„Ég held að þetta sé versta drulla sem ég hef fengið yfir mig!“ Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2015 16:26 Gríðarleg reiði er meðal hjúkrunarfræðinga sem nú eru margir hverjir að velta því fyrir sér að finna starf utan landsteina. visir/vilhelm Gríðarleg reiði ríkir meðal hjúkrunarfræðinga vegna verkfallslaganna sem lögð voru fram á þingi í dag. Í lokuðum Facebookhópi fær sú reiði útrás og er eftirfarandi tilvitnun lýsandi fyrir hitann í hópnum: „Í mínu starfi sem hjúkrunarfræðingur hef ég orðið fyrir allskyns óhróðri og ofbeldi af hendi skjólstæðinga minna. Á mig hefur verið hrækt, ælt, blætt, migið og skitið. En ég hef aldrei tekið þessu persónulega. Þetta er bara partur af mínu starfi. Starfi sem ég elska!Þessi lög, hins vegar tek ég mjög persónulega. Ég held að þetta sé versta drulla sem ég hef fengið yfir mig!“ Hjúkrunarfræðingar hafa verið að senda alþingismönnum bréf og eitt þeirra er birt í áðurnefndum hópi og meðlimum sagt velkomið að afrita það og senda.Hjúkrunarfræðingar hóta því að flytja af landi brott Bréfið má heita lýsandi og er svohljóðandi: „Kæri alþingismaður. Það virðist liggja fyrir að í dag verði lagt fyrir þig frumvarp um að samþykkja lög á verkfall heilbrigisstarfsmanna, þar á meðal hjúkrunarfræðinga. Með því að samþykkja lögin myndir þú því eiga beinan þátt í því að marka upphaf endaloka íslensks heilbrigðiskerfis í þeirri mynd sem þú þekkir það. Þeir starfsmenn sem þú hefur í hug á að setja lög á eru stoð- og taugakerfi heilbrigðiskerfisins. Án þeirra er varla hægt að reka nokkra stofnun, annast veikan einstakling, greina né vinna að meðferð hans. Um tíu ára skeið hafa forsvarsmenn stéttarfélaga þessara heilbrigðisstarfsmanna bent á að flótti heilbrigðisstarfsmanna til annarra landa ógni getu okkar til þess að viðhalda þjónustugetu eigin heilbrigðiskerfis. Þeir flýja vegna aðbúnaðar og launastefnu íslenskra stjórnvalda gagnvart heilbrigðisstarfsmönnum. Og þeir koma ekki aftur. Við erum að verða þjóð sem fyrst og fremst menntar framúrskarandi heilbrigðisstarfsfólk fyrir aðrar þjóðir. Þjóðir sem sannalega þekkja og virða hæfni og þekkingu íslensks heilbrigðisstarfsfólks og greiðir þeim laun sem þau geta lifað af. Tryggir þeim þann aðbúnað í starfi að þau geta sinnt því án þess að gera sjálfum sér og fjölskyldu sinni óafturkræft tjón vegna óeðlilegs álags, tækjaskorts, hás vaktahlutfalls, vaktaóreglu og mikillar fjarveru frá heimili. Allt hlutir sem útsetur þessa starfsmenn fyrir því að verða frekar fyrir neikvæðum alvarlegum afleiðingum af því að vinna svo krefjandi starf, gera mistök, verða fyrir álagstengdum sjúkdómum, upplifa ótímabæra kulnun og hverfa frá störfum. Þú hefur annan valkost. Hafðu kjark! Stattu með þér, þinni eigin fjölskyldu og kjósendum og segðu stopp við markvissu niðurbroti á vilja heilbrigðistarfsmanna til að vinna á Íslandi. Segðu nei við kynbundnum launamun hjá ríkinu. Segðu nei við frumvarpi til laga um stöðvum verkfalls hjúkrunarfræðinga og BHM. Sýndu að þú hefur kjark Lýstu yfir vilja til þess að vinna að uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar. Sýndu okkur og kjósendum þínum að hjúkrunarfræðingar og aðrir heilbrigðistarfsmenn hafi ástæðu til þess að starfa á Íslandi og vinna að lausnum, að vinna að uppbyggingu. Ef þú samþykkir lögin, þá lýsir þú því yfir að það sé ekki hægt… Að það sé ekkert í boði nema að leita annað… “Svör þingmanna Í hópnum er greint frá því að fáeinir þingmenn hafi svarað erindinu, þannig segir kapteinn Pírata: „Ég stend með ykkur 100% Og þér til upplýsingar, þá hef ég aldrei samþykkt lög á verkföll síðan ég tók sæti á Alþingi.“ Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir: „Sæl Íris. Þakka fyrir póstinn og brýninguna. Það er sorglegt að ekki skuli hafa tekist að semja um kaup og kjör stéttar þinnar. Þar deila tveir aðilar og ábyrgðin liggur hjá þeim báðum að mínu mati og þeirri ábyrgð verð þeir aðilar að rísa undir. Staðan er algjörlega vonlaus fyrir þá sem líða fyrir verkfallið og þjóðina alla og ég verð að taka afstöðu til stöðu þeirra þegar ég greiði atkvæði. Gangi þér vel.“ Boðað hefur verið til samstöðufunda hjúkrunarfræðinga um land allt og þá er talsverð umræða um hvernig best sé að nálgast hjúkrunarleyfisumsóknir á Norðurlöndum. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Hlustaðu á ræðuna: Hróp og köll gerð að utanríkisráðherra Mikill hiti er á Alþingi sem stendur. Rætt hefur verið um fundarstjórn forseta í tæpa klukkustund. 12. júní 2015 14:16 Segja lög á verkfallið nauðsynleg til að gæta almannahagsmuna Frumvarpið komið á vef Alþingis. Áætlað er að þingfundur hefjist klukkan 13.30. 12. júní 2015 11:53 Gestir á þingpöllum klöppuðu fyrir Jóni Þór Samþykkt var að taka frumvarp um verkföll á dagskrá þingsins en Píratar greiddu atkvæði gegn því. 12. júní 2015 15:15 Mótmæli á Austurvelli: „Fólki er misboðið“ Alþingi ræðir lagasetningu á verkföll stétta innan heilbrigðiskerfisins í dag. 12. júní 2015 10:53 Formenn BHM og hjúkrunarfræðinga segja lagasetningu undirstrika sýndarviðræður stjórnvalda Hvetja alþingismenn til þess að samþykkja ekki lög á verkföll. 12. júní 2015 12:00 Segir sömu rök gilda um hjúkrunarfólk og lækna Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir viðbúið að félagsmenn leiti út fyrir landsteinana eftir starfi ef lög verða sett á verkfall. Formaður samninganefndar BHM segir félagið tilbúið til samninga hvenær sem er. 12. júní 2015 07:00 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira
Gríðarleg reiði ríkir meðal hjúkrunarfræðinga vegna verkfallslaganna sem lögð voru fram á þingi í dag. Í lokuðum Facebookhópi fær sú reiði útrás og er eftirfarandi tilvitnun lýsandi fyrir hitann í hópnum: „Í mínu starfi sem hjúkrunarfræðingur hef ég orðið fyrir allskyns óhróðri og ofbeldi af hendi skjólstæðinga minna. Á mig hefur verið hrækt, ælt, blætt, migið og skitið. En ég hef aldrei tekið þessu persónulega. Þetta er bara partur af mínu starfi. Starfi sem ég elska!Þessi lög, hins vegar tek ég mjög persónulega. Ég held að þetta sé versta drulla sem ég hef fengið yfir mig!“ Hjúkrunarfræðingar hafa verið að senda alþingismönnum bréf og eitt þeirra er birt í áðurnefndum hópi og meðlimum sagt velkomið að afrita það og senda.Hjúkrunarfræðingar hóta því að flytja af landi brott Bréfið má heita lýsandi og er svohljóðandi: „Kæri alþingismaður. Það virðist liggja fyrir að í dag verði lagt fyrir þig frumvarp um að samþykkja lög á verkfall heilbrigisstarfsmanna, þar á meðal hjúkrunarfræðinga. Með því að samþykkja lögin myndir þú því eiga beinan þátt í því að marka upphaf endaloka íslensks heilbrigðiskerfis í þeirri mynd sem þú þekkir það. Þeir starfsmenn sem þú hefur í hug á að setja lög á eru stoð- og taugakerfi heilbrigðiskerfisins. Án þeirra er varla hægt að reka nokkra stofnun, annast veikan einstakling, greina né vinna að meðferð hans. Um tíu ára skeið hafa forsvarsmenn stéttarfélaga þessara heilbrigðisstarfsmanna bent á að flótti heilbrigðisstarfsmanna til annarra landa ógni getu okkar til þess að viðhalda þjónustugetu eigin heilbrigðiskerfis. Þeir flýja vegna aðbúnaðar og launastefnu íslenskra stjórnvalda gagnvart heilbrigðisstarfsmönnum. Og þeir koma ekki aftur. Við erum að verða þjóð sem fyrst og fremst menntar framúrskarandi heilbrigðisstarfsfólk fyrir aðrar þjóðir. Þjóðir sem sannalega þekkja og virða hæfni og þekkingu íslensks heilbrigðisstarfsfólks og greiðir þeim laun sem þau geta lifað af. Tryggir þeim þann aðbúnað í starfi að þau geta sinnt því án þess að gera sjálfum sér og fjölskyldu sinni óafturkræft tjón vegna óeðlilegs álags, tækjaskorts, hás vaktahlutfalls, vaktaóreglu og mikillar fjarveru frá heimili. Allt hlutir sem útsetur þessa starfsmenn fyrir því að verða frekar fyrir neikvæðum alvarlegum afleiðingum af því að vinna svo krefjandi starf, gera mistök, verða fyrir álagstengdum sjúkdómum, upplifa ótímabæra kulnun og hverfa frá störfum. Þú hefur annan valkost. Hafðu kjark! Stattu með þér, þinni eigin fjölskyldu og kjósendum og segðu stopp við markvissu niðurbroti á vilja heilbrigðistarfsmanna til að vinna á Íslandi. Segðu nei við kynbundnum launamun hjá ríkinu. Segðu nei við frumvarpi til laga um stöðvum verkfalls hjúkrunarfræðinga og BHM. Sýndu að þú hefur kjark Lýstu yfir vilja til þess að vinna að uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar. Sýndu okkur og kjósendum þínum að hjúkrunarfræðingar og aðrir heilbrigðistarfsmenn hafi ástæðu til þess að starfa á Íslandi og vinna að lausnum, að vinna að uppbyggingu. Ef þú samþykkir lögin, þá lýsir þú því yfir að það sé ekki hægt… Að það sé ekkert í boði nema að leita annað… “Svör þingmanna Í hópnum er greint frá því að fáeinir þingmenn hafi svarað erindinu, þannig segir kapteinn Pírata: „Ég stend með ykkur 100% Og þér til upplýsingar, þá hef ég aldrei samþykkt lög á verkföll síðan ég tók sæti á Alþingi.“ Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir: „Sæl Íris. Þakka fyrir póstinn og brýninguna. Það er sorglegt að ekki skuli hafa tekist að semja um kaup og kjör stéttar þinnar. Þar deila tveir aðilar og ábyrgðin liggur hjá þeim báðum að mínu mati og þeirri ábyrgð verð þeir aðilar að rísa undir. Staðan er algjörlega vonlaus fyrir þá sem líða fyrir verkfallið og þjóðina alla og ég verð að taka afstöðu til stöðu þeirra þegar ég greiði atkvæði. Gangi þér vel.“ Boðað hefur verið til samstöðufunda hjúkrunarfræðinga um land allt og þá er talsverð umræða um hvernig best sé að nálgast hjúkrunarleyfisumsóknir á Norðurlöndum.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Hlustaðu á ræðuna: Hróp og köll gerð að utanríkisráðherra Mikill hiti er á Alþingi sem stendur. Rætt hefur verið um fundarstjórn forseta í tæpa klukkustund. 12. júní 2015 14:16 Segja lög á verkfallið nauðsynleg til að gæta almannahagsmuna Frumvarpið komið á vef Alþingis. Áætlað er að þingfundur hefjist klukkan 13.30. 12. júní 2015 11:53 Gestir á þingpöllum klöppuðu fyrir Jóni Þór Samþykkt var að taka frumvarp um verkföll á dagskrá þingsins en Píratar greiddu atkvæði gegn því. 12. júní 2015 15:15 Mótmæli á Austurvelli: „Fólki er misboðið“ Alþingi ræðir lagasetningu á verkföll stétta innan heilbrigðiskerfisins í dag. 12. júní 2015 10:53 Formenn BHM og hjúkrunarfræðinga segja lagasetningu undirstrika sýndarviðræður stjórnvalda Hvetja alþingismenn til þess að samþykkja ekki lög á verkföll. 12. júní 2015 12:00 Segir sömu rök gilda um hjúkrunarfólk og lækna Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir viðbúið að félagsmenn leiti út fyrir landsteinana eftir starfi ef lög verða sett á verkfall. Formaður samninganefndar BHM segir félagið tilbúið til samninga hvenær sem er. 12. júní 2015 07:00 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira
Hlustaðu á ræðuna: Hróp og köll gerð að utanríkisráðherra Mikill hiti er á Alþingi sem stendur. Rætt hefur verið um fundarstjórn forseta í tæpa klukkustund. 12. júní 2015 14:16
Segja lög á verkfallið nauðsynleg til að gæta almannahagsmuna Frumvarpið komið á vef Alþingis. Áætlað er að þingfundur hefjist klukkan 13.30. 12. júní 2015 11:53
Gestir á þingpöllum klöppuðu fyrir Jóni Þór Samþykkt var að taka frumvarp um verkföll á dagskrá þingsins en Píratar greiddu atkvæði gegn því. 12. júní 2015 15:15
Mótmæli á Austurvelli: „Fólki er misboðið“ Alþingi ræðir lagasetningu á verkföll stétta innan heilbrigðiskerfisins í dag. 12. júní 2015 10:53
Formenn BHM og hjúkrunarfræðinga segja lagasetningu undirstrika sýndarviðræður stjórnvalda Hvetja alþingismenn til þess að samþykkja ekki lög á verkföll. 12. júní 2015 12:00
Segir sömu rök gilda um hjúkrunarfólk og lækna Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir viðbúið að félagsmenn leiti út fyrir landsteinana eftir starfi ef lög verða sett á verkfall. Formaður samninganefndar BHM segir félagið tilbúið til samninga hvenær sem er. 12. júní 2015 07:00