfjöllunar um uppátæki þeirra. Vilhjálmur Reyr Þórhallsson, lögfræðingur hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum, staðfestir í samtali við Vísi að mennirnir hafi gengist við lögreglustjórasátt í formi sektargerðar. Báðir hafi samþykkt sektina sem hljóðaði upp á 30 þúsund krónur. Hann segir hafa verið erfitt að finna lagabókstaf sem uppátæki þeirra heyrði undir. Fyrst hafi verið horft til þess að heimfæra brotið undir lög um mengunarvarnir en þar hafi ekkert fundist sem sófakastið hafi getað heyrt undir.Mennirnir að taka sófann út úr jeppanum.VísirFór svo að brotið var heimfært undir lögreglusamþykkt fyrir Hafnarfjarðarkaupstað en málið kom upp í umdæmi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Suðurnesjamenn hafi óskað eftir því að sjá um að ljúka málinu. Miðað var við 19. og 33. grein samþykktarinnar við ákvörðun refsingar. Í 19. grein samþykktarinnar segir að „Enginn má fleygja rusli eða öðru þess háttar á almannafæri nema í þar til gerð ílát. Enginn má fleygja rusli eða öðru þess háttar á lóð eða land annars manns. Hver sem það gerir skal flytja óhreinindin tafarlaust í burt á sinn kostnað.“ Í 33. grein samþykktarinnar segir að brot sem þessi varða sektum nema þyngri refsingar liggi fyrir samkvæmt öðrum lögum eða reglugerðum. Vilhjálmur segir að ekki hafi verið gerð sú krafa að mennirnir endurheimtu húsgögnin. Tengdar fréttir „Bara fíflagangur í okkur félögunum“ Umhverfissóðarnir sem staðnir voru að verki við að fleygja sófum fram af Krísuvíkurbjargi segjast alltaf hafa langað til að prófa að henda hlutum þar fram af. 1. nóvember 2015 12:45 Myndaði umhverfissóða er þeir fleygðu sófum fram af Krísuvíkurbjargi Ljósmyndari á Reykjanesi sem hugðist festa sólarlagið á filmu brá sér í hlutverk rannsóknarlögreglumanns þegar tveir menn á gráum Land Cruiser hentu þremur sófum í flæðarmálið í kvöld. 31. október 2015 20:14 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Grindvíkingarnir sem staðnir voru að því að henda sófasetti fram af Krýsuvíkurbjargi þann 30. október síðastliðinn þurfa hvor um sig að greiða 30 þúsund krónur í sekt vegna athæfisins. Þeir sleppa þó við tilraunir til að endurheimta sófann enda má flestum vera ljóst að um ómögulegt og stórhættulegt verkefni væri að ræða. Mennirnir, sem báðir eru á fertugsaldri, voru gripnir glóðvolgir af áhugaljósmyndara sem trúði varla sínum eigin augum þegar tveir stólar auk sófans flugu fram af bjargbrúninni. Taldi hann upphaflega að þeir væru ljósmyndarar þegar hann sá þá taka húsgögnin út úr jeppa sínum. Mennirnir tveir sögðu í viðtali við hádegisfréttir Bylgjunnar daginn eftir að um hefði verið að ræða fíflagang í þeim félögunum.Viðtalið má heyra hér að neðan.„Sumum finnst þetta fyndið en öðrum ekki. Ég er kannski í þessum hópi sem fannst þetta fyndið, ég veit það ekki,“ sagði Magnús Ólafur Ólafsson. Svavar Þór Svavarsson tók í svipaðan streng. „Við ákváðum bara að taka rúntinn þangað því okkur hefur alltaf langað til að henda svona niður,“ sagði Svavar. Báðir sögðust þeir sjá eftir þessu í ljósi umræðunnar sem kviknaði í kjölfar umfjöllunar um uppátæki þeirra. Vilhjálmur Reyr Þórhallsson, lögfræðingur hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum, staðfestir í samtali við Vísi að mennirnir hafi gengist við lögreglustjórasátt í formi sektargerðar. Báðir hafi samþykkt sektina sem hljóðaði upp á 30 þúsund krónur. Hann segir hafa verið erfitt að finna lagabókstaf sem uppátæki þeirra heyrði undir. Fyrst hafi verið horft til þess að heimfæra brotið undir lög um mengunarvarnir en þar hafi ekkert fundist sem sófakastið hafi getað heyrt undir.Mennirnir að taka sófann út úr jeppanum.VísirFór svo að brotið var heimfært undir lögreglusamþykkt fyrir Hafnarfjarðarkaupstað en málið kom upp í umdæmi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Suðurnesjamenn hafi óskað eftir því að sjá um að ljúka málinu. Miðað var við 19. og 33. grein samþykktarinnar við ákvörðun refsingar. Í 19. grein samþykktarinnar segir að „Enginn má fleygja rusli eða öðru þess háttar á almannafæri nema í þar til gerð ílát. Enginn má fleygja rusli eða öðru þess háttar á lóð eða land annars manns. Hver sem það gerir skal flytja óhreinindin tafarlaust í burt á sinn kostnað.“ Í 33. grein samþykktarinnar segir að brot sem þessi varða sektum nema þyngri refsingar liggi fyrir samkvæmt öðrum lögum eða reglugerðum. Vilhjálmur segir að ekki hafi verið gerð sú krafa að mennirnir endurheimtu húsgögnin.
Tengdar fréttir „Bara fíflagangur í okkur félögunum“ Umhverfissóðarnir sem staðnir voru að verki við að fleygja sófum fram af Krísuvíkurbjargi segjast alltaf hafa langað til að prófa að henda hlutum þar fram af. 1. nóvember 2015 12:45 Myndaði umhverfissóða er þeir fleygðu sófum fram af Krísuvíkurbjargi Ljósmyndari á Reykjanesi sem hugðist festa sólarlagið á filmu brá sér í hlutverk rannsóknarlögreglumanns þegar tveir menn á gráum Land Cruiser hentu þremur sófum í flæðarmálið í kvöld. 31. október 2015 20:14 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
„Bara fíflagangur í okkur félögunum“ Umhverfissóðarnir sem staðnir voru að verki við að fleygja sófum fram af Krísuvíkurbjargi segjast alltaf hafa langað til að prófa að henda hlutum þar fram af. 1. nóvember 2015 12:45
Myndaði umhverfissóða er þeir fleygðu sófum fram af Krísuvíkurbjargi Ljósmyndari á Reykjanesi sem hugðist festa sólarlagið á filmu brá sér í hlutverk rannsóknarlögreglumanns þegar tveir menn á gráum Land Cruiser hentu þremur sófum í flæðarmálið í kvöld. 31. október 2015 20:14