Innlent

„Afsökunarbeiðni biskups er merkingarlaus"

Séra Pétur Bürcher, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi
Séra Pétur Bürcher, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi
Alþjóðleg samtök fólks sem hefur verið misnotað af prestum skora á biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi að greina opinberlega frá nöfnum allra þeirra kirkjunnar manna sem misnotað hafa börn. Þá hvetja þau til þess að á vef kaþólsku kirkjunnar verði birt nöfn og búseta allra slíkra níðinga sem starfað hafa hjá kaþólski kirkjunni á Íslandi.

Samtökin, sem á ensku kallast Survivors Network of those Abused by Priests, eða SNAP, senda út tilkynningu þessa efnis, að því er virðist af því tilefni að kaþólski biskupinn á Íslandi, séra Pétur Bürcher, sendi frá sér yfirlýsingu í morgun. Þar segist hann biðja alla þá afsökunar sem kunna að hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu kirkjunnar manna en jafnframt að sett verði á laggirnar rannsóknarnefnd á kynferðisbrotum innan kirkjunnar.

„Afsökunarbeiðni biskups er merkingarlaus. Það eru aðgerðir, ekki orð, sem vernda börn," segir í yfirlýsingu sem formaður SNAP er skrifuð fyrir, Barbara Blaine.

„Engin stofnun getur haft eftirlit með sjálfri sér, sérstaklega ekki forneskjuleg og stíf klerkaregla að hætti feðraveldisins eins og kaþólska kirkjan, sem hefur skelfilega ferilsskrá þegar kemur að viðbjóðslegum kynferðisbrotum gegn börnum," segir í yfirlýsingu Barböru.

Hún segir mikilvægt að fórnlarlömb níðinganna og vitni að níðingshættinum að segja frá. Þó sé mikilvægt að þeir gefi sig fram við veraldlegt yfirvald, ekki kirkjuna.

Með yfirlýsingunni lætur Barbara fylgja með tengil á umfjöllun Reykjavík Grapewine um málefni kaþólsku kirkjunnar.

Heimasíða SNAP.


Tengdar fréttir

Fagráð taki fyrir ásakanir um kynferðislega misnotkun

Kaþólska kirkjan á Íslandi fundaði í dag um ásakanir um kynferðislega misnotkun innan kirkjunnar sem fjallað hefur verið um undanfarið. Viðbrögð kirkjunnar er að vænta í kvöld eða í fyrramálið.

Kaþólska rannsóknarskýrslan ekki birt almenningi

Í fréttatilkynningu frá Pétri Bürcher, biskupi kaþólsku kirkjunnar hér á landi, kemur fram að rannsóknarskýrsla, um kynferðisbrot starfsmanna kirkjunnar, verði ekki birt almenningi, heldur aðeins helstu niðurstöður og tillögur til úrbóta.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×