"Ég var bara með svo fjandi mikla túrverki!“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 9. apríl 2016 19:30 Átján ára stúlka vill opna umræðuna um sjúkdóminn legslímuflakk sem hún segir stjórna lífi sínu. Fjöldi kvenna á öllum aldri þjáist vegna þessa sjúkdóms en samtök um legslímuflakk fögnuðu tíu ára afmæli í dag. Legslímuflakk eða endómetríósa er krónískur, sársaukafullur sjúkdómur sem orsakast af því að frumur úr innra lagi legsins finnast á öðrum stöðum í kviðarholinu. Mikill sársauki við og fyrir blæðingar er helsta einkenni sjúkdómsins, auk sársauka við egglos og þvaglos, ógleði, síþreytu og ófrjósemi. Talið er að um tíu prósent kvenna á öllum aldri þjáist af legslímuflakki. Samtök um legslímuflakk fagna tíu ára afmæli í dag af því tilefni sögðu nokkrar konur frá sinni reynslu af sjúkdómnum. Hin átján ára Hafdís Einarsdóttir segir sjúkdóminn að miklu leyti stjórna lífi sínu. „Ég hef misst mjög mikið úr skóla og vinnu. Ég á erfitt með að plana fram í tímann og þarf bara að taka einn dag í einu því þessir verkir koma bara allt í einu. Þeir hafa þannig áhrif að ég þarf alltaf að vera tilbúin,“ segir Hafdís. Hún segir mikla vitundarvaknkngu um sjúkdóminn hafa orðið undanfarin ár og þá sérstaklega með tilkomu samtakanna en vill þó opna umræðuna enn frekar. „Það er ekkert eðlilegt við það að vera með það slæma túrverki að það líði yfir mann, maður kasti upp eða geti ekki farið í vinnuna. Eða þurfi að taka sterk verkjalyf, það þykir víst ekki eðlilegt. Eftir að þessi samtök komu fyrir tíu árum síðan þá fór þessi vitundarvakning í gang og hugarfarið breyttist,“ segir Inga Jóna Óskarsdóttir sem einnig þjáist af legslímuflakki. Hafdís segist tala opinskátt um sjúkdóminn við fólk. „Algjörlega. Ég bara segi við fólkið í skólanum ef það er eitthvað að spyrja mig hvers vegna ég hafi ekki verið í skólanum - já ég var bara með svo fjandi mikla túrverki! Þetta er ekkert feimnismál og á ekki að vera,“ segir hin átján ára gamla Hafdís. Tengdar fréttir Blæðingar var ógeðslegt orð Erna Jónsdóttir gat ekki eignast börn og vissi aldrei af hverju. Á sjötugsaldri las hún grein og í kjölfarið sjúkdómsgreindi hún sjálfa sig. 5. desember 2015 10:00 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Sjá meira
Átján ára stúlka vill opna umræðuna um sjúkdóminn legslímuflakk sem hún segir stjórna lífi sínu. Fjöldi kvenna á öllum aldri þjáist vegna þessa sjúkdóms en samtök um legslímuflakk fögnuðu tíu ára afmæli í dag. Legslímuflakk eða endómetríósa er krónískur, sársaukafullur sjúkdómur sem orsakast af því að frumur úr innra lagi legsins finnast á öðrum stöðum í kviðarholinu. Mikill sársauki við og fyrir blæðingar er helsta einkenni sjúkdómsins, auk sársauka við egglos og þvaglos, ógleði, síþreytu og ófrjósemi. Talið er að um tíu prósent kvenna á öllum aldri þjáist af legslímuflakki. Samtök um legslímuflakk fagna tíu ára afmæli í dag af því tilefni sögðu nokkrar konur frá sinni reynslu af sjúkdómnum. Hin átján ára Hafdís Einarsdóttir segir sjúkdóminn að miklu leyti stjórna lífi sínu. „Ég hef misst mjög mikið úr skóla og vinnu. Ég á erfitt með að plana fram í tímann og þarf bara að taka einn dag í einu því þessir verkir koma bara allt í einu. Þeir hafa þannig áhrif að ég þarf alltaf að vera tilbúin,“ segir Hafdís. Hún segir mikla vitundarvaknkngu um sjúkdóminn hafa orðið undanfarin ár og þá sérstaklega með tilkomu samtakanna en vill þó opna umræðuna enn frekar. „Það er ekkert eðlilegt við það að vera með það slæma túrverki að það líði yfir mann, maður kasti upp eða geti ekki farið í vinnuna. Eða þurfi að taka sterk verkjalyf, það þykir víst ekki eðlilegt. Eftir að þessi samtök komu fyrir tíu árum síðan þá fór þessi vitundarvakning í gang og hugarfarið breyttist,“ segir Inga Jóna Óskarsdóttir sem einnig þjáist af legslímuflakki. Hafdís segist tala opinskátt um sjúkdóminn við fólk. „Algjörlega. Ég bara segi við fólkið í skólanum ef það er eitthvað að spyrja mig hvers vegna ég hafi ekki verið í skólanum - já ég var bara með svo fjandi mikla túrverki! Þetta er ekkert feimnismál og á ekki að vera,“ segir hin átján ára gamla Hafdís.
Tengdar fréttir Blæðingar var ógeðslegt orð Erna Jónsdóttir gat ekki eignast börn og vissi aldrei af hverju. Á sjötugsaldri las hún grein og í kjölfarið sjúkdómsgreindi hún sjálfa sig. 5. desember 2015 10:00 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Sjá meira
Blæðingar var ógeðslegt orð Erna Jónsdóttir gat ekki eignast börn og vissi aldrei af hverju. Á sjötugsaldri las hún grein og í kjölfarið sjúkdómsgreindi hún sjálfa sig. 5. desember 2015 10:00