„Auðveldara að gefa konum lyf“ Ráð Rótarinnar skrifar 14. maí 2015 07:00 Hinn 17. apríl var neysla kvenna á geðlyfjum og róandi ávanalyfjum til umræðu í þættinum Kvennaráð á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þar velti Björk Eiðsdóttir þáttarstjórnandi upp þeirri spurningu hvort verið sé að meðhöndla eðlilegar tilfinningar kvenna með geðlyfjum og ávanabindandi lyfjum en viðmælendur hennar voru þær Þórgunnur Ársælsdóttir, formaður Geðlæknafélagsins, Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Sjúkrahúsinu Vogi, og Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Embættis landlæknis nota íslenskar konur mun meira af þunglyndislyfjum en karlar. Þetta á reyndar ekki bara við á Íslandi heldur kemur fram á vefsíðu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar að þó að svipað margir karlar og konur eigi við geðrænan vanda að stríða þá sé birtingarmynd hans mjög kynbundin. Þunglyndi er algengasti geðheilsuvandi kvenna, helmingi algengari en meðal karla, þær þjást frekar af kvíðaröskunum en karlar og þær eru líklegri til að þjást af fjölkvillum. En hver er þá skýringin á þessum kynjamun? Í þættinum kom fram, bæði hjá Valgerði og Þórgunni, að engin einhlít skýring væri á þessu kynjamynstri en kannski væri: „auðveldara að gefa konum lyf“, „þær leita frekar á heilsugæsluna“, „leita sér frekar aðstoðar“ og aðspurð af hverju konur koma síður til meðferðar en karlar svarar Valgerður að það sé spurning hvort þær séu „meira úti í bæ að fá lyf og vera hjá læknum heldur en að koma í meðferð og líta á sig með fíkil. Þetta er svo flókið. Þetta er ekki alveg einfalt svar við þessu en örugglega sitt lítið af hverju.“ Það kemur því lítið haldbært fram í viðtali við læknana, um ástæður þess að konur þurfi á svona miklum geðlyfjum og ávanabindandi lyfjum að halda. Sú skýring að konur leiti frekar til læknis kafar ekki djúpt í vandann og skilur eftir sig spurninguna: Af hverju fara konur svona oft til læknis?Þurfa valdeflandi stuðning Fleiri spurningar vöknuðu hjá okkur Rótarkonum eftir þáttinn. Er konum frekar ávísuð lyf í stað þess að leitað sé að rót vandans? Af hverju fá karlar síður ávísuð geðlyf? Er kannski enn við lýði sú hugsun að konur séu „veikari“ og jafnvel hugsjúkar eða hysterískar? Af hverju koma mun færri konur en karlar í áfengis- og lyfjameðferð? Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur hins vegar ágætar skýringar á því af hverju konur glíma við svo mikla vanlíðan að þær sprengi skalana í notkun ávanabindandi lyfja og geðlyfja. Það eru nefnilega sterk tengsl á milli þessa heilbrigðisvanda kvenna og „kynhlutverka, streituvalda og neikvæðra upplifana og atvika“. Kynbundnir áhættuþættir geðraskana sem algengar eru hjá konum eru samkvæmt AHS: „kynbundið ofbeldi, óhagstæð félagsleg skilyrði, lágar tekjur og tekjumisrétti, undirskipun í félagslegu tilliti og stéttarstöðu og stöðug ábyrgð á umönnun annarra.“ Við skimun á ofbeldi inni á Vogi kemur í ljós að 80% kvenna sem koma þar til meðferðar hafa orðið fyrir ofbeldi. Þetta er gríðarlega hátt hlutfall sem varpar skýru ljósi á tengsl fíknivanda og ofbeldis og annarra erfiðra upplifana sem hljótast af veikari stöðu kvenna í samfélaginu. Það er því ekki fjarri lagi að álykta að verið sé að gefa lyf við tilfinningavanda sem skapast af stöðu þeirra, m.a. í ofbeldisfullu hjónabandi eða í nánum samböndum, í stað þess að veita konum þann valdeflandi stuðning og meðferð sem þær þurfa á að halda. Það skal tekið fram að þessi grein er ekki skrifuð gegn geðlyfjum, þau eru mörgum nauðsynleg. Við í Rótinni viljum hins vegar leita svara við þeim spurningum um kynbundinn mun á heilsufari sem við vörpum fram í greininni. Svörin fást með uppbyggingu þekkingarsamfélags, rannsóknum og meðferðarkerfi sem byggir á gagnreyndri þekkingu. Tilfinningavanda kvenna og fíknivanda þarf að skoða heildrænt og með kynjagleraugum eins og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir fyrir um.Guðrún Ebba ÓlafsdóttirKristín I. PálsdóttirÞórlaug Sveinsdóttirí ráði Rótarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Hinn 17. apríl var neysla kvenna á geðlyfjum og róandi ávanalyfjum til umræðu í þættinum Kvennaráð á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þar velti Björk Eiðsdóttir þáttarstjórnandi upp þeirri spurningu hvort verið sé að meðhöndla eðlilegar tilfinningar kvenna með geðlyfjum og ávanabindandi lyfjum en viðmælendur hennar voru þær Þórgunnur Ársælsdóttir, formaður Geðlæknafélagsins, Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Sjúkrahúsinu Vogi, og Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Embættis landlæknis nota íslenskar konur mun meira af þunglyndislyfjum en karlar. Þetta á reyndar ekki bara við á Íslandi heldur kemur fram á vefsíðu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar að þó að svipað margir karlar og konur eigi við geðrænan vanda að stríða þá sé birtingarmynd hans mjög kynbundin. Þunglyndi er algengasti geðheilsuvandi kvenna, helmingi algengari en meðal karla, þær þjást frekar af kvíðaröskunum en karlar og þær eru líklegri til að þjást af fjölkvillum. En hver er þá skýringin á þessum kynjamun? Í þættinum kom fram, bæði hjá Valgerði og Þórgunni, að engin einhlít skýring væri á þessu kynjamynstri en kannski væri: „auðveldara að gefa konum lyf“, „þær leita frekar á heilsugæsluna“, „leita sér frekar aðstoðar“ og aðspurð af hverju konur koma síður til meðferðar en karlar svarar Valgerður að það sé spurning hvort þær séu „meira úti í bæ að fá lyf og vera hjá læknum heldur en að koma í meðferð og líta á sig með fíkil. Þetta er svo flókið. Þetta er ekki alveg einfalt svar við þessu en örugglega sitt lítið af hverju.“ Það kemur því lítið haldbært fram í viðtali við læknana, um ástæður þess að konur þurfi á svona miklum geðlyfjum og ávanabindandi lyfjum að halda. Sú skýring að konur leiti frekar til læknis kafar ekki djúpt í vandann og skilur eftir sig spurninguna: Af hverju fara konur svona oft til læknis?Þurfa valdeflandi stuðning Fleiri spurningar vöknuðu hjá okkur Rótarkonum eftir þáttinn. Er konum frekar ávísuð lyf í stað þess að leitað sé að rót vandans? Af hverju fá karlar síður ávísuð geðlyf? Er kannski enn við lýði sú hugsun að konur séu „veikari“ og jafnvel hugsjúkar eða hysterískar? Af hverju koma mun færri konur en karlar í áfengis- og lyfjameðferð? Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur hins vegar ágætar skýringar á því af hverju konur glíma við svo mikla vanlíðan að þær sprengi skalana í notkun ávanabindandi lyfja og geðlyfja. Það eru nefnilega sterk tengsl á milli þessa heilbrigðisvanda kvenna og „kynhlutverka, streituvalda og neikvæðra upplifana og atvika“. Kynbundnir áhættuþættir geðraskana sem algengar eru hjá konum eru samkvæmt AHS: „kynbundið ofbeldi, óhagstæð félagsleg skilyrði, lágar tekjur og tekjumisrétti, undirskipun í félagslegu tilliti og stéttarstöðu og stöðug ábyrgð á umönnun annarra.“ Við skimun á ofbeldi inni á Vogi kemur í ljós að 80% kvenna sem koma þar til meðferðar hafa orðið fyrir ofbeldi. Þetta er gríðarlega hátt hlutfall sem varpar skýru ljósi á tengsl fíknivanda og ofbeldis og annarra erfiðra upplifana sem hljótast af veikari stöðu kvenna í samfélaginu. Það er því ekki fjarri lagi að álykta að verið sé að gefa lyf við tilfinningavanda sem skapast af stöðu þeirra, m.a. í ofbeldisfullu hjónabandi eða í nánum samböndum, í stað þess að veita konum þann valdeflandi stuðning og meðferð sem þær þurfa á að halda. Það skal tekið fram að þessi grein er ekki skrifuð gegn geðlyfjum, þau eru mörgum nauðsynleg. Við í Rótinni viljum hins vegar leita svara við þeim spurningum um kynbundinn mun á heilsufari sem við vörpum fram í greininni. Svörin fást með uppbyggingu þekkingarsamfélags, rannsóknum og meðferðarkerfi sem byggir á gagnreyndri þekkingu. Tilfinningavanda kvenna og fíknivanda þarf að skoða heildrænt og með kynjagleraugum eins og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir fyrir um.Guðrún Ebba ÓlafsdóttirKristín I. PálsdóttirÞórlaug Sveinsdóttirí ráði Rótarinnar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun