„Auðveldara að gefa konum lyf“ Ráð Rótarinnar skrifar 14. maí 2015 07:00 Hinn 17. apríl var neysla kvenna á geðlyfjum og róandi ávanalyfjum til umræðu í þættinum Kvennaráð á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þar velti Björk Eiðsdóttir þáttarstjórnandi upp þeirri spurningu hvort verið sé að meðhöndla eðlilegar tilfinningar kvenna með geðlyfjum og ávanabindandi lyfjum en viðmælendur hennar voru þær Þórgunnur Ársælsdóttir, formaður Geðlæknafélagsins, Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Sjúkrahúsinu Vogi, og Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Embættis landlæknis nota íslenskar konur mun meira af þunglyndislyfjum en karlar. Þetta á reyndar ekki bara við á Íslandi heldur kemur fram á vefsíðu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar að þó að svipað margir karlar og konur eigi við geðrænan vanda að stríða þá sé birtingarmynd hans mjög kynbundin. Þunglyndi er algengasti geðheilsuvandi kvenna, helmingi algengari en meðal karla, þær þjást frekar af kvíðaröskunum en karlar og þær eru líklegri til að þjást af fjölkvillum. En hver er þá skýringin á þessum kynjamun? Í þættinum kom fram, bæði hjá Valgerði og Þórgunni, að engin einhlít skýring væri á þessu kynjamynstri en kannski væri: „auðveldara að gefa konum lyf“, „þær leita frekar á heilsugæsluna“, „leita sér frekar aðstoðar“ og aðspurð af hverju konur koma síður til meðferðar en karlar svarar Valgerður að það sé spurning hvort þær séu „meira úti í bæ að fá lyf og vera hjá læknum heldur en að koma í meðferð og líta á sig með fíkil. Þetta er svo flókið. Þetta er ekki alveg einfalt svar við þessu en örugglega sitt lítið af hverju.“ Það kemur því lítið haldbært fram í viðtali við læknana, um ástæður þess að konur þurfi á svona miklum geðlyfjum og ávanabindandi lyfjum að halda. Sú skýring að konur leiti frekar til læknis kafar ekki djúpt í vandann og skilur eftir sig spurninguna: Af hverju fara konur svona oft til læknis?Þurfa valdeflandi stuðning Fleiri spurningar vöknuðu hjá okkur Rótarkonum eftir þáttinn. Er konum frekar ávísuð lyf í stað þess að leitað sé að rót vandans? Af hverju fá karlar síður ávísuð geðlyf? Er kannski enn við lýði sú hugsun að konur séu „veikari“ og jafnvel hugsjúkar eða hysterískar? Af hverju koma mun færri konur en karlar í áfengis- og lyfjameðferð? Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur hins vegar ágætar skýringar á því af hverju konur glíma við svo mikla vanlíðan að þær sprengi skalana í notkun ávanabindandi lyfja og geðlyfja. Það eru nefnilega sterk tengsl á milli þessa heilbrigðisvanda kvenna og „kynhlutverka, streituvalda og neikvæðra upplifana og atvika“. Kynbundnir áhættuþættir geðraskana sem algengar eru hjá konum eru samkvæmt AHS: „kynbundið ofbeldi, óhagstæð félagsleg skilyrði, lágar tekjur og tekjumisrétti, undirskipun í félagslegu tilliti og stéttarstöðu og stöðug ábyrgð á umönnun annarra.“ Við skimun á ofbeldi inni á Vogi kemur í ljós að 80% kvenna sem koma þar til meðferðar hafa orðið fyrir ofbeldi. Þetta er gríðarlega hátt hlutfall sem varpar skýru ljósi á tengsl fíknivanda og ofbeldis og annarra erfiðra upplifana sem hljótast af veikari stöðu kvenna í samfélaginu. Það er því ekki fjarri lagi að álykta að verið sé að gefa lyf við tilfinningavanda sem skapast af stöðu þeirra, m.a. í ofbeldisfullu hjónabandi eða í nánum samböndum, í stað þess að veita konum þann valdeflandi stuðning og meðferð sem þær þurfa á að halda. Það skal tekið fram að þessi grein er ekki skrifuð gegn geðlyfjum, þau eru mörgum nauðsynleg. Við í Rótinni viljum hins vegar leita svara við þeim spurningum um kynbundinn mun á heilsufari sem við vörpum fram í greininni. Svörin fást með uppbyggingu þekkingarsamfélags, rannsóknum og meðferðarkerfi sem byggir á gagnreyndri þekkingu. Tilfinningavanda kvenna og fíknivanda þarf að skoða heildrænt og með kynjagleraugum eins og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir fyrir um.Guðrún Ebba ÓlafsdóttirKristín I. PálsdóttirÞórlaug Sveinsdóttirí ráði Rótarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Hinn 17. apríl var neysla kvenna á geðlyfjum og róandi ávanalyfjum til umræðu í þættinum Kvennaráð á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þar velti Björk Eiðsdóttir þáttarstjórnandi upp þeirri spurningu hvort verið sé að meðhöndla eðlilegar tilfinningar kvenna með geðlyfjum og ávanabindandi lyfjum en viðmælendur hennar voru þær Þórgunnur Ársælsdóttir, formaður Geðlæknafélagsins, Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Sjúkrahúsinu Vogi, og Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Embættis landlæknis nota íslenskar konur mun meira af þunglyndislyfjum en karlar. Þetta á reyndar ekki bara við á Íslandi heldur kemur fram á vefsíðu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar að þó að svipað margir karlar og konur eigi við geðrænan vanda að stríða þá sé birtingarmynd hans mjög kynbundin. Þunglyndi er algengasti geðheilsuvandi kvenna, helmingi algengari en meðal karla, þær þjást frekar af kvíðaröskunum en karlar og þær eru líklegri til að þjást af fjölkvillum. En hver er þá skýringin á þessum kynjamun? Í þættinum kom fram, bæði hjá Valgerði og Þórgunni, að engin einhlít skýring væri á þessu kynjamynstri en kannski væri: „auðveldara að gefa konum lyf“, „þær leita frekar á heilsugæsluna“, „leita sér frekar aðstoðar“ og aðspurð af hverju konur koma síður til meðferðar en karlar svarar Valgerður að það sé spurning hvort þær séu „meira úti í bæ að fá lyf og vera hjá læknum heldur en að koma í meðferð og líta á sig með fíkil. Þetta er svo flókið. Þetta er ekki alveg einfalt svar við þessu en örugglega sitt lítið af hverju.“ Það kemur því lítið haldbært fram í viðtali við læknana, um ástæður þess að konur þurfi á svona miklum geðlyfjum og ávanabindandi lyfjum að halda. Sú skýring að konur leiti frekar til læknis kafar ekki djúpt í vandann og skilur eftir sig spurninguna: Af hverju fara konur svona oft til læknis?Þurfa valdeflandi stuðning Fleiri spurningar vöknuðu hjá okkur Rótarkonum eftir þáttinn. Er konum frekar ávísuð lyf í stað þess að leitað sé að rót vandans? Af hverju fá karlar síður ávísuð geðlyf? Er kannski enn við lýði sú hugsun að konur séu „veikari“ og jafnvel hugsjúkar eða hysterískar? Af hverju koma mun færri konur en karlar í áfengis- og lyfjameðferð? Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur hins vegar ágætar skýringar á því af hverju konur glíma við svo mikla vanlíðan að þær sprengi skalana í notkun ávanabindandi lyfja og geðlyfja. Það eru nefnilega sterk tengsl á milli þessa heilbrigðisvanda kvenna og „kynhlutverka, streituvalda og neikvæðra upplifana og atvika“. Kynbundnir áhættuþættir geðraskana sem algengar eru hjá konum eru samkvæmt AHS: „kynbundið ofbeldi, óhagstæð félagsleg skilyrði, lágar tekjur og tekjumisrétti, undirskipun í félagslegu tilliti og stéttarstöðu og stöðug ábyrgð á umönnun annarra.“ Við skimun á ofbeldi inni á Vogi kemur í ljós að 80% kvenna sem koma þar til meðferðar hafa orðið fyrir ofbeldi. Þetta er gríðarlega hátt hlutfall sem varpar skýru ljósi á tengsl fíknivanda og ofbeldis og annarra erfiðra upplifana sem hljótast af veikari stöðu kvenna í samfélaginu. Það er því ekki fjarri lagi að álykta að verið sé að gefa lyf við tilfinningavanda sem skapast af stöðu þeirra, m.a. í ofbeldisfullu hjónabandi eða í nánum samböndum, í stað þess að veita konum þann valdeflandi stuðning og meðferð sem þær þurfa á að halda. Það skal tekið fram að þessi grein er ekki skrifuð gegn geðlyfjum, þau eru mörgum nauðsynleg. Við í Rótinni viljum hins vegar leita svara við þeim spurningum um kynbundinn mun á heilsufari sem við vörpum fram í greininni. Svörin fást með uppbyggingu þekkingarsamfélags, rannsóknum og meðferðarkerfi sem byggir á gagnreyndri þekkingu. Tilfinningavanda kvenna og fíknivanda þarf að skoða heildrænt og með kynjagleraugum eins og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir fyrir um.Guðrún Ebba ÓlafsdóttirKristín I. PálsdóttirÞórlaug Sveinsdóttirí ráði Rótarinnar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun